Leita í fréttum mbl.is

Hvaða verð ?

Nú hefur IMF sagst ætla að lána  okkur Íslendingum  2 milljarða dala. Margir binda vonir við að þetta bjargi málunum fyrir okkur. Og allar ferðir hefjast með einu skrefi sagði Maó formaður.

En hvert er verðið fyrir þessa aðstoð ? Og er hún sú eina mögulega ? Og hefur hún einhver úrslitaáhrif ein og sér ? Og hvaða skilyrðum er hún háð ? Hvert verður verðið ?

Jón Magnússon þingmaður frjálslyndra segir svo á vefsíðu sinni :

"Leggja verður höfuðáherslu á stöðugleika, eðlileg gjaldeyrisviðskipti, alvöru gjaldmiðil, lága vexti til að tryggja að hjól atvinnulífsins geti snúist og komið verði í veg fyrir fjöldagjaldþrot og gríðarlegt atvinnuleysi. Þá verður að hugsa um hagsmuni venjulegs fólks og afnema verðtryggingu lána en binda verðtryggðu lánin við gjaldmiðilinn sem verður þá að vera tryggur verðmælir í öllum viðskiptum."

Mér hefur verið sagt að eitt af skilyrðum IMF sé að stýrivextir á Íslandi fari í 18 %. Til að vinna gegn verðbólgu og þenslu og styrkja gengi krónunnar.  Mér sýnist að  Jón Magnússon geti orðið fyrir vonbrigðum á næstunni.  Mig minnir, að Jón Magnússson og margir fleiri hafi gagnrýnt Seðlabankann fyrir 15.5 % stýrivexti þegar greinilega var að draga úr þenslunni rétt fyrir fárviðrið. Svo lækkaði Seðlabankinn vextina eftir orðinn hlut og margir vörpuðu öndinni léttara. En séu þessar fréttir réttar þá voru þetta reinilega vaxtamistök að mati IMF. Sem styrkir þá prófessor Aliber væntanlega  í framsettri skoðun sinni á ráðamönnum okkar.  

Þeir hjá IMF eru sagðir vilja keyra vextina upp til þess að halda aftur af lántökum íslenzkra fyrirtækja og sporna við þenzlu. Sáum við  ekki ráðstafanir Seðlabankans í þessa veru virka ekki þegar innstreymi gjaldeyris  um bakdyrnar var nægt og allir í óðaönn að framkvæma ?  Nú eru bakdyrnar að vísu lokaðar og atvinnuhorfurnar með  dekksta móti. Gildir þá sama um vaxtastefnuna þegar þenzla er lítt sjáanleg  í stvinnumálum landsins.   Því spyr maður hver  verður árangurinn af stórfelldum vaxtahækkunum við núverandi aðstæður ? Vantar ekki frekar hóflega seðlaprentun til að  reyna að starta vélinni ?

Fyrst var því haldið fram að skilyrði IMF væru að við gerðum upp Icesave og Edge við Breta og Hollendinga. Svo var það borið til baka sem betur fer.  Kannske er þessi vaxtasaga líka ósönn ?

Sveitarfélög landins eru í vandræðum. M.a. vegna mikilla launahækkana á næstunni,  stórfelldra lóðaskilana og tekjulækkana útsvarsfólksins.  Verðfall fasteigna er líka fyrirsjánlegt og lækkar skattstofna sveitarfélaga.   Lífeyrissjóðirnir munu ætla að lána sveitarfélögunum lítilræði hverju fyrir sig. En hvað svo ?  Hvert eiga þau svo að leita eftir lánsfé ? Og ekki er hægt  að fullyrða að sveitarstjórnir líti  rekstrarþarfir sínar sömu augum ?

Það er nokkuð ljóst, að mörg sveitarfélögin geta ekki haldið uppi óskertri þjónustu sem fólkið hefur vanist. Það verður illa hægt að láta bæjarfélögin leggja fram leikskólapláss fyrir öll börn  sem kostar bæjarsjóð 85.000 á barn meðan foreldrið greiðir 15.000. Það hlýtur að koma að því að þau bjóði atvinnulausum foreldrum  hluta af þessum 85.000 krónum fyrir að vera heima með börnin. Því miður áreiðanlega ,  því auðvitað er leikskólinn þroskandi fyrir börnin.

Hvað verður með skólana  ?  Verður skipt  aftur í bekkina eftir getu nemenda,  fjölgað í betri bekkjunum og fækkað í þeim slakari ?   

Sé þessi hlutfallslega lága upphæð frá IMF sett á gjaldeyrismarkaðinn   rýkur verðið á gjaldeyri hugsanlega upp eins og önnur skortvara og krónan fellur.  Gjaldeyrir hverfur úr landi án þess að neitt verði við ráðið.  Svarti markaðurinn er sagður þegar tekinn til starfa. Hvað hefur þá áunnist ?Tíföld þessi upphæð   á galdeyrismarkaðinn myndi ef til vill hafa einhver þau áhrif sem nú er vonast eftir.  En þessi litla upphæð er mér til efs að verði annað en skammtíma olía á eldinn nema fleira  komi til. Hugsanlega getur ströng skömmtun og gamla gjaldeyriseftirlitið hægt á þróun mála.

Er þá verðið sem við erum að greiða fyrir IMF aðstoðina hugsanlega hærra heldur en það sem hún á að leysa ?  Hvaða áhrif munu 18% stýrivextir  hafa á rekstur íslenzkra fyrirtækja og vandamál fólksins ?  Hvaða áhrif mun þetta hafa á nýráðningar til starfa  og áorðna greiðsluerfiðleika skuldugs fólks ?

Það verður líklega mikil röskun á okkar allra högum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. 

 Leðurklæddir menn með yfirskegg sem flytja æsingaræður yfir lýðnum um makleg málagjöld  til óvina fólksins  hafa aldrei geta leyst vanda þess öðruvísi en að verri vandræði fylgi á eftir.  Síst vantar okkur  núna  óeirðaseggi í fornum stíl til að leysa efnahagsmál  Íslendinga ?

Hvaða verð skyldi heimurinn greiða þegar upp er staðið ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Nú liggur fyrir álit Sameinuðu þjóðanna um að úthlutanir aflaheimilda séu brot á mannréttindum.

Því spyr ég ætlar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að fjármagna stærsta atvinnuveg landsins sem starfar gegn og brýtur í bága við mannréttindi. ?

Í ljós hefur komið að leggja á byggingaiðnaðinn á hliðina sem er 10% af þjóðarframleiðslu, ég ætla ekki að útlista afleiðingar þess.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 27.10.2008 kl. 00:26

2 identicon

Byggingariðnaður er alveg hruninn. Byggingarkostnaður er langt yfir mögulegu söluverði meðan að ISL er eini lánveitandinn. Laun og efni lækkar ekki, annars kostnaður örugglega ekki, fjármagnskostnaður ekki, það eina sem getur kannski lækkað er lóðakostnaður en það hefur ekki áhrif núna því að eru til 2-4 ára birðir af húsnæði eins og er. 

Fólk getur ekki skipt um húsnæði svo fasteignamarkaður er hruninn.

Bankar hafa ekki fjármagn til að lána til framkvæmda þar sem þeir hafa ekki aðgang að fjármagni erlendis frá eða annars staðar frá til endurfjármögnunar og svo verður þangað til allir erlendir aðilar hafa fengið greitt með vöxtum ca. 9000 milljarða + vextir.

IMF reddar því ekki fyrir okkur.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 15:51

3 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Það er verið að berja okkur til hlíðni með ofurkostum. Við eigum ekki margra kosta völ eins og málin standa ef eitthvað er að marka fréttirnar. Að vísu hefur dýralæknirinn í Hafnarfirði ósköp lítið sagt undanfarið sem gæti bent til betri frétta eða engra fétta. En ef við hefðum haft gæfu til að vera með evru núna sem gjaldmiðil þá væri ekki gjaldeyrisskortur, evran er jú evra bæði í Portúgal Frakklandi og þýskalandi svo einhver lönd séu nefnd. Við byggjum heldur ekki við Evrópumet í verðbólgu, en vissulega værum við blaunk. Vinur þinn Landsbanka-Bjöggi skammaði okkur fíflin fyrir að hafa eytt peningum í flatskjái og annan óþarfa, en hver keypti fótboltalið út í Englandi ?

Ragnar L Benediktsson, 28.10.2008 kl. 14:55

4 Smámynd: Katrín

Og vextirnir komnir í 18% og hvað segja þá þeir sem þrýstu á lántöku frá sjóðnum s.s. ASÍ og fleiri:  'Eg vissi ekki að þetta myndi verða svona mikið!

Hverjir eru hálfvitarnir í þessu máli??? Meira að segja ég, auminginn úti á landi, skildi orð fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins svo að vextir myndu hækka umtalsvert...ARGARG

Katrín, 28.10.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband