Leita í fréttum mbl.is

Lausn á kvótamálinu ?

Það er mikið notað sem röksemd fyrir kvótakerfinu að nú eigi kvótann menn sem hafa keypt hann á markaði. Það eruðvitað rétt. Nú þegar blasir við að þarf að minnka kvótann verulega, þá hefur heildarverðið rýrnað og hlutur hvers og eins.

Ef ráðherra tæki nú þessa stofnun sína Hafró einu sinni hátíðlega og gerði nú einu sinni eitthvað raunhæft fyrir þorskinn, léti hann njóta vafans og skæri kvótann niður í 60000 tonn eða minna. Þá kæmi nú hljóð úr horni, þetta væri hætt að borga sig osfrv.  menn yrðu að komast útúr kerfinu , byggðirnar væru að farast.

Verð á kvótanum myndi trúlega lækka þar sem þorskveiðar á stórskipum myndu minnka verulega. Gætu menn þá ekki boðið Seðlabankanum að innleysa kvótann fyrir sanngjarnt verð .

Þanig kæmist kvótinn aftur í eigu ríkisins eins og margir vilja. Ríkið gæti þá sent byggðakvóta til Bolungavíkur og Flateyrar.  Þannig er hægt að komast útúr þessu kvótakerfi aftur á ódýran hátt, fá þjóðina kaupa eign sína marglofuðu til baka og borga kvótagreifunum með pappír eftir nánari úrfærslu. Eða hvað ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband