Leita í fréttum mbl.is

1957 aftur ?

Ţegar ég var stúdent 1957 og ćtlađi til Ţýzkalands varđ ég fyrst ađ fara međ passann minn nýja og fá stimpil í hann hjá gjadheimtu bćjarins um ađ ég skuldađi ekki útsvar, síđan til Tollstjóra til ađ fá stimpil um ađ ég skuldađi ekki skatt. Ţá mátti ég kaupa farseđil hjá Loftleiđum. Međ hann í höndum mátti ég fara í Landsbankann og fá yfirfćrslu á 1500 mörkum til ţriggja mánađ úthalds. 3.80 kr. markiđ. Tíkall á svörtum. Mađur lagđi ávísun inní Deutsche Bank í Stuttgart. Ţeir greiddu ekki vexti á innistćđuna en tóku gjöld fyrir afnot reiknings og úttektir. Svo seldu ţeir mér einu sinni nokkrar íslenzkar krónur og létu mig fá 10.50 fyrir markiđ. Og létu mig hafa formlega kvittun sem fór víđa.

Ţađ var blómlegur svartamarkađur á gjaldeyri á Íslandi á ţessum tíma. Sumir fjáraflamenn reyndu ađ koma svona hringekjum í gang til ađ grćđa en gekk misjafnlega vegna tíđra póstţjófnađa.

Ţađ voru viđbrigđi ađ koma til Ţýzkalands og vera látinn éta salat međ öllum mat. Viđ vöndumst ţví vel. Sólarlandaferđirnar kenndu svo Íslendingum grasátiđ og pízzuţekkinguna auk kjúklingaátsins. Ekkert af ţessu var daglegt brauđ á Íslandi ţessa tíma. Enda lýsir hann Jónas okkar Haralz hvernig hann var látinn heimila innflutning á jólaeplum í viđskiptaráđuneytinu haustiđ 1958.

Ţjóđin var vön ţessum sérízlenzku ađstćđum. Hér var giltu allt ađrar forsendur en annarsstađr. Hér stjórnuđu félagshyggjuöflin, vöruskipti voru viđ Rússa og flestur innflutningur frá-Evrópu og fraiđ var á vörusýningar í A-Ţýzkalandi, ekki í V-Ţýzkalandi.Ekkert mátti nein ríkisstjórn gera nema fara uppí Alţýđusamband og fá leyfi.  Ţegar ţeir ráku Hermann á dyr međ afsláttarbeiđni frá ríkisstjórninni féll vinstristjórn hans. Emilía  tók viđ og síđan Viđreisnarstjórnin. Ţá kusu margir Sjálfstćđismenn Kratana sér ţvert um geđ til ađ viđhalda stjórninni. Skömmtunarnefndirnar og fjárhagsráđ hurfu af sjónarsviđinu hćgt og bítandi. Gjaldeyriseftirlitiđ var virkt lengi enn og ţađ var ólöglegt ađ eiga útlenzkan pening. Ég fékk American Express kort 1981 held ég međ ţví ađ lofa ađ nota ţađ ađeins til ađ borga mat og gistingu. Ţađ var ekki fyrr en Matti Matt varđ ráđherra ađ ţetta var leyft almennt í útlöndum. Ţá urđu Íslendingar fyrst menn međ mönnum fannst manni.

Nú erum viđ aftur horfnir á fornar slóđir. Nú starfa úthlutunarnefndir sem hlýđa á erindi manna sem vilja fá útlenzkan aur. Örfáir sparisjóđir eru í gangi en ađeins  ríkisbankar starfa í landinu og lokađ er á úttketir og gjaldeyri.

Ríkisstjórnin hefur  sjálfsagt stađiđ sig allvel viđ ţćr styrjaldarađstćđur sem ríkt hafa og tekiđ ţunga brotsjói.  En ţjóđfélagiđ er breytt til langframa. Ţađ verđur langt ţangađ til ađ viđskiptafrelsi verđi endurreist á Íslandi. Trú almennings á fjármálastofnunum og almennningshlutafélögum hefur beđiđ hnekki og verđur lengi ađ ná sér. Litlar ljótar einokunarklíkur lifna viđ og lćđast ađ almenningi. Mjólfurmafían hćkkar um 10 % og Orkumafían um 11 %. Ríkisstjórnin gerir ekkert í ţessu sem hún ćtti ţó ađ geta ţegar allur almenningur  er í basli.

Jónas Haralz lýsir síđustu stóru kreppunni 1931 sem stóđ til 1960 međ hléum. Síđan voru margar kreppur, eins međ landflótta til Ástralíu og Svíţjóđar 1968, osfrv. Ţessa kreppu  sem byrjađi í ţessum bankaósköpum sáu fáir fyrir nema í martröđum sínum. Framundan er víst kaldur vetur hjá hnípinni ţjóđ. Fćstir núlifandi ţekkja alvöru kreppu. Látiđ hina elstu lýsa kreppunni miklu til ţess ađ skilja hvađ hún er agaleg.Sjáiđ myndir frá Ameríku á Wikipedia um ástandiđ ţar í stóru kreppunni. Ţá verđur mađur ţakklátari fyrir ţađ sem viđ ţó höfum eftir.  

Kannske eru hugsjónagjaldţrot frjálshyggjumanna og markađssinna erfiđust ađ klára. Hverju eigum viđ trúa eftir ţetta ? Trúum viđ nokkrum framar né treystum ? 

Ţađ er hinsvegar föstudagur á morgun. Eitt hefur ekki breyzt síđan 1957. Ţjóđin fer á fyllerí um helgar. Frá lokun bankanna á morgun kl 16.00 er kreppuhlé. Engir gíróseđlar til mánudags. Slappiđ nú bara vel af elskurnar allar. Ţađ er gott ađ pústa svolítiđ í ţessum leiđindum öllum.

Verum góđ hvort viđ annađ ţessa daga sem alla ađra. Viđ vorum ţađ líka 1957. Ţađ hefur í rauninni ekkert breyst  eins og Svejk sagđi eftir stríđiđ ! 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband