Leita í fréttum mbl.is

Borgarlínuboðskapurinn

Í einni af úrvalsgóðum greinum hans Þóris Gröndals sem býr vestur í Bandaríkjunum  stendur þetta eftir athugun hans á fullorðnum konum í hans nágrenni:

" Flestar eiga það sameiginlegt að vilja ekki enda lífið á elliheimilum. Allar reyna þær að halda í bifreiðar sínar eins lengi og hægt er, því hér er næstum ómögulegt að komast leiðar sinnar án bílsins. Margar segjast samt ekki geta keyrt eftir að rökkva tekur."

Trúið mér því ég hef búið við hvárutveggja aðstæður sem líkjast þessu. Aldrei hef ég átt vélknúinn lélegann fararskjóta að mér hafi ekkki þott vænna um hann en strætó eða sporvagninn. 

Af hverju halda íslenskir vinstrimenn að okkar þjóð vilji frekar ekki eiga sín farartæki sín, ferðast þegar það vill sjálft, þaðan sem vill sjálft,  þegar það vill sjálft, með því fólki sem það vill sjálft en ekki með fólki sem það vill ekkert hafa með að saman að sælda, ekki híma á einhverjum pólitískt ákveðnum stöðum í kulda og trekki til að bíða eftir einhverri pólitískri hugsjón annar fólks úr öðrum stjórnmálaflokkum? Af hverju halda þeir að við horfum ekki á auglýsingar af gljáfægðum bílum sem allsstaðar  blasa við á einstöku verði?

Af hverju vill Íslendingur ekki ráða neinu sjálfur meðan fólk um allan heim vill  ekki láta stjórna öllu sínu lífi?

Er ekki Borgarlínuboðskapurinn hluti af okkar heimspekilegu afstöðu til lífsins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Heill og sæll Halldór

Borgarlína er gamaldags ferðamáti sem á uppruna sinn í austur Evrópu og enn notað þar, sem og í Tyrklandi og öðrum lítt siðuðum ríkjum. Enda er þessi hugmynd hugleikin vinstra liðinu, þó einstaka hægri menn láti einnig glepjast.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 9.1.2022 kl. 16:22

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég er sammála þér, bæði hvað ágæti skrifa félaga þíns varðar (úr síðasta bloggi þínu) og auðvitað sérstaklega sömuleiðis hvað borgarlínu þvælu Reykjavíkur-demókratana snertir.

Jónatan Karlsson, 9.1.2022 kl. 17:41

3 identicon

Og langafi vildi frekar sinn fallega hestvagn á ekta Íslenskum moldarvegi en illa lyktandi sjálfrennireið á einhverri tjörudrullu. Raddir liðinna tíma og draumar fortíðar.

Vagn (IP-tala skráð) 9.1.2022 kl. 20:55

4 Smámynd: Þorkell Guðnason

Lífið leiki við þig á nýju ári Dóri og gott að sjá þig farinn að rífa kjaft á ný.  Aldrei þessu vant er ég hjartanlega sammála því sem þú hefur fram að færa.  
Fyrirhugaður fyrsti áfangi þessa óskapnaðar, sem þau kalla Borgarlínu á að vera frá 101 Reykjavík, á rúmlega þriggja  milljarða montbrú yfir Fossvoginn - til að þræða svo 30km götuna Borgarholtsbraut upp í Hamraborg.  Engin augljós umframeftirspurn er eftir ferðum á þessum legg - en gífurlegur stofnkostnaður blasir við - til viðbótar brúnni.  Tilgangurinn er augljós - Enn ein atlaga misviturra pólitíkusa gegn Reykjavíkurflugvelli - grundvallarinnviðum flugsamgangna eyþjóðarinnar. Þetta blessað fólk skilur ekki samhengi hlutanna á sviði flugsins og veit þvi ekki hvað það gjörir!

Þorkell Guðnason, 10.1.2022 kl. 00:58

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir góðar óskir Örlagavaldur, stytt Ölli.

Halldór Jónsson, 10.1.2022 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband