Leita í fréttum mbl.is

28 milljarðar hvert ?

Nýlega var tilkynnt um að BYR hefði tapað 28 milljörðum.

Enginn spyr hver fékk þessa peninga ? Ég sat eitt sinn í stjórn SPK sem rann svo inní BYR .  Þar voru menn sífellt að reyna að finna einhverja  til að lána sem voru líklegir til að borga til baka og forðast hina sem ekki voru líklegir til þess. það er líklega alveg hætt að spekúlera í slíkum hlutum í nútíma bankastjórnun eftir því sem fleira er upplýst af afrekum bankastrákanna með háa kaupið. Þeir virðast mér hafa verið fremur fífl eða glæpamenn heldur en þeir snillingar sem þeir sögðust sjálfir vera.  

Það var altalað að Jón Ásgeir og hirð hans sem allir þekkja  hefðu verið búnir að taka völdin í BYR. Ryksuguðu þeir  alla þessa peninga  úr BYR ?  Og töpuðu þeim auðvitað í rekstrarsnilld sinni úti í löndum eða fluttu til Tortúla.?  

Af hverju kynnir Agnes Bragadóttir til dæmis sér ekki hvert þessir aurar úr BYR  fóru ? Bankaleynd er ekki lengur í tízku segir ráðherrann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Þetta eru vitanlega ömurlegar fréttir. Ég hef verið viðskiptaviur Byrs um langan aldur (Sparisjóður vélstjóra), en er bundinn þeim átthagafjötrum vegna húsnæðisláns - ætli maður reyni þá ekki óhefðbundnar leiðir og flytji viðskipti sín annað. Spurningin er vitanlega, HVERT? Er einhverjum treystandi?

Er þessari þjóð við bjargandi ... ?

Ólafur Als, 18.3.2009 kl. 11:42

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ætli BYR verði ekki skástur þegar búið er að skipta um stjórn í fyrirtækinu. Varla verður þessi endurkosin.

Halldór Jónsson, 18.3.2009 kl. 14:10

3 Smámynd: Árni Árnason

Ég er einn af þeim sem varð viðskiftavinur BYR óspurður. Fluttist frá SPK á sínum tíma.

Nú eru hinsvegar að renna á mig tvær grímur.

Þú segir Halldór að BYR verði e.t.v. skástur með nýrri stjórn. Ráða ekki eigendur hverjir eru í stjórn ?

Hverjir eru raunverulegir meirihlutaeigendur?

Eigum við engan rétt á að fá að vita það ?

Og þá er ég ekki að tala um eitthvert Holding þetta eða Group hitt, heldur eigendur af holdi og blóði.

Árni Árnason, 20.3.2009 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 3420155

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband