19.10.2008 | 23:55
Ljónsöskur !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.10.2008 kl. 00:25 | Facebook
Athugasemdir
Það sannast því miður vera botnlaust fyrirhyggjuleysi að þið Evrópuandstæðingar skulið hafa komist upp með að standa í vegi þess að við gerðumst þjóð með öðrum Evrópuþjóðum og tryggðum sjálfstæði okkar og fullveldi með fullri þátttöku í því efnhagslega varnarbandlagi sem ESB er.
Helgi Jóhann Hauksson, 20.10.2008 kl. 01:25
Sæll frændi. Mér líst vel á tvær tillögur sem koma fram í pistlinum, þ.e. að fresta afborgunum og vöxtum af húsnæðislánum meðan það versta gengur yfir, og að gera fólki kleyft að vinna við sitt eigið húsnæði.
Í dag er unga fólkið orðið vant því að flytja inn í fullbúið húsnæðið með öllum innréttingum af bestu gerð. Bara tekin lán sem greidd eru á fjörutíu árum. Síðasta afborgunin á Sóltúni.
Fyrir nokkrum áratugum var ekki auðvelt að fá lán. Það þótti gott að fá víxil til nokkurra mánaða. Það stöðvaði fólk ekki í að eignast húsnæði, en munurinn var sá að unga hrausta fólkið vann sjálft við húsbyggingar á kvöldin og um helgar. Flutti síðan inn í húsnæðið "tilbúið undir tréverk" þ.e. án gólfefna og yfirleitt með gömlum eldhúsinnréttingum. Á nokkrum árum var síðan lokið við húsnæðið; parket komið á gólf, innihurðir og nýjar innréttingar. Þetta keypti fólk smám saman. Ég held að fólki sem byggði sjálft finnist vænt um húsnæði sitt. Það er líka staðreynd að það er hægt að byggja miklu ódýrara á þennan hátt.
Ágúst H Bjarnason, 20.10.2008 kl. 06:34
Auðvitað hljótum við að komast yfir þessa efiðleika, en það tekur tíma og kemur misjafnlega niður á fólki. Það skiptir miklu máli að vera bjartsýnn. Við erum vön að setja undir okkur hausinn og ganga á móti storminum, og vitum að öll él birtir upp um síðir.
Framundan er álver á Reykjanesi og jafnvel annað á Bakka. Jafnvel í Straumsvík ef Hafnfirðingar sjá að sér. Til að knýja þau þarf að virkja jarðvarma og vatnsföll. Nauðsynlegt er að sjá til þess að Íslendingar njóti forgangs við framkvæmdir. Ekki veitir af. Hver veit nema þessar framkvæmdir geti hjálpað verulega til að komast yfir erfiðasta hjallann. Ég er sannfærður um að svo verður.
Mikilvægt er að vinna vel úr málunum núna. Ég neita því ekki að ég hef nokkrar áhyggjur af ráðamönnum þjóðarinnar. Stundum finnst manni sem vinnubrögðin séu ekki nógu góð og ekki nógu fagmannleg. Á svona tímum er auðvelt að gera dýrkeypt mistök.
Ágúst H Bjarnason, 20.10.2008 kl. 06:41
Sælir aftur
Ágúst, það er margt rétt sem þú segir og ekki hef ég á móti að við réttar og vel ígrundaðar aðstæður séu reist álver til að nýta orkuna okkar sem við virkjum á vandaðan og skynsamlegan hátt af yfirvegun og nærfræni gagnvart öðrum verðmætum.
- En hætt er við að nú komi bakslag í álversáform þar sem ekki er nú bara afar erfitt um fjármagn til stórframkvæmda heldur hefur álverð nú hrapað um 37% á aðeins þremur mánuðum sem mun vera mesta lækkun sögunnar.
Næsta víst munu því álframleiðendur kippa að sér höndum um sinn. Stöðvun álvers- og virkjanaframkvæmda verður því sennilega enn eitt áfallið fyrir okkur vegna kreppunnar.
Helgi Jóhann Hauksson, 20.10.2008 kl. 10:53
Ég á bágt með að sjá þig sem vongóðan og bjatsýnan ungan mann. Ég hef þekkt þig í bráðum 30 ár og hef ekki enn kynnst þér í bjartsýniskasti er þetta kannski ritstuldur "Það væri dásamlegt fyrir marga að komast í að skafa timbur og klippa járn með vinum og kunningjum eins og var í mína ungu daga, með vonina og bjartsýnina fyrir framan sig" Eða ertu orðinn svona skáldlegur með árunum. Mig hlakkar til að sjá þig skafa timbur hjá Pétri.
kveðja uppáhalds tengdadóttir þín
Guðrún Atladóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:29
Takk Ágúst frændi. Það virðist nú samt vera þannig að eigi að virkja eins og Kárahnjúka þá liggur svo á að það verður að flytja inn þúsundir Kínverja til að verkið gangi sem allra hraðast. Stóriðjan er bara þannig. En það eru margfeldis´æahrifin sem hafa lag á að snúa öllu í brjálaða þenslu eins og við þekkjum.
Helgi Jóhann, álverð gengur alltaf í bylgjum sem má líkja við sínuskúrfu. Alveg eins og steypuframleiðslan hér innanlands sem er alltaf mest um miðjan áratuginn og minnst um tuginn. Þessi lækkun álverðsins er bara eðlileg bylgjuhreyfing.
Já kæra tengdó Guðrún. Alltaf uppáhaldsjákvæð í gagnrýninni á þá misskildu í veröldinni.
Ég tók nú of lítið á skóflu hjá Pétri þegar hann var að jafna grunninn í Fjallalindinni. En við kláruðum verkið seint um kvöld. Ég hefði gjarnan viljað hjálpa meira til hjá honum ef eftir því hefði verið leitað, Því hann Pétur litli var , að öðrum alveg ólöstuðum, nú aldeilis drjúgur í spýtunum þó ungur væri þegar við hjónin byggðum við húsið fyrir tæpum 30 árum þó ég muni varla eftir einhverju bjartsýniskasti hjá mér eða þér .
Við fjölskyldan bæði skófum og hreinsuðum, lögðum járn og steyptum þá og kofinn stendur enn. Og mig minnir að við höfum bara átt góðar stundir í garðinum við þetta.
Eg er sjálfur auðvitað orðinn gamall fauskur og þú teldir mig sjálfsagt til lítils ef þú værir að byggja nema þvælast fyrir í dag. En ég er alveg til í að skafa eitthvað fyrir þá í fjölskyldunni sem þess kunna að þurfa með meðan ég ekki er verra en þetta.
Annars var ég að tala um stemninguna eins og hún var í gamla daga í húsbyggingunum, en það er hugsanlega fyrir þitt minni .
Halldór Jónsson, 20.10.2008 kl. 22:49
Hressandi pistill Halldór! Fátt er betra sálartetrinu en að horfa á fullgert verk gert með eigin höndum
Katrín, 20.10.2008 kl. 23:43
Sæll aftir Halldór frændi.
Það er enginn að tala um að virkja eins og Kárahnjúka, enda eru engir virkjunarkostir sem komast í hálfkvist í boði. Við þurfum því enga Kínverja í þúsundavís. Eins og gengisskránngin er núna fáum við heldur ekki neina Pólverja þó við vildum.
Þar sem ég hef komið nálægt virkjanaframkvæmdum á áratugi veit ég að íslenskir iðnaðarmenn, og tækni- & verkfræðingar ráða mjög vel við slíkar framkvæmdir, ef þær eru í hófi. Hönnun, mannvirkjasmíði, járnsmíði, uppsetningu vélbúnaðar, raflagnir, smíði stjórnskápa og forritun stjórnkerfa... Íslendingar hafa reynslu af þessu öllu. Þess vegna verðum við að stýra þessum framkvæmdum þannig að ekki þurfi mikið að leita út fyrir landsteinana eftir vinnuafli. Mér þykir líklegt að eftir uppsagnirnar sem eiga eftir að dynja yfir á næstu vikum og mánuðum verði ekki skortur á íslensku vinnuafli.
Komi álverin og virkjanirnar, sem allar eru af viðráðanlegri stærð, í sæmilegri tímaröð ætti þetta að geta orðið okkur til bjargar. Við ættum að geta snúið vörn að einhverju leyti í sókn og fengið hjól atvinnulífsins til að snúast aftur. Við þurfum bara að passa okkur á að gera þetta rétt og fara ekki út í neina vitleysu.
Jafnvel þó álverð sé lágt og fari jafnvel lækkandi, þá mun það væntanlega hækka aftur síðar. Því ætti að vera lag fyrir álframleiðendur núna að reisa álver. Vinnuafl er sæmilega ódýrt og verð á aðföngum eins og málmum og stáli hefur farið lækkandi.
Nú er bara að bretta upp ermarnar
Ágúst H Bjarnason, 21.10.2008 kl. 10:59
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Þó að nú sé dökkt yfir og hver tali annan niður, þá er kannske í rauninni svo, að það vanti aðeins að einhverjar stóriðjuframkvæmdir fari í gang á Íslandi til að kreppan svífi undan eins skjótt og hún kom. Við höfum allt til alls til taks, hendur, hausa, tæki og tól. Úrræðaleysið gegn vá sem við festum ekki hendur á er það versta. Ef við fyndum kröftum okkar stað myndi margt breytast fljótt.
Það er því miður enginn replay-takki á tilverunni. Bankarnir hrundu og þetta er bara svona.Íslandsbanki fór líka á hausinn fyirr löngu og menn náðu sér af því. Maður er auðvitað beyglaður þegar markaðshagkerfið fær svona á snúðinn og upp koma nefndir og skömmtunarráð styrjaldarökónómíu. En það skiptir miklu að forystan hviki hvergi því það væri glapræði að fara að skipta um hest í miðri ánni. Mér þótti miður að heimkomin hafði frú Ingibjörg Sólrún ekki annað að segja við Geir Haarde: Fyrst í IMF og svo beint í EBE. Var þetta útspil ekki alveg í það minnsta á pari við sjónvarpsviðtal Davíðs ? Það ríður á öllu að ríkisstjórnarsamstarfið haldi heilindum og að einstakir aðilar séu jafn yfirvegaðir í orðum og þeir Geir og Björgvin-, já og Össur hefur bara staðið sig nokkuð líka.
Sem betur fer erum við Íslendingar ekki með Evru um þessar mundir. Þá fyrst væri komið hér erfitt ástand með allt þetta fók úr fjármálageiranum atvinnulaust. Nú getum við notað krónuna til að örva efnahagslífið sem við gætum ekki með sífelldum evruskorti. Það er skelfilegt að hlusta á Jón Baldvin þylja ESB þuluna sína og rakka niður landið og krónuna eins og Egill Helgason lét hann gera í dag. Það er akkúrat ekkert gagn í ESB umræðum eins og á stendur. Af hverju má ekki spyrja Jón Baldvin hvað hann leggi til að gera núna í efnahagsmálum, annað en að reka Davíð ?
Ég hef verið að velta fyrir mér hvort það væri hægt að gera árið 2009 að afborgunarlausu ári hjá Íbúðalánasjóði og setja þá gjaldaga afturfyrir á höfuðstólinn. Bara svona til að reyna að glæða fólk von og bægja frá kvíðanum sem hrjáir unga fólkið sem veit ekki hvort það heldur húsnæðinu. Það er þjóðarnauðsyn að ekki verði gengið að fólki við þær skelfilegu aðstæður sem sköpuðust við fall bankanna, þar sem heilu stórfjölskyldurnar eru í uppnámi.
Til viðbótar að sveitarfélög breyti villuhverfunum, þar sem innskilaðar lóðir hrúgast upp, og skipuleggi ný smáíbúðahverfi þar sem lóðir verða látnar í té, jafnvel niðurgreiddar með greiðslufresti í því skyni að fólkið fari aftur að nota eigin hendur við að bjarga sér í stað þess að reyna að græða fé á tölvuskjáunum. Það væri dásamlegt fyrir marga að komast í að skafa timbur og klippa járn með vinum og kunningjum eins og var í mína ungu daga, með vonina og bjartsýnina fyrir framan sig.
Fólkið vantar von fyrir stafni og nýjar lendur að nema. Landið er enn fagurt og frítt og við kunnum svo ótalmargt og getum ef við leggjum saman.
Churchill sagði að það hefði verið sitt hlutverk á stund neyðarinnar, að stjórna öskrinu frá ljónshjarta þjóðarinnar.
Ljónsöskur er það sem íslenzka þjóðin þarf núna !