Leita í fréttum mbl.is

Einar Oddur-Risi í samtímanum.

Ég held að það hafi verið meiri þjóðarskaði en maður gerir sér grein fyrir , þegar rödd Einars Odds hljóðnaði á síðasta sumri og hann burtkallaðist beint í himininn inn af háfjöllum. Mér fannst sú umgjörð brotthvarfsins  hæfa slíkum  manni er hann var í mínu sinni.

Mér finnst hann  eiginlega hafa verið  einskonar Jesús Kristur þessarar þjóðar í neyð óðaverðbólgunnar. Hvernig hann talaði um fyrir okkur fávitunum þegar öll sund virtust okkur lokuð. Með seiglunni, sannfæringarkraftinum og þolinmæðinni tókst honum að snúa heilli þjóð og harðskeyttustu frelsurum verkalýðsbaráttunnar. . Ég verð eiginlega hoppandi vondur þegar Steingrímur  Hermannsson og fleiri ámóta póltíkusar ætla að taka sér hlutdeild í hans heiðri  af því sem hann gerði. Í besta falli spyrntu stjórnmálamenn ekki á móti því sem hann fékk málsaðila til að fallast á. Þeir voru ekki höfundar þjóðarsáttarinnar. Það voru þeir Einar Oddur, Guðmundur Jaki og fleiri góðir menn úr alþýðustétt. En foringinn var Einar Oddur, það sá þjóðin öll.

Í minum augum er hann  einn þarfasti  maður Íslendinga síðustu aldar. Bjargvætturin frá Flateyri sem talaði óvinina saman og lét þá sjá ljósið. 

Einar Oddur Kristjánsson var í mínum augum risi sem þjóðin má minnast. Maður eins og við hin meðþví sem því fylgir. En í andanum var hann svo miklu stærri en flestir aðrir. Risi meðal dverga. 

Sem betur er átti hann góð ár með fjölskyldu sinni og vinum mörg ár eftir  þjóðarorrustuna 1989

Nú er hann Einar okkar fjarri þegar dregur til tíðinda á vinnumarkaði.  Hinir vígreifu  hafa komist nær völdunum aftur. Endurkoma 4000 % taxtahækkana og minnkun kaupmáttar,  eru nærri en áður . Rétt eins og Einar Oddur benti okkur á 1989. Þetta var afrakstur baráttu verkalýðsins og verkfallafórna áratuginn á undan .

Alþýðukenningin um að hundraðprósent í núlli  væri betra en 10 % í hundraði hafði haft sigur alla öldina til þessa . Samanburðarfræðin, mannjöfnuðurinn,-  málskrúðið og blekkingin . Einar Oddur gat talað um þetta allt við jafningja þannig að þeir gátu ekki mótmælt. Rökvísi og alþyðumál voru það sem úrslitum réði í frelsun Íslands úr tröllahöndum heimskunnar.Jötunefldir þursarnir skildu tungutak Flateyringsins í hellum sínum og alþýða landsins hefur notið ávaxtanna í ríkulegra mæli en annrs hefði orðið.

 Einar Oddur talaði um fyrir heilli þjóð svo hún lét skirrast við.  Hans  skarð  verður ekki auðfyllt.

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hafðu heilar þakkir fyrir þessi orð þín minn kæri vinur í flestu (nema ef væri Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni)

Einar minn var svo gegnheill maður, að leitun er að slíkum.

Ég skyldi aldrei, af hverju Davíð Oddsson gerði hann ekki að ráðherra í sínu liði.  ÞAr varð honum á, að mínu mati, líkt og Villi okkar klikkaði á, að nýta sér þann í sínu liði sem kunni að tala við og taka á gróðapungunum í GGE.

Ég hef varla í annann tíma saknað nokkurs vinar eins sárt og nú.  Við heyrðumst oft og létum sjaldan líða langt á milli skrafs.  Ljúflingur farinn til hærri heima að sinna því sem honum verður þar falið.

 Með ósk um gæfuríkt ár og fljóta endurfundi.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 3.1.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband