Leita í fréttum mbl.is

Grein í Þjóðmál

 

Þessi grein kom í nýjasta hefti Þjóðmála. Fyrir þá sem ekki lesa það ágæta rit set ég textann hér inn

fyrir þá sem nenna að lesa.


Um innflytjendur.


Þegar rætt er um flóttamenn birtast í hugum okkar hinna eldri gamlar myndir af Þjóðverjum 1945. Allslausu fólki á flótta undan hersveitum Rússa .Þennig er mynd okkar af flóttamanni sú, að um sé að ræða fólk sem er að forða sér frá bráðri lífshættu frá grimmilegum óvini. Svo háttar yfirleitt til í veröldinni, að gnægð er af fólki, sem uppfyllir þessi skilyrði.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Íslands hefur sagt að við Íslendingar berum sérstaka ábyrgð gagnvart slíkum flóttamönnum frá Írak, af því að við hefðum staðið að hernaði gegn þeim. Þaðan hafa nú flúið á aðra milljón manna. Og margir munu þar vera sem vildu flýja ef þeir gætu. Morgunblaðið hefur skýrt frá því, að 5 milljónir Súdana séu nú flóttamenn í eigin landi. Þetta er nýstárleg skilgreining og þarfnast nánari athugunar.


Eru Kúbverjar nú flóttamenn í eigin landi eða eru þeir fangar Castros ? Voru Þjóðverjar flóttamennn í eigin landi í heimstyrjöldinni eða aðeins fangar Hitlers ?


Hingað eru að koma svonefndar „flóttakonur“ frá Kólumbíu. Örugglega tilheyrir þetta fólk ekki hinum opinbera 200.000 manna flóttamannahópi, sem Flóttamannastofnun S.Þ. skilgreindi sem slíka árið 2006. En í þeim hópi hafði orðið stórfjölgun frá árinu áður.

Mér er allsendis ókunnugt um hver á upptökin af komu þessara kvenna til Íslands. Enn síður veit ég hvernig þær eru útvaldar, eftir hvaða mælistiku né hver sjái um valið.

Ég hef heyrt, að hingaðkoma þessara kólumbísku kvenna sé fyrir einkaframtak áhugakonu um málefni S.-Ameríku. Getur það verið, að stöku- áhugafólk um einstakar þjóðir geti haft slík áhrif á innflytjendamál á Íslandi? Getur svo enn annað fólk komið sér upp einkastarfsemi, sem byggist á síauknum innflytjendafjölda eins og forstöðumaður Alþjóðahússins okkar gerir ?.



Kólumbía er lýðræðisríki með margt á pari við Íslendinga, t.d. fjölda farsíma osfrv. Þar er mikill iðnaður, bæði textiliðnaður, sementsframleiðsla, olíuiðnaður og glæsilegur byggingariðnaður. Margar borgir í Kólumbíu eru með þeim glæsilegustu í heimi. Kólumbía er í 28. sæti þjóðartekna í heiminum. Þar er blómlegur ferðamannaiðnaður og má til dæmis lesa ferðasögur Íslendinga frá landinu á netinu. Þeir láta mikið af landinu, fegurð þess og viðmóti fólksins. Lífið í Medellín líkar þeim hið besta þó okkar fjölmiðlar hafi ekki getið þess að í þeirri borg væri annað en blóðugir eiturlyfjabarónar. Kólumbía er ferðamannaland, sem Íslendingar ættu að kynna sér nánar. Þjóðartekjur eru hinsvegar mun lægri í Kólumbíu en hér á landi þar sem mikill fjöldi índíána lifir við fornaldarskilyrði og vilja ekki annað. Meðaltekjur eru þó á sjöundaþúsund bandaríkjadollarar, sem er hátt miðað við t.d. Afríkulöndin. Vinnu virðast flestir geta fengið sem á annað borð geta eða vilja.




Nú sækjum við Íslendingar hóp kvenna til Kólumbíu og kynnum þær fyrir þjóðinni sem flóttamenn. . Er ekki eitthvað bogið við þetta ? Er eitthvað að flýja frá Kólumbíu nema eigin örbirgð ?. Hvað eru þessar konur og einstæðar mæður frá Kólumbíu að flýja? Pólitískar ofsóknir? Styrjaldarástand? Ekkert af þessu á við. Mér finnst að við Íslendingar móðgum þessa þjóð með því segja frá því að við séum að taka opinberlega við flóttamönnum frá þessu lýðræðisríki.


Kólumbía er frjósamt land og þar vex flest sem arð gefur. Líka kókaplantan, sem mestan arðinn gefur af þeim plöntum, sem nú eru ræktaðar í heiminum allt frá Afganistan til Andesfjalla. Hvað á fátækt fólk að gera sér til bjargar? Bush Bandaríkjaforseti reynir að kaupa stjórnmálamenn í Kólumbíu til að brenna akrana. En borgar svo lítð utan biflíusproks og hefðbundins lýðræðishjals, að fólkið velur fremur það sem í magann má láta.


Hverjir skyldu vera bjargvættir litla mannsins í Kólumbíu? Kókaínsalarnir auðvitað. Alveg eins og AlCapone var veitull menningarsinni í Chicago á bannárunum, þá verða þeir vinsælir af alþýðu því þeir veita verðmætum inní samfélagið og gera opinber góðverk. Alveg eins og íslenzkir stjórnmálamenn gera þegar þeir kaupa til dæmis nýja Grímeyjarferju fyrir peninga frá fólkinu sjálfu. Það verða því skiljanlega stjórnmálaátök um slík efnahagsmál og klögumálin ganga auðvitað á víxl bæði hér og þar. Kólumbía er fjölmennt ríki, , 45 milljónir manna og landið sjálft er ellefu sinnum stærra en Ísland. Fáfræði og fátækt er meðal frumbyggja landsins og eru þeir ekki öfundverðir. En landið og fólkið er frjálst og geta menn borið það saman við Kúbu, þar sem hvorugt er og allir eru jafn fátækir nema glæpamennirnir í stjórnarráðinu og svo hinir á götunum.

 

Þessar Kólumbíukonur eru því líklega fremur að flýja fátæktina heima hjá sér heldur en pólitískar ofsóknir. Vissulega eru Kólumbíumenn einnig í nokkrum vanda vegna blómlegrar

eiturlyfjaverslunarinnar, sem stjórnvöld geta eða vilja ekki uppræta. . Þótt hér á landi sé ekki um að ræða manndráp í stórum stíl erum við Íslendingar opinberlega ekki síður ráðþrota gagnvart okkar eiturlyfjalýð og leyfum þeim að vaða uppi mótspyrnulítið. Enda líka hérlendis um stóratvinnuveg að ræða sem margir græða á. Áreiðanlega hafa þó líka margir flúið land undan handrukkurum eiturlyjabarónana okkar sjálfra.



Hvað eru þá skilgreindir og raunverulegir flóttamenn yfirleitt að flýja? Erlent innrásarlið í landi sínu? Vopnuð átök pólitískra glæpamanna (les stjórnmálaflokka), eigin landsmanna? Arðrán, kúgun og afleidda örbirgð af hálfu þessara sömu afla? Hvort sem þau kallast Talibanar, Hamas, Skínandi Stígur, Fatah eða kommúnistaflokkur Castros, deyr saklaust fólk sem afleiðing af óvægnum hugsjónum annars fólks. Ég get alls ekki fundið til einhverrar ábyrgðar gagnvart slíkum uppákomum. Ég ræð engu um orsök né afleiðingar hegðunar glæpamanna um víða veröld. Ég get ekki tekið að mér að bæta fyrir fyrir hegðun fólks sem ég skil ekki og ekki skilur mig..


Vissulega er ástæða til að hafa samúð með fólki sem býr við fátækt og ömurleg lífsskilyrði. En dæmið er svo stórt að engin getur náð yfir það með sinni samúð.Það eru milljónir og aftur milljónir manna á þessari jörð, sem búa við þvílíka örbirgð að íslenzkur útigangsmaður lifir í allsnægtum miðað við það. Mikið af örbirgðinni er beinlíns afleiðing af gjörðum glæpamannanna, sem fara með illa fengin völd í ríkjunum. Getum við Íslendingar ekki gert okkur ljóst, að við getum ekki leyst vandamál heimsins, jafnvel þó að við gefum upp allt landið okkar Ísland og allar veraldlegar eigur með?



Valdaræninginn Mussarev í Pakistan eyðir 47 sinnum meira í herinn heldur en í heilbrigðismál í landinu og hann nýtur sérstaks velvilja lýðsræðissinnanna í Bandaríkjunum Stjórnarherrarnir í Eþíópíu eyða tífalt meira fé í byssur og skot til að drepa eigin þegna með heldur en að stuðla að langlífi þeirra. Vitleysingurinn Mugabe í Rhodesíu veldur þegnum sínum ólýsanlegum þjáningum með hugsjónum sínum. Berum við þá ekki siðferðilega ábyrgð á gerðum hans þar sem við fordæmdum Ian Smith á sínum tíma? Eigum við að sækja flóttamenn frá þessum löndum ? Þar er þó einhver neyð til að flýja frá.


Af hverju tekur Lichtenstein ekki á móti innflytjendum eða flóttamönnum. En selur efnafólki ríkisfang í staðinn ? Hvernig eigum við Íslendingar að leysa öll vandamál heimsins, sem margfaldast á hverjum áratug með stjórnlausri fólksfjölgun jarðarbúa?


Hversvegna er er Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra að ferðast um í útlöndum og bjóða flóttamönnum á íslenskan sósíal? Er það í skiptum fyrir sæti fyrir Ísland í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna? Hversvegna sækjumst við eftir slíku sæti þegar við getum ekki einusinni tryggt öryggi eigin borgara í höfuðborg eigin lands?


Hversvegna viljum við endilega búa til sömu vandamál á Íslandi og Danir og Stór-Svíarnir eru búnir að gera hjá sér? Hvað þá þýzkir með Tyrkina? Viljum við virkilega fá söfnuði múhameðskra Araba hér á landi, sem verða eins sjarjaþenkjandi gegn hinu nýja föðurlandi eins og arabisk-nýdanski þingframbjóðandinn í shadornum, sem vildi láta drepa danska hermenn í Írak og Afganistan?


Mér finnst að Íslendingar eigi að velja þá innflytjendur vandlega , sem við kærum okkur um, Velja fremur fólk, sem líkist okkur og er líklegt til að samlagast okkur. Velja að það sé bæði menntað og heilbrigt og af menningarstigi, sem getur heldur bætt okkar eigið. Við höfum ekkert að gera við súdanska stríðsmenn eða arabiska vígamenn hingað. Slíkt fólk verður bara til vandræða. Ómenntað fólk frá örbirgðarlöndum á heldur ekkert annað erindi við okkur en að sjúga íslenskar skattkýr. Við eigum alveg nóg með okkur sjálf og margt er okkar samfélagi til stórrar skammar, sem ekki batnar ef við þynnum stórkostlega út mann- og þjóðarauðinn. Svo finnst mér að við hljótum líka að bera einhverja ábyrgð gagnvart landinu okkar, menningarsögu og framtíð afkomendanna. Ein kynslóð Íslendinga ætti ekki að geta gefið landið frá sér til frambúðar, hversu blinduð hún er af eigin ágæti..


Innflytjendur eru ekki safnorð. Sumir innflytjendur eru æskilegir en aðrir eru það alls ekki. Og fyrir alla muni hættum að telja alla farandverkamenn efnivið í Íslendinga. Það eru forréttindi að vera Íslendingur og með það ríkisfang ber að fara af ítrustu sparsemi og yfirvegun. Fólk á að geta komið hingað og unnið svo lengi sem vinnu er að hafa. Svo getur fólkið bara farið heim aftur nema það vilji endilega samlagast okkur og sé reiðubúið að semja sig að okkar lögum, siðum og menningu.


Mér finnst að við Íslendingar eigum að hugsa jafn vel um auðlindina íslenzkt þjóðerni og þorskkvótann. Hinu fyrrnefnda er hægt að tapa endanlega með fíflaskap.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Takk fyrir greinagóðan pistil.

Sérlega er umhugsunarvert niðurlag hans um auðlindina tæru.

einnig mætti benda á, að heimsmenningunni er miklu mun erðmætara, að við HÉLDUM okkar sérkennum en töpuðum þeim.

ÞAð er viðurkennd staðreynd, að svona ,,gömul" menning lítið breyttt, er gersemi á alþjóðamælikvarða.

SVo er rétt að benda á þá staðreynd, að ekki síður væri hægt að flytja inn ,,flóttamenn" frá BNA hvar mjög mikil fátækt og eymd er í flestum borgum þar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 17.9.2007 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband