Leita í fréttum mbl.is

Gamli sáttmáli ?

Það er mikill ferskleiki yfir því að vera búinn að fá norskan seðlabankastjóra sem talar við okkur á ensku.  Davíð talaði bara á íslensku. Nú þarf bara að veita honum ríkisborgararétt eins og Fischer svo hægt sé að skipa hann í embættið. 

Sú var tíðin að við gengum Noregskóngi á hönd með Gamla Sáttmála til að bjarga okkur frá okkur sjálfum. Hingað komu norrænir biskupar og sendiherrar án þess að kjör landsmanna bötnuðu mikið . Síðan eru liðnar margar aldir. Nú tala margir okkar bestu manna um  nýjan sáttmála við Evrópubandalagið sem bjargráð inní framtíðina. Það gagnar þeim sem þá verður á lífi sagði séra Jens á Setbergi í neftóbaksleysi sínu.    

Merkilegt hvernig svona uppákomur í Seðlabanka geta  stjórnað umræðunni í þjóðfélaginu.   16.500 Íslendingar eru núna atvinnulausir. Enginn virðist vita hvað hægt er að gera í þeim málum. Hefur enginn okkar forystumanna áhyggjur af þessu ?  Hver talar kjark í þjóðina  núna ? Forsetinn ? Forsætisráðherrann ?  Fjármálaráðherrann ?  Hvar  er okkar Obama ?

Nú þegar helmingur þjóðarinnar er búin að fá nóg af stjórnarskrá lýðveldisins, óréttlátu kosningafyrirkomulagi og misvægi atkvæða,  óþörfu forsetaembættinu og Ólafi Ragnari Grímssyni til viðbótar,  er ekki mál að huga að öðrum leiðum ?  Verðum við ekki að gerbylta þessu gamla kerfi misjafns atkvæðisréttar og ráðherraveldis sem afleiðingu af því ? Kjósa okkur einn alvöru leiðtoga yfir allt landið eins og Bandaríkjamenn, með meirihluta atkvæða.   Forseta sem þjóðin verður að treysta á. Forseta,  sem getur ekki vísað málinu til næsta manns eða nefndar.  Sameiningartákn en ekki málamiðlanir.    

Stoltenberg vildi ekki taka við okkur í myntbandalag.  Við verðum því áfram með krónuna um ókomin ár.Enda er hún hvorki betri né verri en við sjálf viljum.  En spurning er hvort við getum staðið einir sem þjóð til frambúðar ?  Erum við ekki orðin of mörg í landinu til þess að auðlindir þess beri okkur ?

En kæri Stoltenberg: Var Gamla Sáttmála nokkru sinni   sagt upp ?    

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband