22.7.2008 | 22:05
Umræðan gengur fram af mér.
Alveg gengur þetta Erópurugl fram af mér. Sérílagi fer flest , sem kemur frá Eiríki Bergmann og Þorvaldi Gylfasyni í taugarnar á mér. Þessir menn reka beinlínis móðursýkislegt trúboð í þá veru, að okkur sé brýn nauðsyn á fullveldisframsali til Brüssel. Og auðvitað að henda okkar ónýtu krónu sem fyrst og taka upp evruna. Við séum Evrópuþjóð og ekkert annað komi til greina.
Fjölmargir Íslendingar, þar á meðal ég, líta ekki á sig sem sérstaka Evrópumenn og hafa talið sig litla samleið eiga með Hitler eða Jóni Bola. Þeir líta á sig sem þegna frjálsrar þjóðar, sem hafi barist til fullveldis með þrautseigju og fórnum sem maður ekki fleygi frá sér í flumbrugangi. Við eigum þetta land líka, sem svo aðrir samlandar hamast við sýnkt og heilagt að koma í hendur framandi þjóða og kynstofna. En við þorum helst ekkert að segja fyrir rasistagarginu, sem þá dynur á okkur.
Þessir sömu sjá sem gleggst, að flestar framfarir, sem orðið hafa í landinu síðustu öld komu ekki frá Evrópu . Við erum nefnilega miklu líkari vesturheimsfólki heldur en nokkur stjórnmálamaður þorir að viðurkenna. Tengingar okkar vestur um haf hafa líka gert okkur miklu fyrri til en Evrópufólk almennt, að tileinka okkur nýjungar. Hvaðan komu tölvurnar, intenetið og farsíminn ? Hverjir voru langfyrstir í Evrópu að notfæra sér þetta ?
Enginn útskýrir hinsvegar hvernig þessi evruvæðing á að ganga fyrir sig. Á hvaða gengi verður skipt um innistæður í bönkunum.? Hverjir verða vextir á hússnæðislánunum verðtryggðu og öðrum langtíma verðtryggðum pappírum þegar þeim verður breytt í evrur ? Hvað verður um slíkar eignir lífeyrisisjóðanna ? Hverjir verða innlánsvextirnir á evrubókunum sem gamla fólkið á að fá í staðinn fyrir gömlu verðtryggðu bækurnar. ? Hver verður framtíð sparnaðar í landinu þegar útlánsvextir hafa verið lækkaðir í svo til ekki neitt og allir skulda bara í evrum í stað verðtryggðra króna ? En verðtryggð íslenzk króna er auðvitað stabílli en nokkur önnur mynt í veröldinni. Samt ber fólk hausnum við steininn og heldur því fram að evra á 6-8 % lánsvöxtum sé allt öðruvísi lán og betra en verðtryggð króna á 4.5 % lánsvöxtum. Hefur nokkur spáð í það hverjir yfirdráttarvextir séu í Þýzkalandi ? Eða innlánsvextir í USA ?
Hvernig ætla menn að fara með íslenzkt launaskrið þegar launakostnaður hér var 30 % hærri hér en á evrusvæðunum árið 2007 ? Hvernig ætlum við að friða Eirík Jónsson og kröfugerðarkennarana, sem sætta sig ekki við evrópsk kennaralaunakjör ? Hvaðan koma evrurnar ef við stórhækkum launin í landinu, annaðhvort með ofbeldi smærri hópa launþega eða jafnvel yfir línuna með pennastrikum eins og vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar gerði 1971 ? Þá voru samflokksmenn þeirra fyrstnefndu við völdin. Skiljanlega klæjar þessa sósíalista eftir því að þessir tímar komi aftur. Sem þeir geta vel gert NB.
Það er búið að tala um að hér verði að ríkja jafnvægi þegar við göngum inní ESB. Er þetta jafnvægi að myndast núna með fjöldauppsögnum í atvinnulífinu og allsherjar kreppu á fjármálamarkaði ? Ef ekki þá hvenær ? Er ekki um að gera á þeirri vegferð að ná í eignir lífeyrissjóðanna og fara að lán þær út óverðtryggðar í evrum á lágum vöxtum eins og bankarnir vilja ? Sé verðbólgan núll er verðtryggingin líka núll. Og hvað kemur verðbólgu á stað ?
Og öll alþýða vill auðvitað reka Davíð úr Seðlabankanum og lækka vextina ? Láta þjóðina á Útvarpi Sögu um hagstjórnina og Eirík um afnám kvótakerfisins. Meðan það ekki gerist er ekki öll nótt úti með það að bjartari tíð sé í vændum.
Það er eins og enginn vilji vita að verðbólgan á evrusvæðinu nálgast það að verða jafnhá og hæstu langtímainnlánsvextir þar, 4.99 %. Er það þetta sem við sækjumst eftir ? Núll vexti á sparnað ? Vaxtameðgjöf á lánsfé ? Það er bara talað útfrá hagsmunum skuldaranna í umræðunni hérlendis. Aldrei minnst á þá, sem reyna að spara.
Hvað er að þessu fólki yfirhöfuð ? Það geta allir tekið upp evrur sem það vilja. Skipt sínum fé í evrur og lagt þær inná evrureikning í bankanum sínum. Samið um að fá launin sín greidd í evrum . Ég er viss um að Jói í Bónus gæti reddað evrumerkingum á vörurnar í hillunum og látið taka við evrum á kössunum. Af hverju þurfa menn að hlusta á þessa þvælu endalaust ? Af hverju taka þeir Þorvaldur og Eiríkur Bergmann bara ekki upp evrur fyrir sig ? Þeir sem það vilja ekki gera með þeim kumpánum geta gert það sem þeim sýnist.
Við hinir sem eru svo vitlausir að halda því fram, að verðtryggða krónan sé sterkasta sparnaðarmynt í heimi, og það er staðreynd sem þeir fyrstnefndu mættu reyna að hrekja, getum bara haldið áfram að vera til. Hinir verða bara að reikna sig um á gengi dagsins þegar þeir skila framtalinu. Afganginn af árinu geta þeir lifað og hrærst í evrum eins og þá lystir.
Það er eins og menn tali sig alltaf framhjá þeirri staðreynd, að hér ríkir algert frelsi á fjármagnsmarkaði. Þeir nota hinsvegar málfrelsið til að garga á Geir Haarde og heimta að hann taki lán strax fyrir Seðlabankann til að redda vandmálum dagsins í gær ? Skyldu þeir halda að þeir verði stöndugri til lengri tíma ef Geir taki lán strax ? Ætli einhver þurfi ekki að borga það lán ? Er ekki best að taka lán ekki fyrr en maður má til ?
Eru þeir sem æpa á tröppum heimsbankans um að Ísland verrrrði að taka lán hhhernig og hhhaað sem það kostarrr og það strax í dag með réttu ráði ? Mér finnst það eiginlega stór spurning. Og svarið við því í bezta falli áhyggjuefni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 3419729
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Takk fyrir góðan pistil.
Magnús Þór Hafsteinsson, 22.7.2008 kl. 23:47
Góður að vanda og gott að vita til þess að þú hefur náð að öngla saman nokkrum krónum til mögru áranna....!
Ómar Bjarki Smárason, 22.7.2008 kl. 23:55
Ja ..menn eru allavega ekki að auglýsa þá staðreynd að laun í ESB löndum eru að meðaltali 25 % LÆGRI en á Íslandi. Og láta það alveg vera að minnast á þá breytingar sem framundan eru varðandi vægi landanna innan ESB sem mun færast frá því að hvert land hafi eitt atkvæði yfir í að vægi fari eftir fólksfjölda...og fleira mætti eflaust telja upp.
Kveðjur yfir heiðar og fjöll
Katrín, 23.7.2008 kl. 00:52
Sæll kæri Halldór. Ég get tekið undir flest það sem þú nefnir til sögunnar í þessum góða pistli. Ég vil benda á stórfróðlegan pistil Brimborgarsjórans Egils einmitt um Evrumálin. Slóðin inn á nýjasta pistilinn hans læt ég fylgja með. Inni í upphafi þess pistil er slóð inn á 3 aðra pistla hans um sama efni :
Mótmælin í evrulandi gegn evru breiðast út
By the way, ég held ekki að Brúnastaðasonurinn sé með réttu ráði í þessari umræðu.
Alea iacta est
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.7.2008 kl. 01:48
Kærar þakkir fyrir góðan pistil Halldór.
Þið verið að flýta ykkur áður en gullna hliðið lokast
Íslendingar hafa alltaf fengið mun betri innlánsvexti í bönkum sínum en við höfum fengið hér í ESB. Þarna á ég við mismuninn á milli útláns- og innlánsvaxta. Oft hefur maður þurft að gera sér að góðu neikvæða vexti á 0,3% á innistæðum.
80% húsnæðislánin til 30 ára eru hér í 4% verðbólgunni veitt á 7% vöxtum, og svo koma oft viðbótarlánin upp að 90-95% veðs, ef það er þá hægt að fá þau, á miklu hærri vöxtum og verri kjörum.
Rekstrarlán til t.d. byggingameistara eru komin upp í 10-14% vexti, allt eftir hversu góður pappír þú ert, og þeir fara hækkandi eftir því sem verr gengur í byggingabarnsanum, en hann er núna að fara á hausinn í mörgum löndum ESB og því vonlaust fyrir marga að fá fjármögnun. Bankaráðgjafar segja einfaldlega nei, og ráðleggja mörgum að loka fyrirtækjunum og deyja drottni sínum - eða fara til fj.
En hve heppilegt það var fyrir Samfylkinguna að þessi fjármálakreppa kom, ástamt hráefna og matvælaverðbólgu. Og gleðin freyddi svo yfir barminn á gleðibikarnum við sjokk-hækkun olíuverðs. Núna á svo að sjanghæja Íslendinga inn í 27klúbbinn í austri í miðju áfallinu. En þessi klúbbur hefur sífellt verið að dragast afturúr efnahag Bandríkjanna og Íslendinga mörg undanfarin ár.
Breytt mynd af ESB - höfuðstefna
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.7.2008 kl. 09:44
Góðurrrrrr
Guðrún Atladóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 11:00
Takk öllsömul fyrir að nenna að lesa þetta hjá mér.
Sérstakar þakkir færð þú, Gunnar Rögnvaldsson, fyrir tengilinn inná þínar upplýsingar um ESB. Ég hvet alla til að kynna sér þær staðreyndir málanna sem þar birtast.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ESB verði aldrei jafnokar USA vegna þess að Bandaríkin eru þjóð sem getur beitt einum vilja að einu marki. Það getur lausknýtt og sundurþykkt hagsmunabandalag eins og ESB aldrei gert, hvað þá eftir að fátæk og spillt múslímaríki eru komin þangað inn.
Bandaríkin hafa sín Megavandamál eins og allar aðrar stærðir hjá þeim. En þeir hafa einn Megafána og eitt Megaþjóðþing og það gerir gæfumuninn. Og þeir hugsa þarafleiðandi talsvert öðruvísi en austurþýzkir sósíalistar eða gamlir búlgarskir kommúnistar gera.
Kannske þessvegna er get ég ekki litið á mig sem einhvern staðlaðan evrópumann eins og Eiríkur Bergmann og Þorvaldur Gylfason segja að ég eigi að vera.
Halldór Jónsson, 24.7.2008 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.