Leita í fréttum mbl.is

"Frekar friðum við fólkið en fiskinn "

Mér er sagt,  að  dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi látið framangreind ummæli falla þegar syrti í álinn.  Nú er fiskur um allan sjó sem syndir um í "Pax Hafróanum "  án þess að við fáum að gert þar sem geyma á hann í sjónum til næsta árs.  

Mér finnst sjálfsagt,  að Seðlabankanum verði nú þegar falið að selja aukinn neyðarveiðikvóta eftir einhverjum reglum. Ekki láta núverandi  kvótaeigendur  fá hann allan ókeypis, heldur  taka svona skref sem hið fyrsta til raunverulegs auðlindagjalds framtíðarinnar,  þar sem sem allir landsmenn stæðu jafnir fyrir. Og um leið ágæt æfing áður en við framseljum fiskinn  til ESB í einhverri krataframtíð.  

Ég held að þetta væri til nokkurra vinsælda fallið hjá þjóðinni um þessar mundir ,  hvað sem Einar K. og kvótasinnar  hefðu um málið að segja.

Þetta yrði til þess að efla fólkinu  trú á landið aftur og gögn þess og gæði, sem nú vantar sárlega.  

Svo finnst mér ástæða til að koma einhverjum böndum á fjórfrelsið með því að taka upp vegabréfaskyldu hér á landi. Við þessar aðstæður veitir okkur ekkert af að stýra aðgengi útlendinga og hælisleitenda til landsins. Það er misjafn sauður í mörgu fé.

Og varðandi ESB, þá veit ég ekki hvort Gamlasáttmála var nokkurntíman sagt upp ? Efnahagsbandalag við Noreg er mér stórum geðfelldari tilhugsun en Efnahagsbandalag Evrópu með allan sinn klunnaskap og stórveldapólitík. 

Nojarinn á líka alla þessa olíu, efnaiðnað,  norskar  krónur, her og stríðstól. Svoldið sveitó sumir auðvitað eins og við.   Við eigum ónýtar krónur, herstöðina sem þá vantar, orkuna og aflið  og margt annað sem við gætum unnið betur með Norðmönnum  í framtíðinni.

Þar sem Kaninn er farinn og kemur ekki aftur í bráð vantar okkur  aukna þyrlubjörgunarsveit fyrir flotann.

Hvorfor ikke  det ?  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Ég skil ekki afhverfu þú segir að krónan sé ónýt, það er ekkert að mínum krónum.

Væri gott ef útrásarvíkingar gætu borið evrur út í ferðatöskum, er ekki betra að geta rakið sporin og bankakerfið sjái um gjaldeyrisfærslur?

Sturla Snorrason, 28.10.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég er ekkert að segja sjálfur um krónuna, þetta er bara það sem lýðurinn segir hver uppí annan.  Mér sýndist krónan duga meðan stjórn var á hlutunum. En auðvitað er hún veik ef einhver spekúlant ræðst gegn henni, alveg eins og breska pundið sem Zoros felldi. Ég held að við ættum frekar að taka upp norska krónu en evru.

Krónan okkar er okkar eigið hugarfóstur. Það er til skammar hvað við höfum farið illa með hana alla tíð. Og núna þegar gert er áhlaup á hana þá garga allir að hún sé ónýt. En krónan er bara við sjálf því miður. Það erum við sem höfum eyðilagt hana með verkföllum og vitlausum "kjarasamningum" , stjórnvaldsaðgerðum eins og þegar Óli Jóh hækkaði kaupið í landinu um 20 % með pennastriki 1971 og skaffaði okkur 20 ára óðaverðbólgu fram að þjóðarsátt. Þá var hann búinn að iðrast og setja Ólafslögin um verðtrygginguna sem voru skynsamleg og eru það þó að ökónómiskir vitleysingar heimti sífellt afnám hennar.

Auðvitað þarf að vera frelsi á gjaldeyrismarkaði og að krónan sé skiptanleg fyrir annan gjaldeyri ávallt eins og verið hefur. Við eigum að geta haldið henni í heiðri ef við hegðum okkur eins og menn en ekki eins og þeir bavíanar sem við virðumst vera útfrá reynslunni.

Halldór Jónsson, 28.10.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 140
  • Sl. sólarhring: 1004
  • Sl. viku: 5930
  • Frá upphafi: 3188282

Annað

  • Innlit í dag: 134
  • Innlit sl. viku: 5040
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband