15.7.2008 | 23:15
Minnisvarði um Einar Odd Kristjánsson.
Það var mér gleðiefni að menn skyldu reisa minnisvarða um Einar Odd á Flateyri. Framlag hans til þjóðarsáttarinnar 1990 var ómetanlegt. Þjóðin er fyrst núna að glutra niður árangrinum frá þessum tíma við sláttinn frá vefurum keisarans.
Það var Einar Oddur sem talaði svo um fyrir heilli þjóð, að hún lét segjast og fór leið skynseminnar. Nú er þetta allt að hverfa inní blámóðu sögunnar, sem enginn hefur hingað til getað dregið lærdóm af. Yfirboð, gylliboð, uppboð og niðurboð. Allir eru sammála um það eitt, að þeir beri sjálfir enga ábyrgð á neinu sem nú fer miður. Það voru aðrir sem komu þessu á stað, þrátt fyrirm aðvaranir. Guðni Ágústsson veit núna greinilega allt um það hvað hann gerði rangt í ríkisstjórninni í fyrra. Nú ryðst hver skúmurinn fram yfir annan og reynir að tala niður framlag Einars Odds en hreykja hrósi á þá menn, sem minna nær komu þó þeir hafi hengslast með.
Einar Oddur er því miður allur. Áhrif manna af sauðahúsi Kleons sútara fara vaxandi í þjóðfélaginu. Það fylgir því ferskur andblær þegar einhver talar mannamál gegn blekkingunum, sem reynt er að hafa uppi. Svo gerir Agnes Bragadóttir sem ritar fallega grein og sanna um Einar Odd Kristánsson í Morgunblaðið í dag. Hún er líka áminning til okkar að vera á varðbergi gegn þeim sem ætla sér að skrifa söguna sjálfum sér í hag en minnka hlut annarra. Margir þeirra reyna að slá guðvefnað í keisarklæði sín með lánsfjöðrum frá þjóðarsáttargerð. Spurning er hvenær allir verða búnir að glata þeim barnsaugum sem þarf til að greina sannleikann. Agnes virðist hafa augun opin eins og oft áður.
Ég skelli greininni hér með til þess að vekja athygli á henni:
Agnes segir :"Ég var á Flateyri um helgina,nánar tiltekið Sólbakka, óðali
Einars Odds Kristjánssonar,
heitins, vinar míns. Á laugardag
var afhjúpaður bautasteinn,
til að heiðra minningu þessa mæta
manns, sem var svo lítið fyrir prjál og fátt fór
meira í hans fínu taugar, en snobb og uppskafningsháttur.
Einar Oddur var þeirrar
gerðar, að hann lét verkin tala. Honum var
slétt sama þótt einhverjir minni spámenn
reyndu að slá sig til riddara, á hans kostnað.
Velti slíku aldrei fyrir sér.
Um gerð þessa bautasteins, sem reistur er
til þess m.a. að þakka Einari Oddi hans mikla
þátt og frumkvöðlastarf við gerð þjóðarsáttarsamninganna
árið 1990, höfðu Samtök atvinnulífsins
og Alþýðusamband Íslands samvinnu.
Sú samvinna er táknræn fyrir þau vinnubrögð
sem Einar Oddur ástundaði í formannstíð sinni, þegar
hann byggði brýr trúnaðar og trausts yfir til þeirra
Guðmundar J. Guðmundssonar, heitins, þá formanns
Verkamannasambands Íslands og Ásmundar Stefánssonar,
þá formanns ASÍ og fleiri.
Ég var djúpt snortin yfir þessum fallega gjörningi og
því hversu vel hefur tókst til. Dagurinn var frá upphafi
til enda, fagur vitnisburður um það hvernig fjölskyldan
á Sólbakka, vinir Einars Odds, samstarfsmenn og félagar
vilja halda á lofti minningu mikils manns. Einar
Oddur bar hag okkar Íslendinga allra fyrir brjósti og
vildi vinna í okkar þágu, þannig að tryggja
mætti hér velferð til framtíðar.
Ekki ætla ég að fara í neinn mannjöfnuð í
þessum pistli mínum, en get þó ekki að mér
gert að leyfa mér örlítið hugarflug. Hugsum
okkur fyrst Einar Odd, sjálfstæðishöfðingja
vestan af fjörðum, alþýðlegasti, skarpasti og
hlýjasti maður sem hægt var að hugsa sér.
Og berum saman við Ólaf Ragnar Grímsson,
forseta Íslands. Hann var í eina tíð formaður
Alþýðubandalagsins, en ekki einu sinni þá,
tókst honum að ávinna sér yfirbragð alþýðuforingjans
og aldrei síðan hann varð forseti.
Hann snobbar fyrir auðmennum og hann
skreytir sig með lánsfjöðrum, samanber
dæmalausa sögufölsunarræðu hans á málþingi
til heiðurs Steingrími Hermannssyni
áttræðum, þar sem hann á ótrúlegan hátt
reyndi að skreyta sjálfan sig og aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar
1990 með heiðrinum af gerð þjóðarsáttarsamninganna,
eins og ég hef raunar áður vikið að í
pistli hér. Ekki síst vegna þeirrar ómerkilegu framkomu
forsetans, þótti mér svo ofurvænt um þetta framtak
SA og ASÍ. Og nú er þess krafist að ég biðjist afsökunar!
Ég held ég láti það ógert!
Það eina sem ég ætla að hrósa forsetanum fyrir, er að
hann skuli hafa haft vit á því að koma ekki til Flateyrar
um helgina, þar sem fjölskylda, vinir og samferðarmenn
heiðruðu minningu Einars Odds. Ég fullyrði að forsetinn
hefði ekki verið velkominn í þeim hópi. agnes@mbl.is "
Það er gleðilegt að enn skuli uppi fólk á Íslandi sem þorir að segja skoðun sína umbúðalaust.
Menn ættu að hugleiða þða, að fyrir utan bloggið, sem sárafáir lesa, eru ekki auðfundnir vettvangvar, þar sem fólk menn getur komið skoðunum sínum á framfæri. Ef til vill sem betur fer ? Stærstu fjölmiðlarnir eru komnir eigu einnar fjölskyldu, sem lætur þá ekki skrifa gegn sér og sínum heldur styður sína menn. Sem eru ekki í Sjálfstæðisflokknum NB.
Hvar á Sjálfstæðisflokkurinn innhlaup með sínar skoðanir um þessar mundir ? Ekki er Morgunblaðið hans blað. Hversu miklu meira umtal fjölmiðla samanlagt fá ekki aðrir flokkar ?
Peningarnir eru sem óðast að vinna stríðið um sálirnar hér á Íslandi. Frjáls hugsun er því á hröðu undanhaldi fyrir viðskiptahagsmununum og jafnvel Hannes Hólmsteinn má ekki við margnum, margdæmdur frá fé sínu og festu fyrir það eitt, að þora að tala.
Hefðu Stórkaupmenn auglýst um skoðanir sínar á inngöngu í ESB nema af því að Jón Ásgeir var búinn að segja sína skoðun á málinu ? Ég er ekki svo viss um það. Ég held að þeir myndu fyrr skúra gólfin í Bónus með tungunni heldur en að bekkjast í einhverju við það fyrirtæki. Ég held að enginn tali lengur gegn Baugi án þess að gjalda fyrir það með einum eða öðrum hætti, svo maður grípi til orðfæris dr. Ólafs Ragnars. Menn gera sér yfirleitt ekki grein fyrir hvílík risastærð fyrirtækið er orðið í þjóðfélaginu.
En allar gjafir þiggja laun eins og dæmin sanna. Divide et impera !
Þökk sé þeim sem minntust Einars Odds. Hann er og verður stórmenni í mínum augum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Takk Halldór og lofum okkur því, að láta okkar froðusnakka fá að heyra það á næsta Landsfundi.
Með GAMALLI Flokkskveðju Íhaldsins, þrefaldri
Miðbæjaríhaldið
fyrrum Vestfjarðaíhald fótgönguliði í liði Einars Odds
Bjarni Kjartansson, 16.7.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.