Leita í fréttum mbl.is

Davíð frábær !

Mikið lifandis upplifun var það ,  að hlusta á hann  Davíð tala í Kastljósinu.

Loksins að hlusta á mann,  sem veit hvað hann er að tala um.   Mér finnst Davíð hafa mikla yfirburði yfir marga þá,  sem  nú láta hæst á þjóðmálasviðinu.   Rólega og yfirvegað rúllaði hann frekjuspyrlinum Sigmari  þannig upp,   að það stóð ekki steinn yfir steini í þeim endemis málflutningi sem bulið hefur á þjóðinni undanfarna mánuði. Og fréttamenn eins og Sigmar hafa endurómað í tíma og ótíma .  

Allt talið um þjóðarnauðsyn þess að reka Davíð úr Seðlabankanum, fannst mér verða að saltstólpa þarna á nokkrum mínútum.  Og prúðuleikararnir í ríkisstjórninni fundust mér sitja uppi berstrípaðir með bjargráðin  sín og væntanlega efnahagspakka. Því ráðherrarnir eru bara ekki í neinu eins og keisarinn hans H.C. Andersen þegar grannt er skoðað.  Þetta er óljóst hjakk um ekki neitt. Nema að hata Davíð Oddsson.   

Mér fannst þetta viðtal tilbreyting frá  innantómum slagorðum  höfuðpresta Austurvallarindjánanna. Það er til skammar,  að sá kynstofn heldur  núna iðju sinni áfram við hús Davíðs á næturnar á sinn viðbjóðslega  hátt.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Rólegur og yfirvegaður ? Á hvaða þátt varst þú að horfa á ?

Skætingur og vænisýki lætur nær lagi.

hilmar jónsson, 24.2.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Auðvitað getur Davíð ekki sagt hug sinn allan meðan hann situr í Seðlabankanum. Ég spái því að hann muni leysa frá skjóðunni strax og hann hættir í bankanum, hvort sem það verður á næstunni eða síðar. Þá mun hrikta víða í stoðum og margir sjá sæng sína útbreidda.

Ágúst H Bjarnason, 24.2.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Að mínu viti varð Davíð sér til skammar í þessu viðtali. Lofsöng sjálfan sig endalaust og sneri allri sinni gremju upp á Sigmar, sem var bara að vinna vinnuna sína.  Davíð er ábyggilega vel gerður maður en það þolir enginn að vera tilbeðinn eins og guð en það hafa of margir sjálfstæðismenn gert alltof lengi. (Og sumir gera það sýnilega enn)

Þórir Kjartansson, 24.2.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Guðlaugur S. Egilsson

Sorglegt segi ég nú bara að menn skuli vera svona blindaðir. Maðurinn vissi ekki einu sinni hvað bindiskylda gerir. Verst að Sigmar vissi það ekki heldur. En hann sannaði þarna í eitt skipti fyrir öll að hann er óhæfur seðlabankastjóri.

Guðlaugur S. Egilsson, 24.2.2009 kl. 23:55

5 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Það er tilbreyting að heyra mann bera fyrir sig rökum í stað endalausra órökstuddra upphrópanna. Staðreyndirnar tala sínu máli Þórir minn ef þú hefðir hlustað á hvað hann hafði að segja.

Davíð var mættur vel undirbúin að vanda og Sigmar var ekki starfi sínu vaxinn í þetta sinn þó hann sé góður spyrill.

Davíð Þór Kristjánsson, 24.2.2009 kl. 23:58

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Meira en óhæfur Guðlaugur, skaðlegur.

hilmar jónsson, 24.2.2009 kl. 23:58

7 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Þegar hinn 11. september í efnahagslífi Íslands átti sér stað í byrjun október 2008, þá vildi svo til að einn af forsvarsmönnum Moody's var staddur í sjónvarpssal beinnar útsendingar hjá fjármálasjónvarpsstöðinni CNBC Europe. Ég sat og horfði á hann í tölvunni hjá mér. Talið barst að íslensku krónunni og Seðlabanka Íslands. En í þessum hamförum náði íslenska krónan sennilega að falla mest allra gjaldmiðla án þess að viðkomandi seðlabanki gerði neitt til að stöðva fallið

Þetta er dálítið merkilegt. En hvað er svona merkilegt við þetta? Jú, talsmaður Moody's sagði það vera Seðlabanka Íslands til mikils hróss að hann freistaðist ekki til þess að grípa inn með stuðningsuppkaupum á krónu. Þessi maður frá Moody's vissi nefnilega vel að þetta er freisting sem hefur orðið mörgum gjaldeyrisforðanum að falli, því í hita augnabliksins er svo auðvelt að missa skynsemina og fara að ímynda sér að hægt sé að verja myntina gegn ofurkröftum. Endalaus röð af seðlabönkum heimsins hafa reynt þetta í erfiðum aðstæðum og er hausinn oftast blásinn af þeim og forðinn gufar upp


Ekki á þeirra vakt

En þetta gerðist bara ekki hjá Seðlabanka Íslands. Hausinn var ekki blásinn af Seðlabanka Íslands og gjaldeyrisforða þjóðarinnar var ekki eytt í halda uppi vonlausu gengi einungis hinum vonlausu til hjálpar

Þjóðin getur því þakkað hæfum mönnum Seðlabanka Íslands fyrir að hún á ennþá gjaldeyrisforða. Honum var ekki eytt til hjálpar hinum vonlausu. Hann var geymdur handa þjóðinni. Geymdur ef til harðinda kæmi og ef Ísland hefði þurft að halda út og þrauka eitt og yfirgefið í óvinveittri baráttu - og ef þurft hefði að semja illvíga samninga við umheiminn, algerlega án utanaðkomandi hjálpar. Það hefði því verið hægt. Styrkleiki í samningum er nauðsynlegur en hann hverfur þó oftast ef þjóðin sveltur. Þetta var tryggt vegna þess að það sátu hæfir hagfræðingar og vanir stjórnendur í Seðlabanka Íslands. Banka þjóðarinnar. En núna á samt að reka þá

Næsta atriði í krísustjórn undir áföllum - og ennþá hér samkvæmt Moody's - er að tryggja að það sé ekki gert áhlaup á gjaldeyrisforðann. Að hann endi ekki á Cayman eða í hólfi í Singapore í eigu fárra aðila. Þetta tryggði Seðlabanki Íslands einnig. Gjaldeyrisforðinn er þarna ennþá, fyrir þjóðina. Seðlabanki Íslands sýndi hér í verki að hann er stofnun sem brást ekki. En mikið var lagt á hann. Öllu var hrúgað á þessa stofnun. Óhæfum fjármálageira á ólöglegum vaxtahormónum, óhæfum rembum útrásar og einnig eyðslusamri ríkisstjórn. Svo biðja menn um kraftaverk á meðan allt var gert sem yfirhöfuð var hægt að gera til að þröngva Seðlabankanum til að grípa til örþrifaráða. Gjaldmiðillinn níddur niður, sífellt grafið er undan öllu með innilegri heimsku fjölmiðla, forvígismenn lýðskrumast í akkorði og Samfylkingin grefur undan starfshæfni ríkisstjórnarinnar þegar mest ríður á að hún sé sterk og þróttmikil

Hin nýja ríkisstjórn Íslands heldur eins og öll vinstri öfl alltaf halda að það sé hægt að laga allt ef bara settar eru fleiri reglur. Hún heldur að allir hætti að aka óvarlega vegna þess að þeir hafi bílpróf. En vandamálið er bara það að ríkisstjórn Íslands situr núna ölvuð undir stýri og er að keyra yfir á rauðu ljósi út um allt. Hún mun brjóta allt og bramla í ölæðinu. Hún er nefnilega ofurölvi og víman er hefndarþorsti, skítt með þjóðina og skítt með landið. Ölvunaræði þar sem bakarar bæjarins verða hengdir opinberlega sem smiðir. Brátt mun brauðið því þverra

En hver gerði þetta?

En hver gerði árásina á Ísland, á myntina, á Seðlabankann, á ríkissjóð og á öryggi þjóðarinnar? Það veit ríkisstjórnin ekki, hún hefur ekki tíma, því hún er úti að aka

Ekki einu sinni seðlabankastjóri Evrópusambandsins mun geta fengið vinnu hjá nýju ríkisstjórn Íslands því hann hefur ekki prófið. Þess utan þá hefur hann aldrei prófað neitt nema að búa í ríkisreknu hagkerfi svo prófið skiptir heldur ekki máli hér. En núna getur nýja ríkisstjórn Íslands valið úr fullt af hæfum mönnum úr hinu fyrrverandi af öllu fyrrverandi, þ.e. frá leifunum af fjármálageira Íslands og klappstýrum gulláranna

Þvílíkir kjánar og einfeldningar. Næst verður forsætisráðherrann krafinn um skilríki þegar hann/hún þarf að fara á . . . já þú veist.....Ofanskráð er tekið af bloggi Gunnars Rögnvaldssonar og er athyglisvert innlegg í þá einlitu umræðu sem átt hefur séð stað hér á landi í kjölfar atburða þeirra er leiddu til falls bankanna. Grunnhyggnir tækifærissinnar úr rýmsum áttum hafa reynt að skjóta pólitískum keilum, ráðast á Seðlabanka Íslands og gera hann að blóraböggli. Forsætisráðherra vinstri starfsstjórnarinnar hefur látið etja sér á foraðið og fjölmiðlar hafa básúnað upp órökstutt blaðrið semi stórasannleiik, að forsenda afturbatans í efnahagsmálum sé að finna í hreinsunum í yfirstjórn Seðlabanka Íslands! Spyrja mætti hvort í kjölfar fall Lehman brothers bankans í Ameríku, sem hafði keðjuverkandi áhrif á starfsemi vestrænna banka, hvort Hörður Torfason, Jóhanna Sigurðardóttir og Co. ætli ekki að skrifa Obama bréf og spyrja hvort hann vilji ekki reyna að víkja Ben Bernanke seðlabankastjóra úr starfi (hann er með 14 ára samning frá 2006). Hvergi í hinum vestræna heimi annars staðar en hér hafa ríkisstjórnir reynt að reka yfirmenn seðlabankanna í kjölfar bankakreppunar. Þær eru upplýstari en svo um orsakir vandans.

Óttar Felix Hauksson, 25.2.2009 kl. 01:30

8 Smámynd: Ólafur Als

Sæll vertu Halldór,

ætli mér þykji ekki, líkt og sumum öðrum, að nóg sé komið af því að velta sér upp úr persónu Davíðs. Svo virðist sem sumir geti ekki á sér heilum tekið yfir manninum og vont til þess að vita hve margir formæla honum og rægja. Það er því fólki ekki sæmandi.

Hins vegar er ég á því að hann hefði átt að segja starfi sínu lausu fyrir nokkru og bjóðast til þess að gera það í samvinnu við síðustu ríkisstjórn, mögulega í anda þess sem borið var upp við Samfylkinguna, um að sameina Seðlabanka og Fjármálaeftirlitið að nýju.

Ég er reyndar ekki sammála þér um að Sigmar hafi sýnt mikla frekju, hefði jafnvel viljað sjá hann sauma betur að Davíð með beinskeyttari spurningum og meiri fróðleik - sérílagi þegar Davíð gaf færi á slíku þegar henn vék tali sínu að verðbólgumarkmiðunum. En nóg um það.

Það sem stendur að nokkru upp úr, eins og þú segir sjálfur, er að ríkisstjórnin er á nærfötunum einum klæða. Hún er hugmyndasnauð, án framtíðarsýnar, upptekin af pólitískum hreinsunum og  algerlega vanbúin til þess að leiða þjóðina - þrátt fyrir meðbyrinn sem hún hefur.

Kveðja,

Ólafur Als, 25.2.2009 kl. 01:38

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, Halldór.

Ég er mjög sammála þessu innleggi Ólafs Als hér á undan, í öllum þess ólíku atriðum.

Guðlaugur, vinsamlega skýrðu fyrir okkur, hvað þú átt við með þessum orðum þínum: "Maðurinn [Davíð] vissi ekki einu sinni hvað bindiskylda gerir."

Jón Valur Jensson, 25.2.2009 kl. 09:27

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Davíð er greinilega umræðuefni sem margir hafa áhuga fyrir. Ég þakk ykkur öllum innlitið. Ég stend við það sem ég sagði og truflast ekkert við aðrar skoðanir.

Hinsvegar hlýtur maður að undrast að ekki neitt hafi virðist hafa verið gert í hlutabréfamáli Katar-sheiksins.  Það er svo stórkostlegt dæmi um hina miklu ábyrgð bankastjórnenda Kaupþings, sem var metin á einar  60 milljónir á mánuði  í launum. Eða viðskiptin við kallinn með skrítna nafnið sem ég man ekki í svipinn.

Halldór Jónsson, 25.2.2009 kl. 10:29

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góður pistill, Halldór. Davíð er og verður alltaf uppáhaldsumræðuefni þjóðarinnar, vegna þess að það sem hann segir er ekki moðsuða eða ógrundaðar yfirlýsingar. Orð hans skipta máli.

Davíð kom vel undirbúinn í þáttinn, eins og við var að búast. Sigmar hefði mátt vita það og gera slíkt hið sama. Að vísa sífellt í bullið sem gengur hring eftir hring í kaffistofum landsins, þar til einfaldir fara að trúa síbyljunni er bara ekki nógu gott. 

Hef rekist á þessa athugasemd Óttars Felix Haukssonar vítt og breitt um Bloggið. Nýr vinkill sem álitsgjafar hafa gersamlega leitt hjá sér. Flottur Óttar.

Ragnhildur Kolka, 25.2.2009 kl. 14:58

12 Smámynd: Katrín

mikil lifandis skelfing er alltaf gaman að lesa bloggið þitt Halldór.  Hjartanlega sammála !

Katrín, 25.2.2009 kl. 15:24

13 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Sammála þér Halldór. Davíð kom rólegur og yfirvegaður í þáttinn og Sigmar hafði ekkert í hann að segja. Reyndar hræðilegt að horfa upp á hversu illa undirbúinn Sigmar var. Davíð stóð sig vel að venju. Sama hver stjórnmálaskoðun fólks er þá verður bara að viðurkennast að Davíð er snillingur!

Katrín Linda Óskarsdóttir, 25.2.2009 kl. 15:25

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Kæra vinkona Katrín fyrir vestan, takk fyrir hlýjar kveðjur nú sem endranær.

Það gleður mig líka að sjá að Ragnhildur Kolka og Katrín Linda taka undir mína hrifningu á málflutningi Davíðs.

Það er bara eitt sem truflar mig núna, en það er það sem Ingvar Örn hagfræðingur var að segja i Kastljósinu um það, að Seðlabankinn hefði getað takmarkað erlendar lántökur bankanna. Mér skildist á Davíð að svo hefði ekki verið. Hvað er eiginlega rétt í þessu ?

En auðvitað er þetta allt fyrir bí, búið og gert  og þessir tímar renna ekki upp aftur á okkar ævi ef að líkindum lætur. Eða skyldi maður aldrei segja aldrei ? 

Halldór Jónsson, 25.2.2009 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband