Leita í fréttum mbl.is

Heimskan sigrar yfirleitt

 

Nú á að fara að rífa "Andraskýlið " (sá sem byggði það var Andri heitinn Heiðberg ,frumkvöðull í þyrluflugi) því að Háskólinn í Reykjavík er að fara að byggja þarna ofan í brautinni N-S.

Þetta er rothöggið á flugvöllinn. Það er útilokað að þetta tvennt þrífist saman.Annaðhvort verða nemendurnir svo uppteknir við að horfa á flugvélarnar , að þeir fá athyglisbrest og falla á prófunum eða þeir skjóta sér bak við hávaðaáreiti og mengun  við námið þegar þeir falla.

R-lisinn hóf þennan dans um að eyðileggja flugvöllinn með þessari fáránlegu lóðaúthlutun til HR.  Íhaldið með gamla góða Villa í broddi fylkingar innsiglaði þetta í stað þess að rifta þessu.

Villi sagði fyrir kosningarnar að völlurinn yrði kyrr ef ekki finndist gott flugvallarstæði í Borgarlandinu. Margir trúðu honum og kusu ekki frjálslynda flokkinn þessvegna. ég hugsa að einhverjir iðrist beiosklega.

Ég er persónulega steinhættur að syrgja fall íhaldsmeirihlutans í Reykjavík.  Hann var ómögulegur í málefnum flugvallarins hvort sem var, hrár og soðinn í senn,  og ekkert að marka hann.

 Þeir sem við tóku eru varla verri nema þeir séu betri að því leyti, að  þeir geta akkúrat ekkert gert meðan Margrét Sverris heldur þeim í gíslingu.  En hún er eini vallarvinurinn í borgarpólitíkinni sem vitað er um og má treysta.

En þetta er vonlaust með Reykjavíkurflugvöll til lengri tíma litið. Heimskan hefur jafnan sigur í mannheimi og því fer sem fer.  Hvort foringinn hét   Kleón sútari  eða eitthvað nýtízkulegra skiptir ekki máli.

Svo hversvegna ekki bara loka vellinum strax. ?  Patterson flugvöllur bíður okkar . Þar er nóg pláss til að byggja öll þotuflugskýli og einkaflugskýli,  sem og önnur nauðsynleg mannvirki. Þarna er einn bezti flugvöllur landsins. Það er lítið mál að gera hann flkughæfan og minna mál en allt annað sem misvitlausir menn hafa nefnt og jafnvel skrifað langar skýrslur um.

Hypjum okkur bara burt með flugið og skiljum allt miðbæjaríhaldið. sveitakommaliðið og  framsóknargengið  og alla ráðleysingjana í borgarstjórn Reykjavíkur eftir í miðbæjarfnyknum. Verði þeim bara að góðu.  

Það er framtíðin sem skiptir máli fyrir flugið.  Hún verður greinilega ekki í Reykjavík úr þessu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fín grein hjá þér frændi.

Ágúst H Bjarnason, 10.11.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála fyrstu færslu. Halldór er alltaf ferskur.

Sigurður Þórðarson, 17.11.2007 kl. 11:27

3 Smámynd: Guðrún Hulda

AMEN fyrir því

Guðrún Hulda, 21.11.2007 kl. 17:02

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Elsku besti Flugvélafóstri.

Ég orðaði þetta svo, að eins og með Breska Heimsveldið, væri með Vatnsmýrarvöllinn, það vinnur enginn sitt dauðastríð.

Þrátt fyrir hver heimskupörin af öðrum, svo sem færslu Hringbrautar og samþykkt að aðeins EITT Bráðasjúkrahús skyldi í Rvík, og það í samgöngulega einangruðum borgarhluta (tvisvar á sólarhring í tvo tíma í senn), ---þ´amun það re´tt hjá þér, ----menn verða að afleggja vallarómyndina og munu margir kætast vegna þess, afkomendur góðra íslendinga, sem þoldu illa yfirgang Breta í Rvík og bröltinu í kringum það allt.  Undirlægjuhátt okkar við þá og valdhrokann sem þeim fylgdi.

Patterson völlurinn er vel í sveit settur og ekki tiltökumál, að leggja brautir þar ofaná þær sem fyrir eru og þá jafnvel nota eitthvað af aukaorkunni til að hita upp brautirnar, þannig að ekki þurfi eins mikið af koníakki til hrímeyðingar.

Annars.  Helvíti varst þú flottur á myndunum frá stórafmælum ykkar Gunnars Birgis.

Það er auðsætt, að þarna fara pólitískir refir og menn sem láta verkin tala.

Innilega til hamingju með áfangann.

Þinn vinur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 22.11.2007 kl. 11:52

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Bjarni. Já, ekki vann hann Steinn sitt dauðastríð. Tjallinn er hinsvegar langt til búinn að fremja sjálfsmorð með innflutningi óþjóða, sem nú menga Bretland svo mjög að venjulegu fólki hryllir við.

En gamla góða Bretland er ekki dautt enn frekar en Reykjavíkurflugvöllur. En þið samsærismennirnir þorið ekki að fallast á að þjóðin sé látin greiða atkvæði um að völlurinn verði eða fari í næstu þingkosningum. Og samgönguráðherrann leggur væntanlega ekki í  að taka völlinn eignarnámi eins og þyrfti til að stöðva skemmdarverkin, sem allskyns pótintátar eru að læða inn um bakdyrnar í formi skipulagstillagna sem er stöðugt laumað inn í kerfið í þeim tilgangi að eyðileggja flugvöllinn.

Hinsvegar máttu hugleiða það, að ekki er nokkurt vit í því að halda áfram að byggja við Landspítalann eftir að Reykjavíkurflugvelli hefur verið lokað. Næsta sjúkrahús verður að reisa við Keflavíkurflugvöll þangað sem flogið verður með veika dreifbýlismenn. Okkar Miðbæjarlið verður þá flutt suðreftir með sjúkrabílum sem ætti ekki að taka lengri tíma.

Byggðin suðurfrá mun taka kipp og fólk sem er ekki að leita sér að fylleríi í einhverju búluhverfi niðrí Kvos heldur svæði til að ala upp börn  mun byggja sín framtíðarlönd þar. Og stjórnarkontórarnir verða svo neyddir til að flytja á eftir fólkinu. Eftir situr þú og þínir nótar í Kvosarpestinni og öllum verður sama.

Sem sagt öll brautryðjendavinna Alfreðs mikla í sjúkrahúsbyggingamálinu verður í fullu gildi, það þarf bara að breyta um heimilsfang á húsinu og ekki ónýtt að geta byggt á þeirri mannvitsbrekku áfram.

Svo er margt sem mér finnst mæla með því að reisa nýja tukthúsið suðurfrá, þar þarf vitunarpláss fyrir vaxandi fjölda allskyns óþjóðalýðs  sem hingað kemur og vill leggjast uppá okkar sósíal. Vegna ýmiskonar linku er lopinn teygður varðandi þetta fólk og það alið þarna suðurfrá von úr viti.

Einnig ef hefði verið orð að marka það sem Halldór Ásgrímsson   færði sem rök fyrir fyrir Schengenaðildinni, þá hefðum við líka getað geymt þar útlenda glæpamenn  sem við gætum þurft að handtaka við komuna hingað vegna þess að við gætum slegið þeirra sakaskrá upp við komuna til landsins. Þeir færu þá ekkert lengra meðan þeir biðu eftir fari til baka. En flestallt sem téður Halldór boðaði um sína pólitísku daga reyndust vera mýrarljósin ein eða þá í besta falli olía á hans einkalampa og félaga hans í Framsóknarflokknum.  

Halldór Jónsson, 22.11.2007 kl. 21:48

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég var og er andstæðingur Schengen bullsins og veit, að ljós er að kvikna hjá allmörgum stjórnmálamönnum um, að líklega hefði verið betra, að fara hvergi í það samstarf.

Auk en heldur vildi ég ekki inn í EES, heldur vildi ég fara braut Svissarana og semja í TVÍHLIÐA SAMNINGUM við EB.

Það er ótækt, að búa við ,,sameiginlegt fullveldi" eins og núverandi ráð,,herra" Utanríkismála nefnir það svo pent.

Fullveldi GETUR EKKI samkvæmt orðanna hljóðan verið ,,sameiginlegt", það þýðir ekkert annað en ríkjasamband, líkt og er hjá BNA liðinu.

Spítala byggingarnar eru í endurskoðun og er ég þess fullviss( þangað til að annað reynist) að Gulli feti þar veg skynseminnar.

Búlluhverfin í Miðbænum munu hverfa, þegar búið verður að byggja snobbhöllina niður á Batteríinu.  Það passar ekki væntanlegum gestum þess húss, að þurfa að fara um útmigið og ælt umhverfi.

Við sem enn erum íbúar Miðbæjarins og getum talist Miðbæjaríhöld af góðu sortinni, munum áfram geta notið útiveru í Hljómskálagarðinum með barnabörnunum.  En ´nú er svo, að þegar sonur minn fór yfir götuna frá heimili okkar að Sóleyjargötu og fór að fljúga flugdrekum, sem börnum hans var gefnir hjá N1 komu Sérsveitarmenn Lögreglunnar með látum, akandi inn í hljómskálagarðinn og þustu út úr bílum sínum, komuu askvaðandi til þeirra hjóna með barnahópinn, kröfðust þess, að þau hættu þessum háskaleik,---að boði Flugstoða eða fulltrúa þess félags, nefnilega Flugumferðastjóra.

Mikið verð ég fegin, þegar börnin fá að fljúga flugdrekum sínum í Almenningsgarðinum þarna fyrir framan Stofugluggann minn.

Með íhaldskveðjum og virðingu fyrir Kópavogsíhaldinu

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 23.11.2007 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband