Leita í fréttum mbl.is

Appeasement

getur verið nauðsynleg aðferð í samningagerð sem ef einhver samningsaðili beitir aðferðinni "At Gunpoint" sem margir þekkja úr glæpasögum.

Frægasta dæmið um þá aðferð er ef til vill frá 1938 þegar Chamberlain reyndi að tryggja friðinn með eftirgjöf við Hitler sem var ekki endilega sá orðheldnasti í samningum.

En var það svo alvitlaust hjá honum Neville miðað við það sem  þurfti svo að borga til að kaupa friðinn til baka?

Ef AlCapone hefði viljað fá kráareiganda til að skipta um bjórtegund hvernig hefði kráareigandinn brugðist við?

Hefði hann ekki sett öryggi sitt og sinna ofar einhverju samningsatriði sem gæti orðið breytingum háð?

Morgunblaðið   skýrir frá því að skilyrði Pútíns fyrir friði séu óaðgengileg.

Þurfa menn ekki að semja við svona menn eins og hann með öðru hugarfari en verið sé að semja eitthvað óumbreytanlegt til allra tíma?

Þótti mönnum sér skylt að halda nauðungarsamninga í gamla daga, hvort sem var eftir Apavatnsför Gizurar eða Versalasamninga eftir Hitler?

Er það þess virði að láta drepa urmul af saklausu fólki vegna einhverra atriða í samningi við byssumann? Hvað sem líður stolti einstakra stjórnmálamanna.

 

Er ekki betra að koma á friði, skrifa undir það sem fæst með góðu og áskilja sér rétt til endurskoðunar síðar.

Er eitthvað betra að blása út fréttir af glæpaverkum eins og sprengja spítala með saklausu fólki?

Er ekki betra að beita list hins mögulega fremur en reigingi gagnvart bófanum með byssuna.

Appeasement var það kallað í þá daga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Pútín hefði sennilega komist upp með að innlima Donbass eða verja hérðaðið sem sjálfstætt ríki þar sem hann telur rússneskumælandi fólk þurfa á vernd að halda. Mörgum hefði jafnvel fundist það vera skynsamlegt, rétt eins og menn sáu skoðanir Hitlers á stöðu þýskumælandi Tékka í Súdetalandi vera að einhverju leyti skiljanlegar. En nei, Pútín þurfti að ganga miklu meira en alltof langt og sýpur nú seiðið af því.

Annars er ekkert nýtt að menn telji skilnað vera friðsælustu og farsælustu lausnina. Líður Króötum og Serbum ekki bara ágætlega í sitthvoru ríkinu? Og Íslendingum og Dönum? Og vilja menn ekki að Taiwan fái áfram að vera út af fyrir sig, og jafnvel Tíbet? 

Geir Ágústsson, 14.3.2022 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband