Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Jónsson hefur áhyggjur

af fyrirhyggjuleysi okkar í orkuöflun. Honum finnst að að við séum illa vakandi í orkumálum landsins.

Hann vekur athygli á umfjöllun sérfræðinga um málefnið:

"Lokakafli greinar Ingibjargar Ólafar var undir fyrirsögninni:

"Tími aðgerða er núna":

"Mikilvægt er að ráðast í eflingu fyrirliggjandi virkjana, þar sem það er hægt, hefja undirbúning að þeim orkukostum, sem auðveldast er að hrinda í framkvæmd fljótlega, og einfalda svo ferlið frá hugmynd að framkvæmd, þannig að nýting orkukosta, sem samfélagið þarfnast, gangi betur og hraðar fyrir sig í framtíðinni. 

Á Íslandi hefur það sýnt sig, að tíminn, sem það tekur frá hugmynd um hefðbundna orkukosti, þar til framkvæmdir verða að veruleika, er um 10-20 ár.  Sagan sýnir, að það er of langur tími, ef tryggja á orkuöryggi þjóðarinnar.  Vissulega eru til aðstæður, þar sem það er vel skiljanlegt, og alltaf þarf að vanda til verka.  En oft og tíðum eru óþarfa tafir, sem sóa dýrmætum tíma án þess, að það skili sér í betri framkvæmd m.t.t. umhverfisins.  Við okkur blasir, að úrbóta er þörf og tími aðgerða er núna."

Núverandi regluverk ríkisins er óskynsamlegt, af því að það virðist hannað til að letja virkjunaraðila til framkvæmda fremur en að hvetja þá til að vanda sig.  Nefna má, að stækkun virkjunar, þ.e. aflaukning, er háð nýju lögformlegu umhverfismati.  Þessi krafa verndar ekki umhverfið, en hamlar framkvæmdum, enda hefur verið lítið um þetta hérlendis.  Nú mun ætlunin að ráða bót á þessu, og verður þá auðveldara að mæta skammtíma álagi og að nýta offramboð vatns á sumrin (draga má þá niður í gufuorkuverunum).

Nú vantar allt að 200 MW af nýjum virkjunum inn á kerfið til að anna eftirspurn og hafa borð fyrir báru í viðhalds- og bilunartilvikum.

Fyrir 2030 þarf 2000 GWh/ár og 500 MW einvörðungu fyrir orkuskiptin.  Megnið af þessu þyrfti að vera fullhannað núna og með virkjanaleyfi, ef nokkur von á að vera til að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar í losunarmálum koltvíildis, en það er fjarri lagi, að svo sé. 

Það verður að gera orkufyrirtækjunum kleift að leggja fyrir Orkustofnun raunhæfar áætlanir 10-20 ár fram í tímann um framkvæmdir, svo að Orkustofnun geti gætt hagsmuna notenda gagnvart orkuskorti. 

Tjón notenda af orkuskorti er nefnilega margfalt á við tjón orkufyrirtækjanna af tapaðri orkusölu. "

 

Erum við við að standa okkur  á vaktinni í raforkuöflun landsins eða ekki?

Margt bendir til þess því  miður að svo sé alls ekki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband