Leita í fréttum mbl.is

Verðtryggingin er vinur þinn.

Margar skrítnar hugmyndir ríða húsum á Íslandi í sambandi við peninga, lánspeninga og vexti. Eitt það furðulegasta er að binda krónuna við annan gjaldmiðil en vera samt með krónuna. Af hverju ætti það að vera betra en að taka upp annan gjaldmiðil ? Í ágætri grein eftir Ársæl frænda minn Valfells í Þjóðmálum sýnir hann fram á að það er tæknilega vel framkvæmanlegt að skipta efnahagslífi Íslendinga yfir í Evru. En mér er hinsvegar spurn : Hver þorir ?Kennarsambandið ? Rafiðnaðarsambandið ? Félag sjúkraliða ? Læknafélagið ? Hvernig getur maður náð kjaraárangri með því að berja dauðan hest ? Eða rukka gjaldþrota lík ? Það yrði fljótlega staðan ef við gæfum frá okkur prentvélina meðan veldi verkalýðsfélaganna stendur óbreytt..Til hvers að vera með krónu ef það á að binda hana við annan gjaldmiðil ?. Ert þú ekki f jármagnseigandi þegar þú sparar ?. Eða viltu bara lifa hátt fyrir lánsfé sem þú þarft ekki að borga nema að hluta en verðbólgan eyðir restinni. ?  Ef þú færð lánaðan osthleif, hvort áttu að skila osthleif til baka eða bara ostsneið ?  Ef þú átt osthleif, finnst þér þá í lagi að ég, sem holdgerfingur verðbólgunnar, komi og éti reglulega af honum þangað til hann er næstum búinn ? Eða er svarið þitt annað ef ég á ostinn og þú ert í hlutverki verðbólgunnar ?Af hverju á fjármagnseigandinn( sparandinn) að lána þér nokkurn skapaðan hlut ef þú vilt ekki borga til baka ? Af hverju á fólk að spara ef sparnaðnum er stolið jafn harðan af  ríkinu ? Ég lifði við það ástand árum saman . Nú heldur ungt fólk því stundum fram,  að ég hafi fengið allt gefins frá ríkinu. Aðeins unga fólkið þurfi að borga þín lán til baka.  Munurinn var sá , að þá var bara ekkert fjármagn í boði nema pólitískt úthlutað. Húsnæðislánin námu þá hugsanlega  um 30 % af staðalbundinni íbúðarstærð, ca. 100m 2. Afgangurinn varð að koma frá fyrirtækjum, frændum, vinum  og eigin puði.Ég held, að það sé ekki lykillinn að lífshamingjunni að taka öll lán sem hægt er. Gamli hugsunarhátturinn að þiggja ekki af sveit og eiga fyrir útförinni sjálfur, -var hann alvitlaus ? Verða menn ekki einhverntímann að skilja, að lán er alltaf ólán fyrir þann sem tekur. Nema hann fjárfesti í einhverju sem hann græðir á  eða geti borgað til baka af sjálfsaflafé. Kaupa e-töflur í útlöndum fyrir lánsfé og selja innanlands er dæmi um  hvernig menn geta grætt á því að taka áhættu.  Eru alllir vissir um það, að væri þeim boðinn milljarður að láni , þá væri framtíðin björt til langframa ?  Hvernig græðir maður á að kaupa   neysluvörur eða annað á VISA-yfirdrætti ? Hvernig græðir maður á bílalánum ?   Hinsvegar er þeim   sem ekki tekur lán ,slétt sama um vaxtastigið og verðtrygginguna. Sá sem sparar og lifir skynsamlega er kóngur í ríki sínu og frjáls maður. Sá sem getur logið, svikið og stolið og borist á er hinsvegar oft sá sem áhorfendur öfunda mest , án þess að vita allan sannleikann, Hvað myndi gerast ef allir gætu fengið lán fyrir hverju sem er ? Stundum er eins og þeir sem hæst láta í að formæla vöxtum og verðtryggingu krónunnar haldi að þetta sé virkilega mögulegt. Eins og í Matadorspilinu ."Vextir eiga að vera svo háir ,sem til eru fífl að borga ." sagði gamli Sveinn.  Fólk ætti  að hugsa meira um muninn á eign og skuld. Mér finnst að það ætti að biðja dr. Pétur Blöndal  að flytja alþýðufyrirlestra um þessi mál og kenna þessi fræði í skólum landsins. Ég hef beðið þá spámenn sem krefjast afnáms verðtryggingar, aðallega úr Frjálslynda Flokknum , svara við spurningum mínum  um á hvað kjörum þeir vilji lána mér milljón af sínu eigin fé.  Þeir fást skiljanlega ekki til að svara enda kannske spyrjandinn ekki merkilegur.

Ég álykta því sem svo með sjálfum mér, að þeir séu að fiska eftir atkvæðum  hrekkleysingjanna með slagorðasíbylju um afnám verðtryggingar. Kosningahjal eitt án sannfæringar. Ekki virkar það á mig að minnsta kosti og líklega skýringin á stærð flokksins, sem betur fer.

Stjórnmálamenn hafa lítt gert sér grein fyrir því, að það er samstillt átak sveitarstjórnarmanna í lóðaskorti, byggingakalla og fasteignasala, sem er frumdrifkraftur verðbólgunnar á Íslandi. Það er lóðaskorturinn á höfuðborgarsvæðinu, sem  hefur keyrt íbúðaverðið upp fyrir pífaldan byggingakostnað. Hvorki verðtryggingin né vextirnir.Og auðvitað má ekki gleyma verkalýðsforingjunum í starfsgreinafélögunum. Þessir aðilar báru samábyrgð á 4000 % hækkun kauptaxtanna fyrir 1990 og raunkaupmáttarlækkun sem afleiðingu.  Eftir þjóðarsátt eru sveitastjórnarmennirnir  hinir seku fyrst og fremst.  Þeir bera ábyrgð á þenslunni sem myndaðist af þessum sökum.  Má minna á að í valdatíð R-listans í Reykjavík dró nær algerlega fyrir lóðaúthlutanir þar, sem beindi spennunni til nágrannabyggðanna. Á þeim tíma fækkaði skólabörnum í Reykjavík og kostnaðurinn af fjölgun þjóðarinnar fluttist þaðan í nágrannasveitarfélögin. Menn eru hér í alvöru að kaupa íbúðarfermetrann á 400.000 kall og meira. Í Florida kostar svona 160 m2 vandað einbýlishús í góðu hverfi með tveggjabíla bílskúr 12- 15  milljónir.  Þó að dollarinn færi í hundraðkall eins og LÍÚ vill,  þá kostar það samt undir tuttugu. Hvað kostar það hérna ?´ Pí sinnum meira ? Vill einhver svara því af hverju ? Verðtrygging er nauðsynleg til þess að fólk geti sparað saman til elliáranna án þess að tapa sparnaðinum.  Lífeyrissjóðakerfið, sem við erum svo  hugfangin af,  er ekki endilega að skila fólki þeim lífskjörum sem stefnt var að. Þeir hafa tapað stórum fjárhæðum af því fé sem þeim var fyrir trúað í braski og í rekstrarkostnað. Ef  maður hefði lagt. inná verðtryggðan bankareikning með aðeins 5 % vöxtum 4 % +6 % af laununum  alla æfi, þá ætti sá sem vinnur í 40 ár með raunmilljón á mánuði um 120 milljónir á reikningi sem hann getur étið upp á næstu 12-15 árum sem sem milljón á mánuði eða óskert laun. Þá er meðalævin hvort eð er búin.  Og maki hans og börn erft afganginn ef hún reynnist styttri.   Þetta er mun betra og makavænna en það sem maðurinn fær á mánuði úr lífeyrisjóði. eftir 40 ára starf. Þetta er gamla sagan með apann og ostinn, apinn er búinn að éta lúngann af oststykkinu þegar upp er staðið. Nútíma íslenzkir sósíalistar og ríkisforsjárhyggjumenn, sem vilja banna fólki verðtryggingu fjárskuldbindinga , hafa aldrei svarað því á hvaða vöxtum þeir vilji lána  fé til  40 ára íbúðalána óverðtryggt. Eða milljónkrónukall af þeirra eigin   óverðtryggt til  eins árs ? Til 10 ára ? Til 20 ára ? Til 30 ára ? Til 40 ára. ?Þessir verðtryggingarfjandmenn ,sem hæst láta í slagorðavaðlinum, gleyma því, að fólk er ekki neytt til að taka verðtryggt lán. Viðskiptafrelsið hefur fært því aðra valkosti.  Ég veit ekki betur en að þjóðin sé mikið til hætt við að taka verðtryggð lán í krónum  til íbúðakaupa. Það standa nefnilega til boða lán í evrum eða öðrum myntum með svona 2-4  % álagi íslenzkra banka, sem yrðu óþarfa milliliðir ef hingað kæmu erlendir bankar. Auðvitað myndi þetta samræmda vaxtaálag íslenzku bankanna lækka ef útlenzki bankinn kemur og við fögnum því. Seðlabankinn  verður sjálfsagt ekki hress og hækkar stýrivextina eftir áramót, enda stéttarfélögin búin að tilkynna um að þau muni skaffa okkur tveggja tölustafa verðbólgu strax á næsta ári.

Gleðilegt ár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir góðan pistil frændi. Þá fyrst varð ég frjáls þegar ég hætti að nota kreditkort. Ólýsanlegur léttir.

Ágúst H Bjarnason, 29.12.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara.
gjaldmiðilsins, þetta hafa Í fyrsta lagi það að binda gjaldmiðil við annan t.d. Evru minkar flökt. Danir til að mynda gert með góðum árangri. Ávinningurinn við þetta í stað þess að taka upp Evru felst í peningamálastjórnun. Það er t.d. hægt að hækka og lækka vexti í Danmörku án tillits til þess sem seðlabanki Evrópu er að gera. Sömuleiðis er hægt að stjórna peningamagni í umferð sem er áhrifaríkt tæki í baráttunni við þenslu og verðbólgu.

Verðtrygging er ágæt ef að hún bítur ekki í skottið á sér og skapar verðbólgu. Það verður fyrst og fremst að spyrja hvað verið sé að verðtryggja. Margir hafa bent á og ég er sammála því að vertrygging sé óþarfi. Þú sem átt sparifé ávaxtar fé þitt með innlánsvöxtum sem undantekningarlaust eru hærri en verðbólgan. Séu þeir lægri en verðbólgan tapar þú á því að leggja peninga inn og notar þá því í eitthvað annað eins og almenningur gerði hér til margra ára. Það sem menn eru að kvarta yfir og þú gagnrýnir (en ert einnig sammála) er að bæði verðtrygging og háir vextir geri það að verkum að skuld sem greitt er af stækki. Ég er alveg sammála þér í því að betra er að eiga en skulda en ég er raunsær með það að fáir ef nokkrir gætu eignast þak yfir höfuðið ef ekki væri fyrir lántöku. Það er svo mannréttindi að fólk fái að búa einhversstaðar.
Þú segir að lóðaframboð eða skortur á því eigi þátt í húsnæðisverðshækkuninni ". Það er lóðaskorturinn á höfuðborgarsvæðinu, sem  hefur keyrt íbúðaverðið upp fyrir pífaldan byggingakostnað." Samt geturðu þess í sömu málsgrein að nágrannasveitarfélögin hafi staðið sig betur. Ef að rök ættu hér við værum við að upplifa lægra verð í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði - staðreyndin er önnur, því miður.

Að lokum þá er ég algerlega sammála þér í öllu er þú hefur um lífeyrissjóðina að segja. 

Þór Ludwig Stiefel TORA, 29.12.2007 kl. 18:19

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

 Þór Þórunnarson : "Ef að rök ættu hér við værum við að upplifa lægra verð í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði - staðreyndin er önnur, því miður."

Þór, þetta er nú rökleysa hjá þér. Höfuðborgarsvæðið er eitt markaðssvæði í byggingum. Lóðaskortsstefna R-listans var úr öllum takti við eftirspurnina. IGS sprengdi upp lóðaverð hjá sér í frægum útboðum á þeim örfáu lóðum sem hún þó úthlutaði. Það var þó framsýni bæjastjórnarinnar í Kópavogi að öllum líkindum sem hamlaði þó enn meiri hækkun þar sem hún var tilbúin með byggingarsvæði, þó svo að það annaði ekki heildar eftirspurninni - enn var mikill skortur þó. Nágrannaveitarfélögin björguðu síðan einhverju til viðbótar. 

Þegar IGS tók við var langt komin skipulagning á 12-14.000 manna byggð á Geldinganesi sem var slegin af fyrstu daga IGS í embætti ásamt Miklubrautar/Kringlumýrarbrú sem var kominn peningur fyrir frá Alþingi. Allt vatt þetta upp á sig sem endaði með Klondike æði landans þegar einkabankarnir ætluðu að leggja undir sig Íbúðalánasjóðinn með því að lækka um einhver prómill í vöxtum. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.12.2007 kl. 04:24

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta átti vitanlega að vera ISG (Ingibjörg S. Gísladóttir) en ekki IGS eins og misritaðist í færslunni að ofan.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.12.2007 kl. 14:10

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Halldór, mér heyrist svo fáir  vera að tala á móti verðtryggingu að hún er tæpast á útleið í bráð.  Á Íslandi eru háir vextir vegna mikillar þenslu og skorti á lánsfé, þ.e. sparnaði. Að svo miklu leyti sem verðtrygging eykur sparnað stuðlar hún að lægri raunvöxtum.  Fyrir tíma verðtryggingarinnar seldu menn skuldabréf með tryggum veðum með gríðarháum afföllum.  Ástæðan var sú  að sparifé hafði brunnið upp fyrir tilstuðlan stjórnmálamanna.  Sá tími er liðinn og kemur ekki aftur.  Hitt er hættulegra eins og þú bendir réttilega á að afnám verðtryggingar jafngildir í raun að fleygja krónunni.  Það er því mörg mál brýnni t.d. afnám kvóta í sjávartútvegi og landbúnaði. En sú nýbreytni varð að sameina þessa málaflokka í einu kvótamálaráðuneyti undir forystu Einars Guðfinnssonar, kvótamálaráðherra.

p.s.  Annars held ég að þú eigir það sameiginlegt með JM að halda að pólitíkusar ráði meiru en þeir gera í raun.   Gleðilegt nýtt ár!

Sigurður Þórðarson, 1.1.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 82
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 3420048

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband