Leita í fréttum mbl.is

Góður Geir !

Ég var að horfa á Geir Haarde reyna að koma sínum sjónarmiðum að undir fyrirlestrum Sigmars um efnahagsmál og pólitík í Kastljósinu. Geir á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en er yfirvegaður sem fyrr þót eilítið þreytulegur sé.

 

Mér fannst hann svara sannfærandi og ekki víkja sér undan því sem mögulegt er að svara. Það er eins og fréttamenn skilji alls ekki að ráðamaður getur ekki greint frá samningaviðræðum á viðkvæmu stigi í smáatriðum. Geir sagði þó að hann léti ekki kúga sig til uppgjafar. Né heldur að hann ætlaði að persónugera vandmál Seðlabankans, sem hann stjórnaði.

 

Geir á alla mína samúð í sínu ómanneskjulega verkefni. Spyrillinn vakti síður aðdáun mína, mér fannst hann of ofsafenginn og yfirlýsingaglaður.  Ég veit ekki hvort hann á sér frægar  fyrirmyndir, en fátt minnir mig á þá erlendu spyrla sem mér þekktastir eru.

 

Eftir viðtalið fór ég að hugsa um þessi hræðilegheit öllsömul. Hvað myndi ég reyna að skoða ef ég ætti að koma með tillögur en ekki ríkisstjórnin ?

 

Mér datt í hug hvort hægt væri að semja við Breta að Englandsbanki tæki við Icesave innlánsreikningunum. Innistæðurnar yrðu bundnar í einhvern tíma en Bretar og Íslendingar ábyrgðust vexti af reikningunum í sama tíma.  Vextir yrðu það góðir að Icesave yrði áfram girnileg sparnaðarleið, Í vörslu Englandsbanka  yrði fjármunirnir eigendanna vel geymdir og um úttektir yrðu settar ákveðnar reglur sem dygðu til að dreifa útstreyminu á móti vaxandi innkomu og fjölgunar reikninga.

 

Án nokkurs útreiknings af minni hálfu um það hversu miklar vaxtagreiðslur yrði að tefla um fyrir hlut Íslendinga, því Bretar bera líka sök, skýt ég á 25-50 milljarða á fyrsta ári. En Bretar hafa líka hagsmuni af því að þessum sparnaði sé viðhaldið og rjúki ekki í veður og vind þannig að einhvern þátt hljóta þeir að bera.  Því   víst er að vörsluaðilinn hefði útlánatekjur á móti.   Þetta gæti hugsanlega fleytt málinu fram úr sjálfheldunni í einhvern tíma,  sem er betra en að heimta að við aumingjarnir borgum allt strax.  Það má svo leita svara hvernig allt málið fer svo á endanum. En allt verður einhverntíman  betra en núna. -eða svo vonar maður.

 

Varðandi íslenzkar fjölskyldur, þá hefur ríkisstjórnin beðið um frystingu myntkörfulána. Væri ekki í samhengi hægt að segja að íbúðalánasjóður taki vexti og/eða afborganir ársins 2009 til frystingar og dreifði því aftar. Þetta gæti orðið til að fækka nauðungaruppboðum, sem annars dynja yfir með allri þeirri sorg sem fylgja mun.

 

Gæti ríkið sett upp innsláttarverkefni fyrir atvinnulausa ? Greitt fyrir innsleginn texta  af þeim aragrúa skjala sem liggja í söfnum og enginn veit hvað hafa að geyma. ? Menningarverðmæti innanum ? Framtíðin gæti þá gúgglað gamlan texta og lesið ? Er ekki allt betra en engjast í hugarkvölum tilgangsleysisins þó kaupið sé lágt ? Það þarf auðvitað meiri menn en mig til að meta raunhæfni svona verkefnis.  En ég slæ þessu fram án frekari vitneskju.

 

Áreiðanlega er hægt að hugsa eitthvað sem hægt er að gera sem er of mannfrekt í venjulegu árferði í stað þess að borga bara atvinnuleysisbætur.

 

 Hvað dettur mönnum í hug ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Sæll Halldór.

Þetta er athyglisverð hugmynd varðandi Icesave reikningana.  Það verður þó fyrst að fá kúrsinn á hreint.  Hverjar séu lagalegar skyldur okkar en slíkt virðist á reiki hjá lögspekingum.

Geir er hinn mætasti maður og séntilmaður í hvívetna.  Líkt og anglósaxar myndu segja, "likeable person".   Einhver var þó helst til daufgerður og seinn til verka sem við stjórnvölinn stóð, með afdrifaríkum afleiðingum.   Hvort sem það var Geir eða einhver annar ráðherra.      Svo virðist nefnilega  vera að viðvörnarbjöllum hafi verið klingt vegna sívaxandi áhættustærðar bankakerfisins.

Kveðja

P.Valdimar Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband