12.3.2009 | 22:15
Kreppuvíxlar !
Mér fannst athyglivert þegar íslenzkur hagfræðingur sem starfar erlendis kom fram í Kastljósi og brá upp eftirtektarverðri hugljómun.
Hann sagði eitthvað sem svo, að horfði maður á jörðina utanúr geimnum myndi maður sjá að allt væri á sínum stað eins og fyrir kreppu. Peningarnir, mennirnir, verksmiðjurnar, auðlindirnar, tækin, húsin. Það eina sem væri farið væri traustið. Traustið milli manna og fyrirtækja. Enginn treysti öðrum og enginn vildi lána öðrum.
Þetta er athyglisverðasta greiningin sem ég hef heyrt á kreppu og orsökum hennar. Við erum hrædd hvert við annað. Við erum hrædd við bankana og þeir eru enn hræddari við okkur skuldarana. Við erum hrædd við náungann og höldum að hann ætli að stela af okkur. Við girðum okkur af bæði huglægt og verklægt.
Hvernig á að leysa kreppuna ?. Pólitískir leiðtogar halda að það verði gert með því að prenta peninga uppí orðin útlánatöp bankanna. Þetta læknar enga kreppu því að ríkisbankarnir eru ekki viðskiptabankar í eðli sínu og þora ekki að lána fólkinu. Þeir bara troða peningunum í götin hjá sér. Á Íslandi eru engir nefnilega engir bankar lengur heldur opinberar innheimtustofnanir, sem hafa það eitt að markmiði að svíða af viðskiptamönnum sínum sem allra mest. Hirða allt sem kló á festir en hætta ekki á neitt. Ríkisstarfsmaðurinn fær sama kaupið meðan hann er ekki rekinn og hangir í vinnunni milli 9 og 5 sálarlaus og áhugalaus um allt nema kaupið sitt. Hann er ekki rekinn ef hann tekur enga áhættu. Því bara svíður hann allt og alla sem hann getur.
Þetta fyrirkomulag dýpkar kreppuna stöðugt. Og kommúnistastjórnin, sem hér situr núna, sér ekkert til bjargar nema hækka skatta á almenningi til að fjármagna sértæk góðverk sín. Það gefur auga leið þegar öll stafsemi er á heljarþröminni og vöxtum er haldið í okurhæðum og gjaldeyrishöft algerlega ráðandi, ekker gengur að gera upp gamla svindlið ,að þetta leiðir beint til enn meiri vandræða, kreppu og kyrrstöðu.
Það sem þarf núna er að hækka ekki skatta og koma verðmætum í umferð meðal almennings. Það verður að vinna upp traustið aftur og lækka vexti í takt við minnkun verðbólguna.
Hið pólitíska vald er ekki megnugt um að koma neinu af stað. Alþingismenn eru ráðalausir hvað sem þeir segjast heita.Fólkið verður að taka til sinna ráða.
Mér hefur dottið í hug að Kauphöllin myndi prenta sérstaka númeraða kreppuvíxla. Þá gætu menn fengið til útfyllingar og selt sjálfir einhverjum vini sínum, sem ætti pening eða vöru sem hann vill selja. Kaupverðið á víxlinum er á milli þeirra. Víxlarnir mega vera í hvaða mynt sem er og til hvaða tíma sem er.
Kauphöllin tekur síðan útfylltan kreppuvíxilinn með samþykkjanda og útgefanda og auglýsir til sölu. Fjárfestir gerir hugsanlega tilboð og það myndast þá gengi á víxlinum og útgefandinn fær peninginn til baka mínus kostnaðinn, sem dregst þá frá hagnaði hans af viðskiptunum. Hann getur þá lánað aftur eða selt.
Kauphöllin heldur skrá yfir obligó hvers einstaklings og sölumöguleikar hinna skuldugu minnka með lægra gengi þeirra víxla en hinir fá betra gengi. Þannig fara viðskiptin af stað aftur í einhverjum mæli. Margfeldisáhrifin segja fljótt til sín og fólkið fær von og traust á sjálfu sér og náunganum.
Pólitíkusarnir og Seðlabankinn geta svo komið inní dæmið með því að greiða fyrir endurræsingunni á efnahagsvélinni. Þeir hafa sýnt það að þeir eru ekki færir um neitt af sjálfum sér sem getur komið efnahagslífinu á stað . Því verður einkaframtakið að höggva á hnútinn með þessum hætti.
Ef við gerum ekkert mun hönd dauðans og kommúnismans leggjast yfir þessa þjóð og valda hér ólýsanlegum skelfingum.
Við verðum að gera eitthvað til að endurreisa traustið milli manna. Þegar traustið kemur aftur þá breytist allt í mannheimi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3420148
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Algjör snilld! Þú kannt sannarlega að koma orðum að þessu. Synd að heyra ekki í þessum hagfræðingi.
Innanlandspeningar í formi víxla!! Af hverju ekki?
Ég bý ekki á Íslandi, enn eru þetta kommúnistar sem ráða ríkjum þarna? Þeir kalla sig alla vega eitthvað annað..
Óskar Arnórsson, 12.3.2009 kl. 22:34
Flott hugmynd af gjaldmiðli. Spurning hvort það er ekki eins með þessa hugmynd, og það sem hagfræðingurinn sá þegar hann sá jörðina utan utan úr geimnum, að hún á jafn vel við um heim allan.
Það er hugarfarinu sem fólk verður að breyta, hætta að treysta á stjórnmálamenn og taka til eigin lausna. Nema að fólk vilji láta leiða sig inn í alheimsvæðingu fasísks kommúnisma eða hvað nafn sem menn kjósa að gefa þrælabúðunum.
Magnús Sigurðsson, 12.3.2009 kl. 22:58
Góð og skemmtileg grein hjá þér.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.3.2009 kl. 23:15
..búa til hagkerfi fólksins! Tengja framhjá bönkunum! Þess meira sem ég hugsa um þetta því meiri snilld þykir mér þetta vera...einfalt og skýrt!
Óskar Arnórsson, 13.3.2009 kl. 00:47
Skemmtileg og vel skrifuð grein hjá þér!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.3.2009 kl. 09:34
bregst ekki halldór! Ég er viss um að værir þú norskur væri Steingrímur löngu búinn að ráða þig til verka, nú eða bara Egill Helga sem er nú ráðingarstjóri ríkisins
Katrín, 13.3.2009 kl. 13:22
Nákvæmlega! Eitthvað í þessum dúr verður að koma til. Ekki gera stjórnmálamenn okkar nokkurn skapaðan hlut, til þess eru þeir of hræddir um að þurfa, og bera, ábyrgð á gerðum sínum.
Björn Finnbogason, 13.3.2009 kl. 20:34
Takk fyrir öllsömul. Mér finnst að við verðum að gera eitthvað sjálf til að endurreisa traustið milli manna. Við megum ekki afskrifa gildi þess þó að einhverjir hafi sýnt sig að vera ekki traustsins verðir.
Halldór Jónsson, 15.3.2009 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.