Leita í fréttum mbl.is

Klerkurinn og kennimaðurinn

Geir Waage og Henry Kissingar taka höndum saman í Morgunblaðinu í dag.

Sr. Geir rifjar upp hvað Kissinger sagði árið 2014 um Úkraínu. Sá maður hafði sjaldnar rangt fyrir sér en rétt sem nú hefur komið enn einu sinni á daginn.

 

Sr. Geir skrifar:

"Vorið 2014 ritaði Henry Kissinger grein í Washington Post sem hann nefndi: „Til að leysa vanda Úkraínu þarf að byrja á endinum.“ Átök voru þá hafin í Austur-Úkraínu. Kænugarðsstjórn afnam sjálfstjórnarrjettindi Luhansk- og Donetsk-hjeraða og Rússar í hjeruðunum gripu til vopna.

Rússar á Krím höfðu í atkvæðagreiðslu sagt sig til Rússlands. Þarna var hafinn sá ófriður er nú er orðinn að stríði Rússa og Úkraínumanna.

Kissinger segist hafa orðið vitni að fjórum styrjöldum (BNA) sem allar hefðu hafizt með miklum stuðningi heima fyrir. Þremur hafi lokið með því, að BNA drógu sig til baka.

Ekki sje vandi að hefja stríð heldur að ljúka þeim.

Hann heldur því fram, að Úkraína eigi hvorki að halla sjer til austurs nje vesturs, heldur að brúa þar á milli. Rússar verði að virða landamæri Úkraínu og Vesturveldin verði að gæta þess, að Úkraína geti í þeirra augum aldrei orðið „útland“:

„Even such famed dissidents as Alexander Solzhenitsyn and Joseph Brodsky insisted that Ukraine was an integral part of Russian history and, indeed, of Russia.“

Evrópusambandið verði að skilja að kröfur þess um samræmingu og aðild að reglum og stefnu Evrópusambandsins setji alla samninga í uppnám.

Allt sje undir Úkraínumönnum sjálfum komið. Saga þeirra sje flókin og þjóðin samsett. Vesturhlutinn varð hluti Sovjetríkjanna árið 1939 vegna samkomulags Hitlers og Stalíns (Molotov-Ribbentrop).

Krím varð hluti Úkraínu þegar Úkraínumaðurinn Krútsjoff gaf landið í tilefni þess, að 300 ár voru liðin síðan kósakkar gerðu bandalag við Rússakeisara. Það, að gera Úkraínu að bitbeini átaka austurs og vesturs, myndi eyðileggja alla möguleika á samvinnu.

Úkraína hafi verið undir erlendri yfirdrottnun síðan á 14. öld, en nú sjálfstæð í 23 ár (2014). Ekki sje undarlegt að leiðtogar landsins hafi ekki enn lært að koma sjer saman eða temja sjer sögulega sýn. Þeir togist á (Janukovitsj og Timosjenko).

Hvort um sig dragi taum andstæðra fylkinga; rómversk-kaþólsks vesturhluta og rússnesk-orþódox austurhluta.

Vesturveldunum beri að leita sátta í stað þess að draga taum annars deiluaðilans.

Kissinger leggur til, að allir aðilar gæti eftirfarandi sjónarmiða:

1. Úkraínumenn velji sjálfir viðskipta- og stjórnmálatengsl sín, þar með talið gagnvart Evrópusambandinu.

2. Úkraína gangi ekki í NATO.

3. Úkraínumenn ráði sjálfir stjórnarfari sínu í samræmi við vilja þjóðarinnar. Skynsamir leiðtogar muni leita samkomulags andstæðra fylkinga.

Á alþjóðasviði skyldu þeir fara að fordæmi Finna sem sjeu eindregnir sjálfstæðissinnar, en starfi með vestrænum þjóðum og gæti þess að sýna Rússum enga óvild.

4. Ekki verði á það fallizt að Rússar hafi innlimað Krím. Þeir verði að virða fullveldi Úkraínu yfir Krím, en Úkraína verði að styrkja sjálfstjórn Krímverja sem borin verði undir atkvæði undir alþjóðlegu eftirliti.

Staða flotastöðvar Rússa í Sevastopol verði ekki vefengd.

Sýn hins reynda stjórnmálamanns og margra annarra bandarískra diplómata og háskólamanna var síðan gjörsamlega fyrir borð borin.

Evrópusambandið og NATO reri þá og æ síðan að innlimun Úkraínu í Evrópusambandið og NATO. Sú stefna hefur nú leitt til árangurs sem seint verður bættur."

Þarna eru dregin saman meginatrið málsins sem hljóta að verða ofarlega þegar samið verður um frið.

Hvorugur málsaðila má fara andlitslaus frá borðinu heldur sé gætt að reisninni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband