12.7.2007 | 23:37
Lifi Lúpínan !
Hann Hákon Bjarnason skógræktarstjóri hefði orðið 100 ára á morgun.
Sá maður gerði margt fyrir þetta land sem sumir þeir yngri hafa ekki hugmynd um. Þegar hann hóf störf var landið næsta nakið. Urð og grjót voru það sem blast við á holtunum í kringum Reykjavík og í Esjuhlíðunum. Birkikræðurnar í Hljómskálagarðinum náðu ekki metra á hæð eftir áratugi í næðingnum. Það voru stöku húshá tré í gömlum görðum í Reykjavík. Það kostaði Hákon átök að varðveita síðustu leifar af birkiskógum landsins, sem voru að étast og blása upp.
Hákon breytti þessu öllu. Hann vakti þjóðina til umhugsunar. Hann var trúboði sem fór um landið og flutti vakningaræður og sýndi myndir frá öðrum löndum sem dæmi um hvað gæti orðið hér. Og þetta gerði hann utan vinnutímans og án þess að fá greidda yfirvinnu. Margir sauðspekingarnir sögðu hann vitlausan, hann ætlaði að rækta eldspýtur á Íslandi og þaðanaf gáfulegar lýstu beitarhúsamenn vizku sinni um landnytjar.
Nú horfir maður yfir höfuðborgina, þar sem stórskógur gnæfir upp við flest hús. Alaskaöspin ,sem Hákon kom með, hefur breytt landinu okkar úr berangri í gróðurvinjar. Útlendingar stara agndofa á bæinn. Er þetta mögulegt hér á hjara veraldar ?
Eyðisandar eins og Mýrdalssandur voru stórhættulegir yfirferðar ef hreyfði vind. Ég græt enn Benzann sem ég eyðilagði gersamlega með því að asnast við að flýta mér yfir. Nú aka menn þar yfir í skjóli Alaskalúpínunnar, Bieringspunstsins og Kerfilsins án þess að hætta á að eyðileggja bílana sína.
Mér finnst það alltaf eitthvað það besta sem Hákon gerði var að koma með Alaskalúpínuna til landsins. Þessi magnaða jurt hefur breytt örfoka löndum í gróðurvinjar. Þessi nýbúi Íslands ætti að að bera sæmdarheitið "Þjóðarblóm Íslands" fremur en nokkur önnur jurt. Þessi himinbláa breiða, sem bylgjast í blænum þar sem áður voru klungrin ein, gefur manni trú á mátt íslenzkrar moldar og það að landið okkar geti verið besta land í heimi ef við ræktum það vel og gætum þess og þjóðarinnar. Nokkuð sem fáir trúðu að gæti verið mögulegt í mínu ungdæmi, svo hrikaleg var eyðimörkin allt um kring.
Íslenzkir áhugamenn um landgræðslu og skógrækt ættu að reisa Hákoni Bjarnason styttu í Asparlundi vörðuðum af stórum Sitkatrjám með lúpínubreiður allt í kring.
Hann var í mínum augum einn besti sonur Íslands, sem trúði á landið sitt og að menningin yxi í lundum nýrra skóga. Hann var líka maður fólksins í beinum skilningi. Hann var Johnny Appleseed þessa lands. Það sem hann kenndi fólkinu er orsök þess sem við sjáum í dag allstaðar á landinu. Nýja skógarlundi, nýjar gróðurbreiður. Vegna hans mila uppeldisstarfs leggjast svona margar hendur á eitt.
Allt niðurrifsfólk landsins mun aldrei hafa orku í það að eyðileggja allt það sem hann áorkaði fyrir þjóðina. Til þess er það bæði of fátt og of latt sem betur fer. Þetta lúpínueyðingarnöldur vil ég flokka með sjálfum mér sem óvitahjal og segi eins og Bruno á bálinu. Ó þú heilaga einfeldni. Mér finnst það fólk eiga bágt, sem finnst eyðimörkin vera þjóðlegri verðmæti en uppgrætt lúpínuland.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Heyr, fyrir þér sem oftar; verkfræðingur góður ! Lítilsháttar moldrok gjörir þó enn, umhverfis Hafursey, í þurrviðri; þá hvessir, en....... hvílík bylting samt, að fara um Mýrdalssand, í dag.
Lengi lifi minning Hákonar Bjarnasonar. Man eftir honum, í ýmsum spjallþáttum sjónvarpsins, eldhugi mikill.
Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 00:07
Sæll Halldór.
Þar sem þessi færsla þín kom inn sem athugasemd á síðuna mína, langar mig rétt aðeins að leggja orð í belg.
Þú beitir þeirri röktækni að kalla þá niðurrifsmenn og skilningsvana einfeldninga sem vara við afleiðingum þess að setja ágengar jurtir á borð við lúpínu og kerfil ofan í viðkvæmt íslenskt gróðurlendi. Mér er skapi næst að svara ekki svona offorsi - en málefnisins vegna get ég þó ekki látið alveg kyrrt liggja.
Allir geta verið sammála um gagnsemi harðgerra og hraðvaxta jurta í örfoka landi og gróðursnauðu. Enginn hefur lastað slíkt starf, mér vitanlega.
En þegar menn sjást ekki fyrir í "gróðurvernd" sinni og reyna sjálfir að skapa ein náttúrugæði með því að útrýma öðrum - þá er ástæða til þess að staldra við og kalla eftir stefnu eða fyrirhyggju.
Sjálf sé ég enga fegurð í fjólubláum breiðum um öll holt og móa umhverfis Reykjavík, þar sem fyrir var íslenskur lággróður, mosi, berjalyng og ýmsar jurtir. Íslenska grjóturðin á líka rétt á sér - og hún verður ekkert fallegri við það þó lúpínan skríði þar milli steina. Hinsvegar gleður mig að sjá þegar lúpínan breiðir úr sér á svörtum söndum, þar sem enginn gróður var fyrir. Ekki vegna þess að sandurinn sé ekki fallegur - heldur vegna þess að ég á það sameiginlegt með mörgum, að óttast uppblástur.
Það er með þetta eins og eldinn - við viljum verma okkur við hann, en þurfum auðvitað líka að hafa stjórn á honum. Lúpína og kerfill eru best í hófi.
Með góðri kveðju,
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 13.7.2007 kl. 16:50
Ólína: Við Hvaleyrarvatn í landi Hafnarfjarðar voru fyrir rúmlega hálfri öld örfoka grýttir melar, með einstaka grónum torfum sem biðu örlaga sinna, þ.e. uppblásturs. Rofabörðin voru ljót. Þarna sáði Hákon lúpínu í melana og blessuð lúpínan var ekki lengi að græða þá upp. Ég hef fylgst með þessu svæði nánast frá fyrstu dögum landnáms lúpínunnar og tekið eftir því að hún heldur sig við melana, en lætur grasi og lyngi vaxnar torfurnar í friði. Ég skoðaði landið síðast í gær og leyndi það sér ekki.
Þarna er nú gjörbreytt land. Mikill og fagur skógur, veðursæld og fuglalíf. Lúpínan er búin að vinna sitt verk og víða horfin.
Ég er sammála þér að skógarkerfillinn er hvimleiður og ljótur, en lúpínuna þykir mér vænt um.
Ég hef einnig fylgst með því mikla gagni sem lúpínan hefur gert á Haukadalsheiði. Þaðan kom mikið moldrok um daginn, en það var þó aðeins svipur hjá sjón miðað við moldrokið fyrir nokkrum áratugum.
Bestu kveðjur,
Ágúst H Bjarnason, 14.7.2007 kl. 12:08
Takk fyrir þetta Ólína. Ef maðurinn bjó til íslenzka grjóturð úr gróðurlendi, hvort á meiri tilvistarrétt í landinu, urðin eða hið horfna gróðurlendi ? Holtin kringum Reykjavík eru þannig til orðin.
Það dettur mér ekki í hug að kalla þig einfeldning eða niðurrifsmann. Ég vil bara fá þig til að ljúka upp augunum þínum. Ef þú sérð ekki fegurðina í lúpínubreiðunum núna þar sem áður var tómt grjót og urð með stöku Jakobsfífli og brönugrasi, þá er mér það nokkuð áhyggjuefni, -þín vegna.
Ég veit ekki til þess að lúpínan hafi útrýmt öðrum gróðri á grónu landi. Þar sem gróður er að hörfa hvort eð er og landið er að blása upp þá fer lúpínan í sárin. Oft má finna gömlu torfurnar innan í bláu breiðunum.
Hvaða afstöðu hefur þú Ólína mín til áformanna um að höggva öll barrtréin upp á Þingvöllum svo að svæðið megi komast á heimslista SÞ ? Finnst þér barrtréin menga Þingvelli ? Finnst þér þetta rétt ?
Takk fyrir þínar athugasemdir Ágúst frændi, við vorum jú báðir að skoða þetta land á föstudaginn. Þar getur maður séð hvernig "íslenzkt" gróðurlendi myndast innan í lúpínunni, sem heldur á vit nýrra stórvirkja annarsstaðar. Það væri gaman að fá Ólínu með okkur þarna suðreftir. Þar held ég að blindir geti fengið sýn og haltir gemgið á ný.
Ég man landið eins og það var eins og þú Ágúst og ég held að Hákon hafi valið það þessvegna sem verkefni af því að ljótara land var varla til. Hann vildi sýna í verki það sem hann prédikaði. Að hendur mannanna gætu endurheimt landið úr höndum rányrkjunnar á undraskömmum tíma. En Hákon Bjarnason var fyrstur vísindamanna til að gera sér grein fyrir áhrifum búsetunnar í landinu á gróðurfar þess og hvetja menn til að láta sér segjast.
Halldór Jónsson, 16.7.2007 kl. 00:26
Halldór Jónsson, 16.7.2007 kl. 00:35
Sannkallað þjóðarblóm !
Halldór Jónsson, 16.7.2007 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.