Leita í fréttum mbl.is

Pólitískar hreinsanir !

Kommúnistastjórnin beitir sér nú fyrir víðtækum hreinsunum í stjórnkerfi landsins. Ráðuneytisstjórar, bankaráðsmenn, bankastjórar, látnir víkja unnvörpum og dyggir stuðningsmenn settir í þeirra stað. Alveg eins í Tékkóslóvakíu eftir stríðið þegar valdataka kommúnista fór fram eftir stjórnlagaþing. Kommúnistar  voru þá búnir að planta sínum mönnum um allt kerfið þannig að eftirleikurinn varð auðveldur.  

Það er greinileg viðleitni í gangi til að framkvæma hliðstæðu þessa hér á landi. Það er talað um vilja fólksins, fólkið krefst, heimilin krefjast .....  Allt greinar á sama meiði og áður var þekktur." Í gær var hún kannski  brún sú böðulshönd, sem blóðug og rauð ...... "

Allt gert undir  bragarhætti  frá Bessastöðum eftir að upphlaup og skrílslæti að undirlagi kommúnista  buguðu lýðræðisþrek Samfylkingarinnar í vetur.  Sjónarspil  er nú leikið á Alþingi um aukatriði til þess að dreifa athyglinni frá getuleysi stjórnarflokkanna til þess að ráða við efnahagsvandann og atvinnuleysið.  Framsóknarmaddaman leikur hér sitt ábyrgðarlausa   hlutverk í þessu ferli öllu, sem menn vonandi muna þeim. 

Í komandi kosningum skiptir höfuðmáli að að menn láti ekki fagurgala  um félagshyggju  og ímyndaðar hefndir á Sjálfstæðisflokknum fyrir bankahrunið blekkja sig til að hverfa frá grunngildum borgaralegrar sannfæringar.

Öll fyrirheit kommúnista um frelsi, jafnrétti og bræðralag  eru sem fyrr lygar frá grunni. Þeir stefna ávallt að einræði og kúgun.  Í því skyni svífast þeir einskis og beita því núna gamalkunnum undirbúningsaðgerðum. Þáttur í þeim eru yfirstandandi pólitískar hreinsanir í stjórnkerfinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; æfinlega, Halldór !

O; margt er nú líkt, með skyldum, verkfræðingur góður. Stigsmunur kannski, á miðju sukki frjálshyggju Kapítalistanna, annars vegar og vinstri hroða Kommúnistanna, hins vegar.

Hvoru tveggju; ókinda stefnur - hverjar, af makræði og alls kyns sora, hygla sér og sínum, á kostnað okkar hinna, hrekklausra þjóðernissinna, sem annars vammlauss fólks, víðs vegar, um samfélag okkar, sem veröld alla.

Einkar athyglisvert; en þó einkennandi - dugleysi og fálm, Haarde klíkunnar (sem var), og svo þeirra Jóhönnu og Steingríms, núverandi, að ógleymdum Sigmundi Davíð, náttúrulega.

Enda,........ ekkert óáþekkir, í sínum foröðum; Karl Marx, og þeir Milton Friedman, þá grannt er skoðað, Halldór minn, og fyrir hverjar bábiljur þeir stóðu, svo sem.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Hreinsun í stjórnkerfinu er eina leiðin út úr ógöngum þjóðarinnar og það veist þú vel Halldór Jónsson

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 19.3.2009 kl. 00:40

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Samlíkingin við lönd austantjalds gengur helst upp í því samhengi að með lýðræðisumbótum voru margir látnir fjúka sem að höfðu fengið embætti sín í krafti Flokksins og spillingar.

Þú veist hvernig íhaldið hefur gegnsýrt stjórnsýsluna á 18 ára ferli. Nasistar og fasistar eru verri en kommúnistar, ef þú vilt fara út í það að vera frasisti.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.3.2009 kl. 12:33

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Æviráðningar mega mín vegna heyra sögunni til. Það væri ágætt ef það yrði viðurtekin regla að enginn mætti sitja í embætti lengur en sú ríkisstjórn sem hann skipaði. Reka alla við hver stjórnarskipti.

En það er ekki það sem er að gerast. Er ekki  heldur  verið að raða kommúnistakerfiskurfum á allr jötur til þess að eiga þjónkun þeirra vísa þegar á þarf að halda eftir handvalda sjórnlagaþingið , sem stofna á Alþýðulýðveldið Ísland ?

Halldór Jónsson, 19.3.2009 kl. 13:15

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Gunnlaugur ! Ég hygg; að Fasisminn hafi ei skilið eftir sig; þvílíkan hroða og óskapnað, í heimsbúskapnum, sem Kommúnisminn og andskotans frjálshyggju Kapítalisminn.

Og; Gunnlaugur ! Gleymdu ekki; þætti ykkar Samfylkingar frjálshyggju krata, i niðurslagi íslenzks þjóðlífs.

Og enn; Gunnlaugur, sem aðrir ESB sinnar !

Nazisminn var; undanfari ESB dellunar, hugmyndafræðilega sem að öðru leyti, enda,.... keppikefli þýzku rummunganna, að gína yfir allri álfu okkar - með sleikjuskap og undirlægju hætti, við bandarísku heimsvalda sinnana, að sjálfsögðu !!!

Eða; hverjir eru Bandaríkjamönnum fylgispakastir - í endalausri þvælunni, í Mið- Austurlöndum, sem víðar ?

Með beztu kveðjum; sem hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 13:16

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gunnlaugur, nazistar og fasistar voru kannski ögn verri en sumir kommúnistar á sínum tíma, en þar mátti þó ekki miklu muna, og raunar drap kommúnisminn fleiri milljónir manna en hinar stefnurnar samanlagðar, enda gafst honum lengri tími til.

Fjör hjá þér, Halldór! En ekki lízt mér á að líkja nýjustu stöðuráðningum við það sem átti sér stað í alræðisríkjum kommúnista.

Jón Valur Jensson, 19.3.2009 kl. 14:23

7 Smámynd: Kristján B. Jónasson

Það er einmitt upplýst, nútímaleg og fordómalaus umræða af þessum toga sem fær mann til að trúa á glæsta framtíð Íslands! Sérstaklega þegar málshefjendur eru jafn víðsýnir og kunna svo vel að fara með staðreyndir og geta dregið svo vel fram skýr dæmi úr sögunni. En af hverju Tékkóslóvakíu, af hverju ekki bara Ráðstjórnarríkin á stjórnarárum Stalíns, af hverju ekki Kambódía Pol Pot, svona fyrst að menn eru á annað borð byrjaðir! Þetta stemmir allt svo vel!

Kristján B. Jónasson, 19.3.2009 kl. 16:21

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Valdið er í höndum kjósenda eftir tvo mánuði. Svo skulum við skoða hverjir koma í manns stað. Það verður engin bylting á Íslandi. Vantar hugmyndafræðina. Byltingin varð 1995 þegar fyrri stjórnarflokkar komu á "frjálshyggjuræði" innan sem utan stjórnkerfisins. Endurskoðun frekar en gagnbylting er í gangi núna.

Gísli Ingvarsson, 19.3.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3420794

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband