20.2.2008 | 07:37
Patterson er póllinn
Það rann upp fyrir mér hér um kvöldið, að Reykjavíkurflugvöllur á sína helstu óvini í röðum stjórnmálamanna. Þeir verða því ekki vændir um að hlaupa eftir skoðunum almennings heldur hafa sína sjálfstæðu stefnu. Þeim er slétt sama hvað almenningur hugsar eins og þau 60 % höfuborgarbúa, sem vilja Reykjavíkurflugvöll á sínum stað samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Hvað þá þau meira en 90 % aðspurðra hér á þessari vesölu bloggsíðu.
Ég hlustaði á Hönnu Birnu lýsa tillögu um nýtt skipulag í Vatnsmýri af innblásnum ákafa, sem ég hef ekki séð hjá henni áður. Gárungarnir hafa stundum áður nefnt hana "harðbrjósta Hönnu " sjálfsagt eftir slagaranum gamla, til þess að lýsa ótilfinningaþrungnum stjórnmálastíl hennar, þar sem hún haggast hvergi, hörð og óvægin. Enginn þarf að fara í grafgötur með það, hvar hún stendur í flugvallarmálinu eftir þessa yfirferð.
Áður var vitað um afstöðu Gísla Marteins, sem gárungarnir kalla stundum "Lilla Klifurmús" , líklega þar sem honum finnst hann sterklega koma til greina að verða borgarstjóri á undan Hönnu í 2. sætinu, fari svo að Vilhjálmur Þ., sem kallar sjálfan sig "gamla góða Villa " , en gárungarnir Villa viðutan af einhverjum ástæðum, hætti við að verða Vilhjálmur annar á borgarstjórnarstóli. Svo merkilegt sem það er, þá hefur gamli góði Villi það í hendi sér að enginn annar setjist í stólinn, nema að sjálfstæðisflokkurinn klofni og fjórði meirihlutinn verði myndaður eftir árið. Til þess þarf hinsvegar meðal annars samhenta sexmenningaklíku og endurnýjun stjórnmálalegra lífDaga á vinstri vængnum . Mér er ekki kunnugt um neina aðra í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna, sem vilja Reykjavíkurflugvöll á sinum stað, svo dult sem sumir menn þar á bæ hafa farið með raunverulega afstöðu sína.
Enginn borgarstjórnarfulltrúi hefur mér vitanlega lýst sig afdráttarlausan flugvallarsinna nema Ólafur F. núverandi borgarstjóri. Þannig þarf margt að breytast og mikið eigi framtíðin að skera úr einhverju sem varðar þennan flugvöll.
Það var nokkuð greinilegt af máli Hönnu Birnu , að sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn, bíður færis á að loka vellinum og byggja í Vatnsmýrinni. Hvað svo sem aðrir segja, þá er þetta stefnufastur flokkur , sem menn geta þá kosið útá það málefni ef ekki önnur.
Þessi hálfdauði Reykjavíkurflugvallar er líka farinn að há framþróun flugsins hér á Íslandi verulega . Ekki má gera neitt á vellinum fyrir flugið, hvorki byggja þjónustubyggingar né annað, af því að menn eru alltaf að þrátta um sömu málin, Löngusker, Hólmsheiði osfrv. Flugfólkið þarf að fara að taka af skarið og gera eitthvað í nálinu. Fara að gera sínar ráðstafanir og hætta að bíða eftir þessum stjórnmálamönnum, sem aldrei klára þetta mál hvort eð er.
Ég hef áður bent á það, að lítið mál er að gera Patterson flugvöll að miðstöð hluta innanlandsflugs, einkaflugs og viðskiptaflugs. Þangað liggur beinn og breiður vegur og eru allir íbúar höfuðborgarsvæðisins, sem búa austan við læk og kvos fljótari að fara eftir þangað en niður í svonefndan miðbæ Reykjavíkur. Hvað þá að fara útá einhverjar flugvallarleifar í Skerjafirði , sem á að bjóða uppá sem málamiðlun þegar byggt verður á N-S brautinni. Þetta verður aldrei nein nothæf lausn, sem blasir við flestum nema auðvitað stjórnmálamönnunum í borgarstjórn Reykjavíkur. Þeir hafa sýnt sig að vera bara ekki færir um að leysa þetta mál og því verða aðrir að gera það fyrir þá.
Hvorki Löngusker né Hólmsheiði eru annað en dýrar málalengingar í óraunhæfri umræðu. Þetta er bull frá upphafi til enda og verður aldrei að veruleika. Páll Bergþórsson hefur bent á að Hólmsheiði er alltaf lokuð vegna lágskýja meðan enn er yfir lágmarki í Reykjavík. Það eitt er næg ástæða til að hætta að tala um flugvöll þar.
Á Patterson eru líklega eitthvað lítið verri flugskilyrði en í Reykjavík. En þar er greitt aðflug úr öllum áttum og sléttlendi í kring. Nógu langar flugbrautir fyrir flestar vélar. Það er hægt að aka flugvélum þaðan uppá Keflavíkurflugvöll meira að segja Þar er nóg pláss fyrir allt það sem flugið þarfnast, ef menn vilja þá hafa eitthvað flug í kringum sig, sem er önnur spurning.
Reykjanesbær þarf auðvitað að svara því, hvort hann er reiðubúinn til þess að verða þannig sú höfuðborg Íslands í viðskiptum og samgöngu , sem óhjákvæmilega fylgir þessu umstangi öllu. Því að fólkið fer þangað sem umsvifin eru. Gömul bárujárnsnostalgía og kvosarrómantík dugar ekki til að stöðva þá þróun. Það er ekki seinna vænna en að byrja þá umræðu fyrir alvöru.
Því tel ég að komið sé að því, að allir sem flugi tengjast fari að hugsa sjálfir fyrir sig og hætti að hlusta á þetta karp lengur. Geri eitthvað í málinu en hætti að sóa tímanum í vitleysu, þjóðinni allri til tjóns. Auðvitað hefði verið hægt að leyfa þjóðinni að afgreiða málið um Reykjavíkurflugvöll með atkvæðagreiðslu við forsetakosningarnar nú í sumar til að höggva á þennan hnút. En það þorir Vatnsmýrarfólkið auðvitað ekki, þar sem lokunin yrði kolfelld.
Það er líka eiginlega of seint núna, að bjarga Reykjavíkurflugvelli. Yfirfirvöld Reykjavíkur eru langt komin með að eyðileggja völlinn með stöðugum byggingum á athafnasvæðinu. Að mínum dómi er vandamálið því að verða óleysanlegt þar sem erfitt er að stöðva byggingar Háskólans í Reykjavík, sem einar sér gera völlinn ómögulegan til framtíðar. Þegar umferðarvandamálið með Hringbrautina og Landspítalann bætist svo við, þá er þetta fullkomnuð. Tíminn er því kominn að mínu mati, þó menn auðvitað vilji telja sér trú um annað.
Reykjavíkurflugvelli verður varla bjargað héðan af þegar stjórnmálamennirnir eru flestir í baklás. Hefja þarf því undirbúning að raunhæfum ráðstöfunum. Ég held að Patterson flugvöllur sé póllinn .
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Mér líst vel á að efna til atkvæðagreiðslu um flugvöllinn við forsetakosningar í sumar. Þá þarf að fyrst að finna forsetaframbjóðanda sem vill fara í Ólaf svo það verði nú kosningar. En að taka flugvallarmálið fyrir í leiðinni er afbragðs hugmynd. Lega Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri er ekkert einkamál Reykvíkinga heldur varðar þetta þjóðina alla.
Magnús Þór Hafsteinsson, 20.2.2008 kl. 08:21
Ég er sammála þér Halldór með atkvæðagreiðsluna, auðvitað á öll þjóðin að kjósa um þetta. Einnig er ég sammála þér um að búið sé að eyðileggja Vatnsmýrina vegna bygginga nálægt brautum. En eins og ég hef sagt þér áður þá finnst mér þessi Patterson lausn alveg út í móa, ég myndi aldrei fara að keyra suður eftir til að fara í loftið, miklu frekar vildi ég vera með aðstöðu á Selfossi og þá þyrfti maður ekki að fljúga yfir höfuðborgina sem væri þá ekki lengur höfuðborg því engann flugvöll hefði hún.
Valur Stefánsson, 20.2.2008 kl. 13:15
Takk fyrir þetta Magnús, það myndi muna um það ef þú tækir upp baráttu fyrir þjóðaratvæði. Jú það kemur framboð á móti Ólafi held ég áreiðanlega þannig að þetta verður hugsanlega raunhæfur kostur og framkvæmanlegt
Og vinur Valur,
Mér finnst allt annað veðurfarslega og vegalengdarlega að renna á Patterson heldur en á Selfoss. Þetta er hálftími frá miðju höfuðborgarsvæðisins hér í Kópavogi. Ég held að við verðum að fara að hugsa þetta kalt og yfirvegað því að ég held að Reykjavíkurflugvöllur verði eyðilagður fyrir okkur innan 5-10 ára, slíkt er offors og völd eyðingaraflannaí borgarstjórn. Ólafur stendur einn við gaflhlaðið eins og Skarphéðinn í brennunni. Þarna á Patterson eru möguleikarnir nánast ótæmandi ef yfirvöldum myndi hugnast þetta.Þarna er hægt að byggja flying-community eða hvaðeina. Selfossstjórnmálamenn eru þegar byrjaður atlögu að vellinum þar og sannaðutil að hann á ekki langa framtíð fyrir sér enda flæðir bærinn í áttina að Selfossflugvelli.
Halldór Jónsson, 20.2.2008 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.