26.10.2007 | 21:06
Hversvegna sækja klárarnir þangað sem þeir eru kvaldastir ?
Ég hef verið að gjóa augunum á þessa umræður um það að skylda presta þjóðkirkjunnar til að gefa saman homma og lesbíur. Þó ég sé ekki mikill kirkjunnar maður, hvað þá hinsegin, þá finnst mér alltaf gaman að fara í kirkjubrúðkaup eins og ég þekki þau, þ.e. normal athafnir, ef ég má segja svo. Ég held að mig langi ekkert í að mæta í hinsegin brúðkaup, ég er svo mikill tréhaus að ég er fastur í því venjulega fjölskyldumunstri sem maður er alinn uppí.
Gunnar vinur minn í Krossinum hefur verið ómyrkur í máli um það, að kynvilla sé andstyggð í frá sjónarhóli biflíunnar. Þetta tvennt fari ekki saman. Ég velti þá fyrir mér, hversvegna þetta fólk vill endilega láta trúaða framkvæma athafnir sem þeim eru á móti skapi ? Vilja þeir neyða Gunnar til að éta sínar skoðanir ofaní sig og blessa kynvillu í eigin söfnuði ? Eða láta Jón Val éta ofaní sig og samþykkja þeirra sýn á lífið ?
Af hverju vilja hommar og lesbíur endilega þrengja sér inní þau musteri sem mörgu fólki eru heilög.? Neyða prestagreyin til að tala sér þvert um hug ? Geta samtökin 78 ekki fundið einhvern prestlærðan í sínum hópi til að fremja slíkar athafnir í nafni Guðskristni ? Mega hinir sem hugsa svipað og Gunnar í Krossinum ekki vera stikkfrí ?
Ég vil svo taka fram, að ég hef kynnst hinum mestu gullkarakterum í hópi kynvilltra og bundist þeim miklum vináttunböndum. Kynhegðun hefur ekki neitt að gera með mannlegt líf að öðru leyti, þetta er ekki síðra fólk en annað og áreiðanlega margt betra en ég.
Þessvegna vil ég hvetja þetta ágæta fólk til að koma sér upp eigin söfnuðum og prestum en hætta að svekkja þá söfnuði sem ekki vilja hafa slíkt hjá sér. Ég held að allir yrðu sælli þannig og sambandið gæti bara batnað. Biskupsefni samkynhneigðra hlýtur að mega finna einhversstaðar hérna þar sem ekkert virðist skorta á hinsegin preláta víða um lönd ef marka má fréttir.
Og svo þetta með nýja þýðingu biflíunnar. Var gamli textinn rangur ? Er búið að leggja skakkt út af Guðsorðinu allan þennan tíma ? Verður þetta í lagi núna ? Eða verður þýtt aftur og öðruvísi ?
Og hver á rétta frumtextann ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
fiski
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
jvj
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Rétti frumtextinn á rangt þýddu stöðunum í Pálsbréfunum er til, hann er prentaður í öllum útgáfum gríska Nýja testamentisins og enginn textaágreiningur þar í þeim versum. --
En varðandi sáttatillögu þína ... "allir yrðu sælli þannig og sambandið gæti bara batnað," segirðu. Hvílík bjartsýni. Þeir óbilgjörnu í samkynhneigðraliðinu munu halda áfram eins og rjúpan við staurinn að þvinga kirkjuna eins langt og mögulegt er, enda gengur þeim naumast velvild til í garð kirkjunnar og trúararfsins. Sannaðu til, Halldór minn.
Jón Valur Jensson, 26.10.2007 kl. 21:22
Jón Valur Jensson guðfræðingur og þýðandi gömlu tungumálanna er með ágæta samantekt um þýðingarvillurnar á þessari slóð :
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/342362/
Hjörtur Magni í Fríkirkjunni á hlaupum í popularismanum í þeirri viðleitni að stækka söfnuð sinn og tekjur, hefur sett kíkinn á blinda augað gagnvart "köllun" sinni í að vera Guði sínum trúr í boðun sinni. Hann býður homma og lesbíur velkomna í söfnuð sinn og býður þeim blessun í bak og fyrir. Vafalaust getur forma'ur samtakanna 78 boðið sig fram til byskupskjörs innan þess safnaðar og unnið sigur, ef eitthvað er að marka malanda Hjartar Magna.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.10.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.