Leita í fréttum mbl.is

Davíđ frábćr !

Mikiđ lifandis upplifun var ţađ ,  ađ hlusta á hann  Davíđ tala í Kastljósinu.

Loksins ađ hlusta á mann,  sem veit hvađ hann er ađ tala um.   Mér finnst Davíđ hafa mikla yfirburđi yfir marga ţá,  sem  nú láta hćst á ţjóđmálasviđinu.   Rólega og yfirvegađ rúllađi hann frekjuspyrlinum Sigmari  ţannig upp,   ađ ţađ stóđ ekki steinn yfir steini í ţeim endemis málflutningi sem buliđ hefur á ţjóđinni undanfarna mánuđi. Og fréttamenn eins og Sigmar hafa endurómađ í tíma og ótíma .  

Allt taliđ um ţjóđarnauđsyn ţess ađ reka Davíđ úr Seđlabankanum, fannst mér verđa ađ saltstólpa ţarna á nokkrum mínútum.  Og prúđuleikararnir í ríkisstjórninni fundust mér sitja uppi berstrípađir međ bjargráđin  sín og vćntanlega efnahagspakka. Ţví ráđherrarnir eru bara ekki í neinu eins og keisarinn hans H.C. Andersen ţegar grannt er skođađ.  Ţetta er óljóst hjakk um ekki neitt. Nema ađ hata Davíđ Oddsson.   

Mér fannst ţetta viđtal tilbreyting frá  innantómum slagorđum  höfuđpresta Austurvallarindjánanna. Ţađ er til skammar,  ađ sá kynstofn heldur  núna iđju sinni áfram viđ hús Davíđs á nćturnar á sinn viđbjóđslega  hátt.    


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Rólegur og yfirvegađur ? Á hvađa ţátt varst ţú ađ horfa á ?

Skćtingur og vćnisýki lćtur nćr lagi.

hilmar jónsson, 24.2.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Auđvitađ getur Davíđ ekki sagt hug sinn allan međan hann situr í Seđlabankanum. Ég spái ţví ađ hann muni leysa frá skjóđunni strax og hann hćttir í bankanum, hvort sem ţađ verđur á nćstunni eđa síđar. Ţá mun hrikta víđa í stođum og margir sjá sćng sína útbreidda.

Ágúst H Bjarnason, 24.2.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Ţórir Kjartansson

Ađ mínu viti varđ Davíđ sér til skammar í ţessu viđtali. Lofsöng sjálfan sig endalaust og sneri allri sinni gremju upp á Sigmar, sem var bara ađ vinna vinnuna sína.  Davíđ er ábyggilega vel gerđur mađur en ţađ ţolir enginn ađ vera tilbeđinn eins og guđ en ţađ hafa of margir sjálfstćđismenn gert alltof lengi. (Og sumir gera ţađ sýnilega enn)

Ţórir Kjartansson, 24.2.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Guđlaugur S. Egilsson

Sorglegt segi ég nú bara ađ menn skuli vera svona blindađir. Mađurinn vissi ekki einu sinni hvađ bindiskylda gerir. Verst ađ Sigmar vissi ţađ ekki heldur. En hann sannađi ţarna í eitt skipti fyrir öll ađ hann er óhćfur seđlabankastjóri.

Guđlaugur S. Egilsson, 24.2.2009 kl. 23:55

5 Smámynd: Davíđ Ţór Kristjánsson

Ţađ er tilbreyting ađ heyra mann bera fyrir sig rökum í stađ endalausra órökstuddra upphrópanna. Stađreyndirnar tala sínu máli Ţórir minn ef ţú hefđir hlustađ á hvađ hann hafđi ađ segja.

Davíđ var mćttur vel undirbúin ađ vanda og Sigmar var ekki starfi sínu vaxinn í ţetta sinn ţó hann sé góđur spyrill.

Davíđ Ţór Kristjánsson, 24.2.2009 kl. 23:58

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Meira en óhćfur Guđlaugur, skađlegur.

hilmar jónsson, 24.2.2009 kl. 23:58

7 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Ţegar hinn 11. september í efnahagslífi Íslands átti sér stađ í byrjun október 2008, ţá vildi svo til ađ einn af forsvarsmönnum Moody's var staddur í sjónvarpssal beinnar útsendingar hjá fjármálasjónvarpsstöđinni CNBC Europe. Ég sat og horfđi á hann í tölvunni hjá mér. Taliđ barst ađ íslensku krónunni og Seđlabanka Íslands. En í ţessum hamförum náđi íslenska krónan sennilega ađ falla mest allra gjaldmiđla án ţess ađ viđkomandi seđlabanki gerđi neitt til ađ stöđva falliđ

Ţetta er dálítiđ merkilegt. En hvađ er svona merkilegt viđ ţetta? Jú, talsmađur Moody's sagđi ţađ vera Seđlabanka Íslands til mikils hróss ađ hann freistađist ekki til ţess ađ grípa inn međ stuđningsuppkaupum á krónu. Ţessi mađur frá Moody's vissi nefnilega vel ađ ţetta er freisting sem hefur orđiđ mörgum gjaldeyrisforđanum ađ falli, ţví í hita augnabliksins er svo auđvelt ađ missa skynsemina og fara ađ ímynda sér ađ hćgt sé ađ verja myntina gegn ofurkröftum. Endalaus röđ af seđlabönkum heimsins hafa reynt ţetta í erfiđum ađstćđum og er hausinn oftast blásinn af ţeim og forđinn gufar upp


Ekki á ţeirra vakt

En ţetta gerđist bara ekki hjá Seđlabanka Íslands. Hausinn var ekki blásinn af Seđlabanka Íslands og gjaldeyrisforđa ţjóđarinnar var ekki eytt í halda uppi vonlausu gengi einungis hinum vonlausu til hjálpar

Ţjóđin getur ţví ţakkađ hćfum mönnum Seđlabanka Íslands fyrir ađ hún á ennţá gjaldeyrisforđa. Honum var ekki eytt til hjálpar hinum vonlausu. Hann var geymdur handa ţjóđinni. Geymdur ef til harđinda kćmi og ef Ísland hefđi ţurft ađ halda út og ţrauka eitt og yfirgefiđ í óvinveittri baráttu - og ef ţurft hefđi ađ semja illvíga samninga viđ umheiminn, algerlega án utanađkomandi hjálpar. Ţađ hefđi ţví veriđ hćgt. Styrkleiki í samningum er nauđsynlegur en hann hverfur ţó oftast ef ţjóđin sveltur. Ţetta var tryggt vegna ţess ađ ţađ sátu hćfir hagfrćđingar og vanir stjórnendur í Seđlabanka Íslands. Banka ţjóđarinnar. En núna á samt ađ reka ţá

Nćsta atriđi í krísustjórn undir áföllum - og ennţá hér samkvćmt Moody's - er ađ tryggja ađ ţađ sé ekki gert áhlaup á gjaldeyrisforđann. Ađ hann endi ekki á Cayman eđa í hólfi í Singapore í eigu fárra ađila. Ţetta tryggđi Seđlabanki Íslands einnig. Gjaldeyrisforđinn er ţarna ennţá, fyrir ţjóđina. Seđlabanki Íslands sýndi hér í verki ađ hann er stofnun sem brást ekki. En mikiđ var lagt á hann. Öllu var hrúgađ á ţessa stofnun. Óhćfum fjármálageira á ólöglegum vaxtahormónum, óhćfum rembum útrásar og einnig eyđslusamri ríkisstjórn. Svo biđja menn um kraftaverk á međan allt var gert sem yfirhöfuđ var hćgt ađ gera til ađ ţröngva Seđlabankanum til ađ grípa til örţrifaráđa. Gjaldmiđillinn níddur niđur, sífellt grafiđ er undan öllu međ innilegri heimsku fjölmiđla, forvígismenn lýđskrumast í akkorđi og Samfylkingin grefur undan starfshćfni ríkisstjórnarinnar ţegar mest ríđur á ađ hún sé sterk og ţróttmikil

Hin nýja ríkisstjórn Íslands heldur eins og öll vinstri öfl alltaf halda ađ ţađ sé hćgt ađ laga allt ef bara settar eru fleiri reglur. Hún heldur ađ allir hćtti ađ aka óvarlega vegna ţess ađ ţeir hafi bílpróf. En vandamáliđ er bara ţađ ađ ríkisstjórn Íslands situr núna ölvuđ undir stýri og er ađ keyra yfir á rauđu ljósi út um allt. Hún mun brjóta allt og bramla í ölćđinu. Hún er nefnilega ofurölvi og víman er hefndarţorsti, skítt međ ţjóđina og skítt međ landiđ. Ölvunarćđi ţar sem bakarar bćjarins verđa hengdir opinberlega sem smiđir. Brátt mun brauđiđ ţví ţverra

En hver gerđi ţetta?

En hver gerđi árásina á Ísland, á myntina, á Seđlabankann, á ríkissjóđ og á öryggi ţjóđarinnar? Ţađ veit ríkisstjórnin ekki, hún hefur ekki tíma, ţví hún er úti ađ aka

Ekki einu sinni seđlabankastjóri Evrópusambandsins mun geta fengiđ vinnu hjá nýju ríkisstjórn Íslands ţví hann hefur ekki prófiđ. Ţess utan ţá hefur hann aldrei prófađ neitt nema ađ búa í ríkisreknu hagkerfi svo prófiđ skiptir heldur ekki máli hér. En núna getur nýja ríkisstjórn Íslands valiđ úr fullt af hćfum mönnum úr hinu fyrrverandi af öllu fyrrverandi, ţ.e. frá leifunum af fjármálageira Íslands og klappstýrum gulláranna

Ţvílíkir kjánar og einfeldningar. Nćst verđur forsćtisráđherrann krafinn um skilríki ţegar hann/hún ţarf ađ fara á . . . já ţú veist.....Ofanskráđ er tekiđ af bloggi Gunnars Rögnvaldssonar og er athyglisvert innlegg í ţá einlitu umrćđu sem átt hefur séđ stađ hér á landi í kjölfar atburđa ţeirra er leiddu til falls bankanna. Grunnhyggnir tćkifćrissinnar úr rýmsum áttum hafa reynt ađ skjóta pólitískum keilum, ráđast á Seđlabanka Íslands og gera hann ađ blóraböggli. Forsćtisráđherra vinstri starfsstjórnarinnar hefur látiđ etja sér á forađiđ og fjölmiđlar hafa básúnađ upp órökstutt blađriđ semi stórasannleiik, ađ forsenda afturbatans í efnahagsmálum sé ađ finna í hreinsunum í yfirstjórn Seđlabanka Íslands! Spyrja mćtti hvort í kjölfar fall Lehman brothers bankans í Ameríku, sem hafđi keđjuverkandi áhrif á starfsemi vestrćnna banka, hvort Hörđur Torfason, Jóhanna Sigurđardóttir og Co. ćtli ekki ađ skrifa Obama bréf og spyrja hvort hann vilji ekki reyna ađ víkja Ben Bernanke seđlabankastjóra úr starfi (hann er međ 14 ára samning frá 2006). Hvergi í hinum vestrćna heimi annars stađar en hér hafa ríkisstjórnir reynt ađ reka yfirmenn seđlabankanna í kjölfar bankakreppunar. Ţćr eru upplýstari en svo um orsakir vandans.

Óttar Felix Hauksson, 25.2.2009 kl. 01:30

8 Smámynd: Ólafur Als

Sćll vertu Halldór,

ćtli mér ţykji ekki, líkt og sumum öđrum, ađ nóg sé komiđ af ţví ađ velta sér upp úr persónu Davíđs. Svo virđist sem sumir geti ekki á sér heilum tekiđ yfir manninum og vont til ţess ađ vita hve margir formćla honum og rćgja. Ţađ er ţví fólki ekki sćmandi.

Hins vegar er ég á ţví ađ hann hefđi átt ađ segja starfi sínu lausu fyrir nokkru og bjóđast til ţess ađ gera ţađ í samvinnu viđ síđustu ríkisstjórn, mögulega í anda ţess sem boriđ var upp viđ Samfylkinguna, um ađ sameina Seđlabanka og Fjármálaeftirlitiđ ađ nýju.

Ég er reyndar ekki sammála ţér um ađ Sigmar hafi sýnt mikla frekju, hefđi jafnvel viljađ sjá hann sauma betur ađ Davíđ međ beinskeyttari spurningum og meiri fróđleik - sérílagi ţegar Davíđ gaf fćri á slíku ţegar henn vék tali sínu ađ verđbólgumarkmiđunum. En nóg um ţađ.

Ţađ sem stendur ađ nokkru upp úr, eins og ţú segir sjálfur, er ađ ríkisstjórnin er á nćrfötunum einum klćđa. Hún er hugmyndasnauđ, án framtíđarsýnar, upptekin af pólitískum hreinsunum og  algerlega vanbúin til ţess ađ leiđa ţjóđina - ţrátt fyrir međbyrinn sem hún hefur.

Kveđja,

Ólafur Als, 25.2.2009 kl. 01:38

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sćll, Halldór.

Ég er mjög sammála ţessu innleggi Ólafs Als hér á undan, í öllum ţess ólíku atriđum.

Guđlaugur, vinsamlega skýrđu fyrir okkur, hvađ ţú átt viđ međ ţessum orđum ţínum: "Mađurinn [Davíđ] vissi ekki einu sinni hvađ bindiskylda gerir."

Jón Valur Jensson, 25.2.2009 kl. 09:27

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Davíđ er greinilega umrćđuefni sem margir hafa áhuga fyrir. Ég ţakk ykkur öllum innlitiđ. Ég stend viđ ţađ sem ég sagđi og truflast ekkert viđ ađrar skođanir.

Hinsvegar hlýtur mađur ađ undrast ađ ekki neitt hafi virđist hafa veriđ gert í hlutabréfamáli Katar-sheiksins.  Ţađ er svo stórkostlegt dćmi um hina miklu ábyrgđ bankastjórnenda Kaupţings, sem var metin á einar  60 milljónir á mánuđi  í launum. Eđa viđskiptin viđ kallinn međ skrítna nafniđ sem ég man ekki í svipinn.

Halldór Jónsson, 25.2.2009 kl. 10:29

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góđur pistill, Halldór. Davíđ er og verđur alltaf uppáhaldsumrćđuefni ţjóđarinnar, vegna ţess ađ ţađ sem hann segir er ekki mođsuđa eđa ógrundađar yfirlýsingar. Orđ hans skipta máli.

Davíđ kom vel undirbúinn í ţáttinn, eins og viđ var ađ búast. Sigmar hefđi mátt vita ţađ og gera slíkt hiđ sama. Ađ vísa sífellt í bulliđ sem gengur hring eftir hring í kaffistofum landsins, ţar til einfaldir fara ađ trúa síbyljunni er bara ekki nógu gott. 

Hef rekist á ţessa athugasemd Óttars Felix Haukssonar vítt og breitt um Bloggiđ. Nýr vinkill sem álitsgjafar hafa gersamlega leitt hjá sér. Flottur Óttar.

Ragnhildur Kolka, 25.2.2009 kl. 14:58

12 Smámynd: Katrín

mikil lifandis skelfing er alltaf gaman ađ lesa bloggiđ ţitt Halldór.  Hjartanlega sammála !

Katrín, 25.2.2009 kl. 15:24

13 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Sammála ţér Halldór. Davíđ kom rólegur og yfirvegađur í ţáttinn og Sigmar hafđi ekkert í hann ađ segja. Reyndar hrćđilegt ađ horfa upp á hversu illa undirbúinn Sigmar var. Davíđ stóđ sig vel ađ venju. Sama hver stjórnmálaskođun fólks er ţá verđur bara ađ viđurkennast ađ Davíđ er snillingur!

Katrín Linda Óskarsdóttir, 25.2.2009 kl. 15:25

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Kćra vinkona Katrín fyrir vestan, takk fyrir hlýjar kveđjur nú sem endranćr.

Ţađ gleđur mig líka ađ sjá ađ Ragnhildur Kolka og Katrín Linda taka undir mína hrifningu á málflutningi Davíđs.

Ţađ er bara eitt sem truflar mig núna, en ţađ er ţađ sem Ingvar Örn hagfrćđingur var ađ segja i Kastljósinu um ţađ, ađ Seđlabankinn hefđi getađ takmarkađ erlendar lántökur bankanna. Mér skildist á Davíđ ađ svo hefđi ekki veriđ. Hvađ er eiginlega rétt í ţessu ?

En auđvitađ er ţetta allt fyrir bí, búiđ og gert  og ţessir tímar renna ekki upp aftur á okkar ćvi ef ađ líkindum lćtur. Eđa skyldi mađur aldrei segja aldrei ? 

Halldór Jónsson, 25.2.2009 kl. 20:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 1094
  • Sl. viku: 5812
  • Frá upphafi: 3188164

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 4926
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband