Leita í fréttum mbl.is

Eru menn að hugsa um dollara ?

Einhvernvegin held ég , að sumir  ráðamenn og atvinnurekendur séu  farnir að velta upptöku dollara hérlendis mun betur fyrir sér en áður. 

Nú veit ég ekkert hvort einhverjar viðræður við Bandaríkin eða Kanada fara fram um málið. En ótrúlegt þætti mér ef þessar þjóðir vldu ekki báðar eitthvað á sig leggja til þess að aftra okkur frá ESB og koma okkur frekar í NAFTA .

Mér hefur alltaf fundist Íslendingar, með sitt áræði og snarleika í snúningum , séu miklu líkari Ameríkumönnnum en meginlandsbúum Evrópu. Auðvitað komum við frá Evrópu og syngjum þeirra fjárlög.  Við höfum samt yfirleitt allt annan fasa í okkar efnahagslífi heldur en  Evrópa.  Og Ameríkumenn eru líka einnig margir ættaðir úr Evrópu eins og við. 

Og gleymum því ekki að vestanhafs býr jafnfjölmenn íslenzk þjóð og okkar hér á landi og mér  finnst það skipta máli að efla þau tengsli. En mér finnst þetta Evrópubandalag eins og prófessor Þorvaldur Gylfason trúir svo heitt og einlæglega á í Silfri Egils og víðar,  ekki vera mikið á vetur setjandi.27 ósamstæð ríki með jafnmörg flögg og sérþarfir og gersamlega impotent til utanríkismála.  Mig vantar ekkert Rúmena í stjórnun umhverfis , virkjana eða fiskveiða á Íslandi.

 Mér sýnist ESB  miklu fremur standa á miklum brauðfótum og líka það, að það ætlar sér að hremma okkar auðlindir í heilu lagi eins og Ole sagði.  Ég held að ég vilji nú "frekar eiga mínar konur sjálfur"  sagði Ólafur á Oddhóli og gafst vel. Og eitthvað virðist nú samhjálpin vera klén í því selskapi ef maður horfir á Írland og Spán og pólska bændur í kröfugöngum í Bruxelles.

Þessi lausn er mun ódýrari en lánaleiðin mikla og krónufleytingin. Og líka  fljótvirkari til að slá niður verðbólguna og vextina. Mér finnst samt að okkur væri hollt að finna upp einhverja verðtryggingu fyrir lífeyrissjóðina og langtíma inneignir sparifjár,  því það er ekki svo að það sé ekki nóg af verðbólgu í öllum myntum. Við ættum líka að hafa verðbólgureikningsskil fyrir fyrirtæki okkar, til þess að stuðla að langtíma heilbrigði þeirra. Í gamla daga fóru fyrirtæki gjaldþrota þó þau borguðu alltaf tekjuskatt, þar sem hann skynjaði ekki verðbólguna og áhrif hennar á lagerana.

 Við gætum líka jafnhliða gefið út eigin dollara með  einhverjum skilyrðum, svona svipað og Luxarar í samstarfi við Belgi hér í den tíð. Mér finnst þetta afar spennandi hugmynd ef við gætum talið okkur trú um að við ætlum að vera eina þjóð í einu landi til lengri tíma. En velfarnaður peninganna okkar veltur einungis á hegðun okkar sjálfra.

Ekkert af þessu er þó mögulegt nema með víðtæku samráði við stéttarfélögin sem yrðu að sjá sér hag í tafarlausri verðhjöðnun á móti víðtækum kjarasamanburði við önnur lönd. En þó ég sjái kannske ekki alveg til botns í þessu máli, þá er gaman að velta þessu fyrir sér. Ég hef heyrt að gengisvísitala innan við 180 sé talin raunhæfur grunnur við skiptin. Það væri nú eitthvað annað en er í dag.

Mér finnst að þetta sé vert að ræða. Ég veit vel að allt er hættulegt til lengri tíma sem gert er í svona gjaldmiðlabreytingu. En við getum þá bara gefið út krónur aftur seinna eins og Frakkar þegar þer gáfu út assignatinn í stjórnarbyltingunni. Við þyrftum þá kannske að fá okkur gillútínu líka eða eitthvað krassandi meðal til þess að fá tiltrú lýðsins á krónunni þá. En það er óþarfi að sjá allt fyrir og sleppi því frekari vangaveltum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband