Leita í fréttum mbl.is

Bravó fyrir Gulla !

Loksins gerði Gulli heilbrigðisráðherra það sem menn biðu eftir. Lagði niður framkvæmdanefndina um þetta Hátæknisjúkrahús  sem  Davíð Oddsson tók skyndilega að tíðræða.  Mikið húsnæði er sagt hafa  losnað fyrir starfsemi Blóðbankans við þessa aðgerð, en þar er sagt að nefndin hafi sest að og haldið sig ríkmannlega.

 Vonandi finna Alþingismenn sér eitthvað þarfara að gera í heilbrigðismálum en að byggja nýjan steinkassa utanum málaflokk  sem Alþingi hefur ekki til þessa ráðið við að reka. Þingmennirnir  bjóða sífellt meiri og betri þjónustu við borgarana, sérdeilis fyrir kosningar. En þykjast svo ekkert skilja  í því í fjárlaganefnd,  að þjónustan kostar verulega meiri peninga en þeir eru að slemba í hana, hvað svo sem rekstrarreynsla síðustu ára segir. Svo horfa þessir sömu menn  aðgerðalausir ár eftir ár á lyfjaeinokunina og  samkeppnisleysið í læknastétt.    

Apropos Davíð Oddsson. Af hverju er hann sífellt að senda pólitískar yfirlýsingar úr Seðlabankanum sem hljóta koma Geir Haarde illa og draga úr trúverðugleika stjórnarinnar ?  Ef hann sem embættismaður getur ekki haldið sig á mottunni hvað þetta varðar og áttað sig á því, að hann er ekki lengur formaður flokksins né forsætisráðherra, heldur bara venjulegur blýantanagari á framfæri ríkisins,  þá finnst mér að eigi að fjarlægja hann úr bankanum svona rétt eins og gert var með Alfreð Þorsteinsson úr framkvæmdanefndinni.  Og hugsanlega væri líka alveg nóg að hafa þar einn bankastjóra og spara eitthvað uppí skúringakostnað á spítölunum.   

Skipstjóri verður að fá frið til að stýra skipi sínu án þess að hásetarnir séu sífellt að skipta sér af því. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 1094
  • Sl. viku: 5812
  • Frá upphafi: 3188164

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 4926
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband