23.4.2022 | 11:23
Reykjavíkurbréfið
náði að ýta við mér og grugga upp áleitnar hugsanir sem hafa ásótt mig lengi.
Mér hefur fundist áberandi hversu sífellt er verið að draga valdið frá hinum kjörnu stofnunum landsmanna og fela það hverskyns nefndum eða álitsgjöfum sem eiga að sjá um afgreiðsluna af því að það sé svo lýðræðislegt.Það er eins og það sé ekki lýðræði að fá að kjósa sér fulltrúa?
Þetta finnst mér versna með ári hverju. Hæfisnefndir koma í stað ráðherra, og öllu mögulegu er vísað til Háskólans sem úrskurðaraðila, Hæstiréttur er meira og minna óvirkur þar sem búið er að setja honum yfirdómstóla erlendis og svo mætti lengi telja um bullið sem ríður húsum í þjóðfélaginu. Meira að segja kynin eiga nú að vera fleiri en tvö hvernig sem ég kem því heim og saman.
En Davíð skrifar í dag:
Það er betra en ekki að þekkja óvininn
Þingmenn eiga sífellt örðugra með að gera sig gildandi á sínum vinnustað. Það er auðvitað afleitt fyrir þá, og alls ekki eingöngu við þá sjálfa að sakast. Í draumaríki slíkra, þá ganga þingmenn óbeinna erinda þeirra sem kjósa þá. Frá fyrstu stigum heimastjórnar og vel fram eftir öldinni var persónulegt vald ráðherra og þingmanna miklu tilþrifameira en síðar varð. Þá var einnig mjög algengt að ráðherrar gengju beinna erinda fyrir kjósendur sína. Og það var svo sannarlega ekkert ljótt eða spillt við það. Og það var þó ekki splunkunýr veruleiki með heimastjórn, fullveldi og loks lýðveldi.
Okkar mesti maður, fyrr og síðar, Jón Sigurðsson forseti, var eins og útspýtt hundskinn um kóngsins Kaupmannahöfn að sinna stóru og smáu fyrir landa sína, eins og bréfin til hans og frá bera með sér. Vandi núverandi löggjafarmanna er sá að þeir hafa misst frá sér löggjafarþáttinn að mestu leyti. Gengið hefur verið miklu lengra í þá átt en EES-samningur gekk út frá og sjálf frumforsenda hans, margkynnt og ítrekuð, neitunarvald, raunverulegt en ekki plat, hefur ekki verið virt og hafa embættismenn sem að því snúa algjörlega brugðist sínu hlutverki. Gauragangurinn þegar átti að lauma landinu inn í ESB var notaður til að ganga miklu lengra en efni stóðu til og það ekki afturkallað þegar innleiðingin sprakk á limminu. Ríkisstjórnin sem tók við 2013 brást algjörlega verki sínu með sama hætti sem hún vanrækti að skrúfa 100 skattahækkanir til baka.
Ritskoðunarmiðlar kenndir við samfélag
Þeim sem lifa í ömurlegum og þó einkum fátæklegum heimi samfélagsmiðla, sem bréfritari þekkir þó einungis af afspurn, fer óneitanlega fljótt aftur, þar sem, ef marka má lýsingar, að lægsti samnefnarinn í þeirri samveru, verður smám saman helgastur staður í þeim véum.
Fyrir kemur að rekist er á menn, sem ástæða þótti áður til að taka alvarlega, en eru komnir á efri ár og eiga ekki lengur neina aðra viðmiðun en að fá það sem kallað er læk, og þá í stærstum stíl frá undirmálsliði, sem þeir sjálfir hefðu aldrei, í sinni betri tíð, gert neitt með hvort líkaði betur eða verr. Að vonum flýtur hratt undan raunverulegri tilveru fólks sem festist viljandi eða óviljandi í viðmiðunum sem ekki hafa gildi af neinu tagi. Tölvurisarnir sem liðið tengir sig við færa allt sem að fólkinu snýr til sinnar bókar og hún er ekkert smásmíði. Þeir þekkja smekk þess betur en það sjálft. Þeir beina að því efni sem tryggir einhæfan áhuga án þess að um sé beðið. Og fyrir fáeinum misserum tóku þeir sér rétt til að ritskoða, og ákvarða hvort fólk með aðrar skoðanir t.d. í stjórnmálum, eða fólk sem hafnaði furðukenningum eins og að kynjum hefði fjölgað um 20 eða svo, samkvæmt ákvörðun sérvitringa í þeim fræðum, gæti tjáð sig. Nú reynir athafnamaður að leggja fé í Twitter, sem er ritskoðunarapparat af verstu gerð, til þess að tryggja að slíkri ritskoðun verði hætt. Það glittir í skímu í myrkrinu.
Fyrir fáum árum vottaði enn fyrir lýðræðislegu valdi
Fyrsti ráðherrann var með allt vald á sinni hendi. Að minnsta kosti hið pólitíska vald, sem var ekki langt gengið þá. En ráðherrann varð þó að gæta þess hvernig hann færi með það og þar kom til kasta þings. Nú leggjast þingmenn undantekningarlítið gegn því að nokkur maður með lýðræðislegt umboð fái að fara með vald! Þingmennirnir!!? Embættismannastéttin í ráðuneyti þess fyrsta var fámenn og landritarinn einn var næstur honum. Þar með komu fáeinir skrifstofumenn. Þingmenn höfðu þann starfa sinn með öðru og sat þing skamma hríð hverju sinni. Launin tóku mið af því og voru lengst af óveruleg. Jafnt og þétt, allar götur síðar, hefur verið sneitt af völdum kjörinna ráðherra, og hafa þeir margir tekið fullan þátt í því, og jafnvel þótt það flott. Umræðan í þjóðfélaginu hefur iðulega verið öfugsnúin um að með öllum slíkum skrefum hafi lýðræðisþátturinn verið efldur á kostnað valds ráðherra. Enginn veit þó hvernig það gat hafa gerst. Umræðustjórarnir hafi færst inn í fjölmenna háskóla, þar sem alls konar gervivísindi eru talin fræði. Það verður til þess að ýmsir leyfa sér að líta svo á að sífellt fjölgi hálfmenntuðum á kostnað hinna, og örugglega fáum til gagns. Alls konar nefndir umboðslausra eru settar á fót og þar verður þróunin sú, að þótt það lið beri ekki minnstu ábyrgð á nokkurri afstöðu sem þeir taka, þá hafi hinir örfáu umboðsmenn almennings, sem eftir eru, samkvæmt óskiljanlegum galdrakverum skyldu til að lúta vilja hinna umboðslausu, sem búið er að raða saman eftir skrítnu regluverki sem kallar þá til valda! Vandinn er einnig að verða sá að dómstólar hafa nú orðið litla samúð með stjórnarskrá landsins, svo ekki sé talað um óljósan anda hennar, sem er þó þúsundfalt betra hjálpræði en það sem hinir umboðslausu en valdasæknu seilast í. Og við aðstæður eins og þessar er auðvitað hætt við að þar ráði kannski þeir mestu sem verst kunna með að fara
Vörslumenn íslensks öryggis bregðast
Því var lætt inn að það skyldi ekki bannað að Ísland gæti ef það kysi haft hliðsjón af annarra niðurstöðum ef það í hverju falli hentaði þeim. Eftir þessum tryggingum létu menn sig hafa það að opna glufuna, enda tryggja fyrirvararnir að varanleg hætta er ekki á ferð. Þessi fyrirvari var gerður og til þess rík ástæða. Þannig stendur á að stjórnarskrá landsins heimilar ekki innleiðingu á bindandi reglu að þessu leyti. Þess vegna var sérstaka áréttað að að í slíku fælist ekki binding. Vaxandi er íhlutun Mannréttindadómstóls, sem íslenskir dómendur með minnimáttarkennd úr hófi ráða ekki við að hafi verið haft með sem sýnishorn en ekki úrskurðaratriði. Sérstaklega hefur legið fyrir að Ísland hafi undanþágu frá EES-reglum eftir því sem það kýs. (ESB má bregðast við hlutfallslega ef það kýs og ekkert á móti því.) En stjórnmálalegir ónytjungar sem verða sífellt meira ráðandi í íslenskum stjórnmálum telja sér skylt að sinna hlutverki aftanísossa ESB varðandi reglusetningu, þótt það gangi þvert gegn lögum og stjórnarskrá landsins. En þegar til stykkisins kemur ráða sífellt færri íslenskir löglærðir lengur við grundvallaratriði í sinni tilveru og sjónarmið lögfræðinga sem stúderað hafa í lögfræðilegum handverksskólum á vegum og á kostnað ESB, og hafa keypt þar endi allrar lögfræði af þeim toga, um að allar niðurstöður skuli helgast af því sem samrunaferillinn gerir kröfu til. Hinir kláru fyrirvarar, sem sífellt var vitnað til, þegar leiðin til undirokunar var vörðuð, eru skyndilega orðnir aukaatriði sem óþarft sé að horfa til eða muna eftir.
Seminaristarnir, sem smám saman eru taka yfir dómstólana, láta sér vel líka, og eru löngu komnir niður fyrir þann manndóm að telja sig hafa eitthvað með það að gera að gæta sjónarmiða stjórnarskrárinnar. Stjórnarská er ekki höfð til hliðsjónar heldur er hún varðan sem setur endimörk. Stangist ákvörðun eða athöfn þar á, verður því ekki breytt með loðmullu rökleysunnar, eins og svo oft hefur verið reynt.
Þjóð sem hefur þjáðst
Ísland okkar daga er fámennt ríki. Öldum saman var það fátækt og reynslan virtist sýna að ekki mætti ganga út frá að þar mætti brauðfæða nema nokkra tugi þúsunda. Íslendingar höfðu hvergi nema í hjarta sínu rökin fyrir því að landið gæti orðið sjálfu sér nægt og jafnvel ekki þegar best léti, með frambærileg lifskjör við önnur og öflugri ríki. Fólksfjöldi, sem lagði grunn að herveldi, sjóveldi og landrými sem nýta mætti til fulls hafði auðvitað forskot á aðra og hlaut að hafa það.
Galdurinn við að lifa samt og án slíks öryggis, sem of dýru verði yrði keypt, lá ekki á lausu. Á fyrstu árum heimastjórnar og svo fullveldis varð fyrri heimsstyrjöld. Hún reis raunar lakar undir nafni en sú síðari. Íslendingum var stýrt í rétta átt. Þeir horfðu til hafs og vissu ekki hvers var von. Bretar börðust einir við Þýskaland Hitlers, sem var í friðarbandalagi við ríki Stalíns. Það dugði mörgum sósíalistum til að þykja Hitler geðþekkari en þeir höfðu gert ráð fyrir. Bandamenn þekktu hugleiðingu Leníns um að Ísland væri skambyssa sem beina mætti að vild austur og vestur um Atlantshaf.
En Bretland eitt í vörninni átti verkefni sem var brýnast. Það þurfti á öllum vopnfærum mönnum að halda heim að ströndum Ermarsunds.
Roosevelt forseti Bandaríkjanna taldi sig nauðbeygðan til að hafa hlutleysisfána við hún. En forsetinn var í ýmsum efnum bæði blindur á Hitler og Stalín. Dekur hans við Stalín gekk úr öllu hófi og var og er ekki réttlætanlegt, þótt það hafi gjarnan verið reynt. Vanþakklæti Stalíns í garð Roosevelts og hins vestræna heims var hins vegar í stíl. Tilraunir sem fjöldi manns og þar með taldir þeir sem síst skyldu hafa áratugum saman reynt að sanna að Sovétríki Stalíns hafi verið hinn mikli bjargvættur gegn Hitler eru fráleitar og smekklausar fullyrðingar.
Sérstaklega átti hið mikla manntjón þeirra í styrjöldinni að sanna það! Stalín hafði lamað eigin her með geðveikislegum slátrunum á tugþúsundum liðsforingja, sem var hluti af óhugnanlegum manndrápsöldum sem kommúnistar stóðu fyrir á sínu fólki. Stalín trúði því aldrei að friðarsamningabróðirinn Hitler myndi ráðast inn í Rússland, án þess að gera það í floti með öflugum bandamanni. Hann kom í veg fyrir að Sovétríkin byggju sig undir styrjöldina af ótta við að slík skref myndu leiða til þess að Hitler, þvert gegn vilja sínum, myndi telja sig nauðbeygðan að ráðast inn í Sovétríkin! Stalín neitaði að trúa fréttum um innrásina þegar Barbarossa var hafin. Hann hélt áfram að senda her Hitlers olíubirgðir fram á síðasta dag fyrir innrás til að friða hann. Stalínsfræðingar telja að einræðisherrann hafi verið sannfærður um að valdaklíkan í kringum hann myndi láta handtaka hann og skjóta þar sem hann var kominn í felur, þegar mistökin hrópuðu framan í hvern mann. Það kom honum á óvart að þegar þeir fundu hann leituðu þeir ráða hjá honum, svo margreyndir af ótta við alvaldinn.
Rússar eiga ekkert inni hjá Úkraínumönnum
Nú þegar að augun beinast að Úkraínu er fróðlegt að lesa bækur á borð við þá sem Simon S. Montefiore skrifaði um Stalín fyrir 18 árum. Hungursneyð af mannavöldum, sem íslenskir aðdáendur flokksins vörðu lengur en hægt var, og reyndar var óverjandi um alla tíð. Morðæðið sem Stalín fól Krústsjov að halda utan um á fjórða áratug síðustu aldar, þar sem tugir þúsunda voru myrtir í Úkraínu.
Þá var Úkraína hluti af ríki þessara manna og sumir þeirra fæddir í eða nærri núverandi landamærum þar, eins og Nikita Krústsjov sem starfaði í Donbass sem mjög er nú í fréttum. Eftirmaður hans í leiðtogahlutverkinu í Sovéríkjunum, Leoníd Bresnév, var einnig Úkraínumaður.
Tal Pútíns, sem mjög er vitnað til um þessar mundir, að Úkraína sé hvorki land eða ríki heldur óaðskiljanlegur hluti Rússlands, hljómar undarlega.
Með sterkari rökum mætti halda því fram og vísa í tiltölulega nýja sögu, að Þýskaland væri svo nýtilkomið sem slíkt, að erfitt sé að samþykkja það sem sjálfstætt land og ríki, að minnsta kosti af hálfu þeirra sem afskrifa Úkraínu svo auðveldlega.
Hannes Hafstein sendir Jóni Magnússyni áritað
Íslendingar blésu til Þjóðfundar 1851. Þrátt fyrir að ekki væri hægt að tefla fram miklum efnum eða afli var höfuðáherslan á að halda neistanum lifandi, gefa baráttuna aldrei frá sér. Og baráttumönnunum var mikið í mun að halda púðri sínu þurru og gleyma ekki gömlum fyrirheitum. Bréfritari á og þykir vænt um sjerprentun úr Andvara XXVII ári. Nú eru rétt 120 ár frá útgáfu þess. Hannes Hafstein varð ekki fyrsti ráðherrann fyrr en tveimur árum síðar.
En hann sendir sérprentið áritað til Jóns Magnússonar með vinsamlegri kveðju frá Höf. Jón Magnússon varð fyrsti titlaði forsætisráðherra landsins rúmum 10 árum eftir að sendandinn varð fyrsti ráðherra Íslands.
Hannes hefur skrif sín svo: Jafnvel þótt þjóðfundur Íslendinga 1851, sem menn höfðu beðið eftir með svo mikilli óþreyju og svo góðum vonum, færði ekki heim neinn sigur í svipinn, gengi þunglega og endaði bæði snubbótt og ískyggilega, þá er hann þó svo merkilegur viðburður í sjálfu sér og markar svo mikils háttar tímabil í sögu Íslands, að hvorki hann nje þeir menn, sem þar lögðu fram sína beztu krapta Íslandi til heilla, mega fyrnast þjóð vorri. Það er því ljúft og skylt að ryfja upp fyrir sér helztu aðalatriðin, er að þjóðfundinum lúta, nú þegar að hálf öld er liðin frá því, er hann var háður, það því fremur, sem það tímabil, er hann markar, baráttan fyrir innlendri stjórn á Íslandi, er enn ekki á enda, en gæti nú loks orðið farsællega til lykta leidd, ef þjóðin er ekki fallin frá þeim hugsjónum, sem þá vöktu í hjörtum forvígismanna hennar, enda er tilefnið til þjóðfundarins og þeirra vona, sem menn höfðu til hans, samskonar eins og nú er til vonanna um sigur að lokum. Það var sigur frelsishreyfinga og framsóknar yfir einræði og úreltu afturhaldi hjá bræðraþjóð vorri, Dönum, er vjer áttum rétt á að vænta góðs af, einnig að voru leyti.
Þá eins og nú voru tímamót fyrir Ísland. Hefðu fulltrúar þess þá ekki staðið fastir, eins og þeir stóðu, með stilling, gætni og þolinmæði, ef þeir hefðu slakað til af bráðlæti eða ístöðuleysi, beygt sannfæring sína eftir skoðun útlendra manna á rjetttindum þjóðarinnar eða látið stundarhagsmuni eða tortrygni glepja sér sýn, þá væri Ísland vissulega ekki komið það á veg, sem það er komið, þrátt fyrir allt. Ísland væri þá ekki til sem sjerstakt þjóðland með sjerstökum landsrjettindum, heldur væri það stjórnskipulegur skækill af Danmörku, líkt og Færeyjar; alþingi væri þá ekki löggjafarþing, heldur í hæsta lagið ráðgjafarsamkoma undir ríkisþingi Dana, og þjóðin enn þá ómyndug yfir fje sínu, óráðandi öllum bjargráðum sjálfri sér í hag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Bestu Þakkir fyrir þessa fróðlegu og upplýsigar fullu greinar þinnar. Við sem teljúmst muna tímana tvenna ofbýður afturförina sem orððin er fyrir landið okkar og landsstýringu.
Óneitanlega kemur uppp í hugann hvort þjóðarleiðtogar hafi það til að bera að geta rekið landið okkar með þeim hætti sem vera ætti. Mikið vantraust er ríkjandi gegn þeim sem fara með valdstjórnina. VNTRAUSTIÐ SKAPAST AF SPILLINGU OG HROKA VALDHAFANA. Fyrri tíð var eflaust betri þá voru ýmsar leiðir opnar fyrir landið til framtíðar séð, en því miður hafa hæfileikalitlir þing og ráðamenn klúðrað tækifærum sem sem ekki verða endurheimt. Bkv.
Eðvarð L.Árnason (IP-tala skráð) 23.4.2022 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.