Leita í fréttum mbl.is

Þekking á Donbass óskast?

hvernig getum við skipt Donbass upp í einingar eftir þjóðerni og gefið þeim sjálfsstjórn þannig að Pútín og íbúar séu til í að semja frið.

Mörg Þjóðerni fólks gera þetta allt erfitt og gersamlega útilokað að við hérna höfum minnstu þekkingu á þessu erfiða máli.

En aðeins með samningum getur þessi styrjöld stöðvast. Þarna er búið að vera ófriður árum saman sem ekki hefur tekist að semja um. 

Hér þarf að koma til þekking sem við hér ráðum ekki yfir.En án  hennar  er óþarfi að reyna lausn á þessum deilum um Donbass.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef hingað kæmu Pólsk herskip og Duda, forseti Póllands, mundi heimta Reykjaneshrygginn vestan Kleifarvatns og Hafnafjarðar, vegna þess að þar séu margir Pólverjar og fólk af Pólskum uppruna, hvað fengi hann mikið? Hvað værir þú tilbúinn til að gefa mikið landsvæði eftir til að tryggja friðinn? Mættu, þín vegna, Vestmannaeyingar lýsa yfir sjálfstæði og þiggja að Rússar hjálpuðu þeim við stjórnun, hervæðingu og að verja það og landhelgi Vestmannaeyja?

Hitler bauð Englendingum frið þegar hann var búinn að taka Frakkland. Átti að semja við hann um að það væru stríðslok í vestur Evrópu?

Hún er undarleg þessi árátta sumra hægrimanna að vilja færa Putin sigur á silfurfati. Gefa eftir og gera ekkert sem kæmi Putin illa. Á einni nóttu urðu mannslíf dýrmæt í augum manna sem mánuðum og árum saman hafa viljað senda hælisleitendur og flóttamenn í opinn dauðan heimafyrir.

Vagn (IP-tala skráð) 21.4.2022 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband