21.3.2009 | 13:54
Ný gjaldþrotalög !
Einn meginþáttur í krafti bandarísks efnahagslífs eru gjaldþrotalög þeirra. Sá sem verður gjaldþrota er gerður upp og málið er búið. Samuel Goodyear varð víst sjösinnum gjaldþrota áður en dekkin lukkuðust hjá honum. Hér á landi hefði hann aldrei risið upp aftur eftir fyrsta fallíttið.
Í Bandaríkjunum skilarðu lyklinum að húsinu þínu til bankans þegar þú getur ekki borgað. Málið er búið. Hérna ertu eltur persónulega útfyrir gröf og dauða við sömu aðstæður. Þú sem einstaklingur ert veðandlagið sjálfur þegar þú færð lán með tryggingu í húseigninni, seljist hún fyrir minna en skuldinni nemur á uppboðinu.
Hlutafélag fer á hausinn eins og þau sem stóru braskararnir notuðu í bankahlutabréfakaupunum og málið er búið. Hvítabirnan er áfram hvít Einstaklingur á Íslandi sleppur hinsvegar aldrei frá sínu gjaldþroti. Svartur er svartur áfram.
Þetta er svínarí og verður að afleggja. Einstaklingur getur orðið gjaldþrota af ýmsum jafnvel óviljandi ástæðum . Það verður að gera upp dæmið við hann og síðan búið mál. Nýr einstaklingur verður að fá að verða til og fá tækifæri til að verða að fullgildum þjóðfélagsþegni aftur. Uppreisn æru eins og ýmisr hafa fengið.
Eiga ekki allir að fá annað tækifæri í lífinu ? Samkvæmt íslenskri gjaldþrotahefð er slíkt ekki mögulegt. Þú ert brennimerktur til lífstíðar og hundeltur.
Þarna finnst mér verðugra verkefni fyrir Alþingi að vinna heldur en að vera skipta sér af bólförum fólks.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Heill og sæll
Undir þennan fína pistil tek ég heilshugar. Við blasir fjöldagjaldþrot hjá kynslóð sem gerði ekki neitt annað en að fylgja hinu bólgna íslenska normi. Kynslóð sem stendur jú í ströngu við að viðhalda stofninum, en er haldið í gíslingu og skuldafangelsi.
Þetta fólk þarf hreint borð, nýtt upphaf og hreint gjaldþrotasakavottorð. Það er lágmarkskrafa.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.3.2009 kl. 14:09
Þetta er eitt af stærstu baráttumálum Hagsmunasamtaka heimilanna. Við viljum að veðandlag eigi að duga fyrir veði. Við viljum að gjaldþrot sé einskiptisaðgerð en ekki sé hægt að rjúfa fyrningu ítrekað og halda fólki í skuldaklafa um aldur og ævi. Viljum að skuld fyrnist við gjaldþrot.
Hagsmunasamtök heimilanna leggja áherslu á að bráðaaðgerðir stjórnvalda vegna efnahagskreppunnar feli í sér eftirfarandi:
1. Almennar leiðréttingar á gengis- og verðtryggðum lánum heimilanna
2. Afnám verðtryggingar
3. Jöfnun áhættu milli lánveitenda og lántakenda
4. Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
5. Samfélagslega ábyrgð lánveitenda
Í umsögn sinni um frumvarp ríkisstjórnarinnar um aðför, nauðungarsölu og gjaldþrotaskipti segja samtökin:
Kannski hefðum við átt að ganga harðar fram og krefjast þess að gjaldþrotalögum verði breytt til samræmis við t.d. bandarísk lög. En það kemur bara næst.
Marinó G. Njálsson, 21.3.2009 kl. 16:03
Já akkúrat Marínó, gangið harðar fram.Vissi ekki að ykkar samtök væru til en þau eru greinilega mjög þörf.
Takk fyrir Jenný að taka undir með þínum vinsamlegu orðum.
Halldór Jónsson, 21.3.2009 kl. 16:22
Farðu inn á www.heimilin.is og þar getur þú skráð þig í þau.
Marinó G. Njálsson, 21.3.2009 kl. 17:46
Ég er hjartanlega sammála þér Halldór...það er skelfilegt að fólk skuli vera hundelt alla ævi ef það verður gjaldþrota...jafnvel af ástæðum sem það á ekki einu sinni sök á sjálft. Þessu þarf að breyta. Er ekki föngum gefið nýtt tækifæri ?? Hvers vegna ætti þá ekki líka að gefa gjaldþrota fólki annað tækifæri ??
TARA, 21.3.2009 kl. 18:02
Menn fá uppreisn æru eftir afplánun og eru menn með mönnum. Er gjaldþrot öðruvísi ?
Halldór Jónsson, 21.3.2009 kl. 20:15
Hugsunin er, hvers virði er einstaklingurinn er. Þetta birtist td. í því að ofbeldi er refsilaust á Íslandi, þar er einn aumingi að berja annan óflokksbundinn ræfil. Skrælingjaháttur er íslendingum inngróinn eftir 800 ára kúgun íslensku stjórnmálaflokkana.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.3.2009 kl. 22:01
Hér er ég innilega sammála þér Halldór og Marinó greinilega veit hvað hann syngur í þessu baráttumáli!
Haraldur Haraldsson, 21.3.2009 kl. 22:06
Hættan er sú að menn misnoti kerfið - stundi endalaust kennitöluflakk - byggi endalaust fyrirtæki á rústum þeirra fyrri og láti allt fara á hausinn - og samfélagið borgar brúsann - í formi útgjalda atvinnuleysistryggingarsjóðs - svo ekki sé nú minnst á það óréttlæti sem þetta hefur í för með sér gegn heiðarlegum samkeppnisaðilum.
Púkinn, 21.3.2009 kl. 22:58
Friðrik (Púkinn), það er alltaf hætta á að menn misnoti kerfið. Málið er að einstaklingar geta ekki stundað kennitöluflakk eins og fyrirtæki. Og þó þeir geta það, en á því eru miklar takmarkanir. Við erum að tala um einstaklinga hér, ekki fyrirtæki. Það er óþolandi fyrir einstaklinga sem lenda í gjaldþroti að geta átt það á hættu að vera hundeltir alla ævi. Ég veit að það mæta einstaklingar á nauðungaruppboð til að kaupa kröfur af þeim sem fengu ekkert upp í sínar. Meðal þeirra eru einstaklingar sem þætti það ekkert gott stöðu þeirra vegna, ef í ljós kæmi hverjir þeir eru. Þessir aðilar eru bara hrægammar og ekkert annað.
Annars er nauðsynlegt að það komi fram, að hægt er að forðast nauðungarsölu en vera samt í vanskilum. Síðan getur nauðungarsala verið gerð ógild ef annað af tvennu gerist. Þetta tvennt tengist. Málið er að vera í skilum við þá sem eru á fyrri veðréttum, en borga ekki skuldir á efri veðréttum. Fari eign í nauðungarsölu, þá er salan þá og því aðeins gild að sá sem fór fram á söluna hafi fengið eitthvað upp í skuldina sína. Hafi það ekki gerst, þá ógildist salan og eigandinn hefur áfram full yfirráð yfir eigninni. Fái sá sem fer fram á uppboðið eitthvað upp í skuld sína, þá er samt hægt að ógilda söluna, ef fengist hefur óeðlilega lágt verð fyrir eignina. Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna viljum að settar verði skýrar reglur um hvað telst óeðlilega lágt verð. Fulltrúi sýslumanns ákveður það núna, en auk þess er hægt að skjóta ágreiningi um söluna til þess héraðsdómara sem úrskurðaði um nauðungarsöluna. Mikilvægt er að dómari og skuldari hafi til viðmiðunar einhver neðri mörk, samkvæmt mati dómskvadds matsmanns, og fáist sú upphæð ekki fyrir eign á uppboði, þá hafi uppboðsþolandi heimild til að hafna sölunni og vísa málinu fyrir dómara sem verður þá að ógilda söluna. Auðvitað getur uppboðsþoli samþykkt fáránlega lágt verð, en það er þá hans ákvörðun. Einnig er eðlilegt að sýslumanni verði gert skylt að upplýsa uppboðsþola um rétt hans gagnvart niðurstöðu uppboðsins. Ég hef engar áhyggjur af uppboðsbeiðanda, þar sem hann hefur líklegast stóð þaulreyndra lögfræðinga á sínu snærum.
Marinó G. Njálsson, 21.3.2009 kl. 23:22
Takk fyrir þetta Marínó, ég er viss um að þetta vita ekki margir.Þetta eru þarfar ábendingar sem þið þurfið að kynna sem víðast.
Halldór Jónsson, 21.3.2009 kl. 23:34
Í USA sem og öðrum ríkum með hæfar ríkisstjórnir er verðmæti íbúðaverðs í höfuðborginni mælikvarði á getu og ábyrgð stjórnvald til að viðhalda sömu velferð. Því kallast það verðtrygging að fá veð í fasteign sem er viðhaldið samkvæmt tilsettum kröfum. Um önnur verðmæti sér í lagi ósnertanleg er ekki að taka veð sem verðtryggingu svo þá er miðað við meðal verðlagsþróun á neysluvöru á hverjum tíma og notað í stað veðs til verðtryggingar. Hér á Íslandi er því um tvær verðtryggingar að ræða. Þessi sér viðbótar Íslenska stafar af því að erlendir lánadrottnar hafa aldrei borið traust til stjórna íslenskra efnahagsmála. Hvað samgirni er líka í því að meintar íslenskar lífeyriskynsslóðir eigi að geta sparað sig frá sameiginlegri ábyrgð þegar öll þjóðin lendir í efnahagsþrengingum?
Sérstök íslensk verðtrygging er til skammar fyrir þjóðina og sér í lagi fyrir sérhverja ríkisstjórn sem notar hana sem tryggingu fyrir gjaldeyrisstefnu sinni.
Júlíus Björnsson, 24.3.2009 kl. 12:55
Nú er ég ekki sammál þér Júlíus. Verðtrygging er nauðvörn hins íslenzka sparanda vegna framferðis ríkisstjórna og launþegasamtaka, sem taka konur og börn í gíslingu kjarabaráttu sinnar hvenær sem þeim sýnist. Ef ekki væri hægt að verðtryggja sparnað þá væri hér allt vonlaust eins og það var þegar Landsbankinn var að ljúga að mér sem barni á sparibyssuni með setningunni; Græddur er geymdur eyrir "
Verðtrygging verður þá líka að vera á því ef þú lánar sparnaðinn. Annars gastu hér áður líka skipt þínum aurum í erlenda mynt og átt hana á bankareikningi gegn einhverjum lágum vöxtum. En það er verðbólga erlendis þannig að það gaf núll líka.
Við eigum að vera stoltir af því Íslendingar að hafa fundið upp verðtrygginguna og gera okkur kleyft að halda úti eigin gjaldmiðli á þann hátt.
Halldór Jónsson, 24.3.2009 kl. 15:34
Ég er nú hinsvegar að flestu leyti sammála þér Halldór.
Sparifé má verðtryggja að hætti nýlenduveldanna með tvennum hætti:
a) Neysluverðsvísutölu
b) Markaðverðsvísitölu fasteigna á Íslandi [íbúðarhúsnæði sem búið er í.
Það er tiltölulega stutt síðan R-listin fór að miða fasteignamatið við markaðsverð. [m.a. hans þáttur í ofurgróðablekkingarþennslunni]
En fullorðnir hér áður fyrr lögðu ekki peninga í banka þeir tryggðu þá með því að fjárfesta í fasteignum. Allur þessi fjöldi efnamanna sem notað fasteignaverð sem tryggingu fór aldrei flatt út úr verðbólgunni, hér áður fyrir þegar tíðkaðist að brenna upp skyldusparnað og lífeyri hinna gömlu sem létu okkur fá allt ókeypis upp í hendurnar.
Gallarnir á tvítryggingunni eru nú þegar ljósir og þess vegna ættu Íslendingar að taka upp hætti nýlenduveldanna fyrrverandi hvað varðar verðtryggingar aðferðir.
Júlíus Björnsson, 24.3.2009 kl. 17:53
Algjörlega sammála þessu, fókusinn hefur aldrei verið á einstaklinginn hvað svo sem Flokkurinn þykist sperra sig á þeim vettvangi.
Jóhannes Birgir Jensson, 28.3.2009 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.