Leita í fréttum mbl.is

Valið snýst um vinstri stjórn !

Þegar Jaques Delors hefur opinberlega  lýst vantrú sinni á því að evran muni  lifa af efnahagsþrengingarnar , þá sjá sumir íslenskir stjórnmálamenn það vænlegast fyrir  kosningarnar framundan, að tala um upptöku evrunnar og ræða inngöngu í ESB. Á sama tíma er okkur sagt í fréttum að meirihluti Breta er sagður vilja ganga úr ESB. Ennfremur að  ekki sé  ólíklegt að Þjóðverjar séu orðnir  ekki síður blendnir í Evróputrúnni enda fer þeim röddum fjölgandi í Evrópu,  sem hafa efasemdir um að Evrópubandalagið sjálft muni lifa af þá erfiðleika sem við því blasa núna. En er þetta ekki bandalag jafninga heldur hinna ríku  og fátæku sem augljóst er að ná ekki saman. 

Evrusvæðið er því í raun gjaldþrota og samhjálpin er auðvitað að bregðast. Evrópubandalagið er og verður aldrei jafnoki Bandaríkjanna sem hefur einn fána, eitt þing  og eina þjóð á móti 27 sundurlausum ríkisheildum Evrópu,  sem eru auk þess illa haldnar af ofstjórnaráráttu sem við Íslendingar eigum erfitt með að þola.  

Trúin  á Evrópubandalagið hefur samt ekki dvínað hjá Samfylkingunni. Hinn nýi  leiðtogi Samfylkingarinnar boðar áframhaldandi faðmlag sitt við VG eftir kosningarnar til þess að leiða þjóðina úr vandanum,  -með eða án Framsóknar.  Undir þetta tekur formaður VG. Þessir flokkar,  sem flestir vita að eru algerlega ósammála um afstöðuna til ESB, ætla sem sé að vera áfram  í einni sæng eftir kosningarnar framundan. Að líkindum leiðir það til þess að ekkert gerist í þeim málaflokki meðan sú stjórn hjarir, sem samkvæmt reynslunni af vinstristjórnum verður styttra en eitt kjörtímabil.  

Í því ljósi hljóta menn að skoða ræðu Steingríms formanns á  landsfundi VG.  Formaðurinn sagði þar ekkert um afstöðu flokksins  til  ESB.   Hann lýsti hinsvegar fögrum orðum óskilgreindri  ánægju sinni með samstarfið við Samfylkinguna . En sá flokkur undir forystu Ingibjargar gerði ESB afstöðu Sjálfstæðisflokksins að stjórnarslitaástæðu á liðnum vetri. Sem leiddi til valdatöku núverandi ríkisstjórnar eftir óþolandi afskipti og stjórnlagahefðarbrot forseta Íslands sem við var að búast.     

Ekki var tal formannsins um væntanlegar skattahækkanir skýrara.   Það er því greinilega meira hrein  valdagræðgi en grundvallarhugsjónir sem ráða framgöngu  formanns VG um þessar mundir. Enda voru þeir Indriði H. Þorláksson og Stefán Ólafsson búnir að útlista þær skýrt og greinilega fyrir okkur á dögunum. Öfugt við hagfræðinga vestanhafs, sem halda fram skattalækkunum á almenningi til þess að brjótast útúr kreppunni, þá boða íslenskir kommúnistar skattahækkanir og niðurskurð opinberrar þjónustu sem framtíð þjóðarinnar. Allt aðgerðir sem munu dýpka kreppuna en ekki lina.  

Renna ekki tvær  grímur á einhverja kjósendur við þessar aðstæður ?  Hvað bíður þjóðarinnar með þessa þá vinstri forystu sem þeir rauðliðar boða  núna eftir kosningar ?    Samstjórn flokka sem eru ósammála um flest nema að takmarka vændi,  loka Goldfinger og reka Davíð Oddsson.  Nefna engin úrræði gegn atvinnuleysinu, hafa enga framtíðarsýn í orkufrekum iðnaði eða hvernig eigi að nýta auðlindir landsins. Fullyrða að stóriðja skili engu til þjóðarbúsins. Sjá ekkert nema  skiptingu skorts milli landsmanna. 

Japl, fálm og fuður einkennir yfirleitt oftlega framgöngu vinstristjórna. Sjaldnast er gengið hreint til verks.  Hefði það ekki skipt meira máli fyrir almenning að álversframkvæmdir stæðu nú sem hæst í Straumsvík heldur en að fá að kjósa Lúðvík Geirsson í 5. sæti Samfylkingar í komandi kosningum ?  En sá frambjóðandi og flokkur hans er mest ábyrgur fyrir því að af þeirri framkvæmd varð ekki.

Sjálfstæðisflokkurinn er því grannt skoðað eina stjórnmálaflið sem landsmenn geta bundið vonir við að viðhafi  hófstillingu  í skattheimtu og lífskjaraskerðingu.  Eina stjórnmálaflið sem er líklegt til að vilja hefja sókn í atvinnumálum og auðlindanýtingu. Enginn getur séð fyrir hvaða afleiðingar það hefur að kjósa Framsókn, slíkt ólíkindatól og tækifærissinni sem sá flokkur er. Atkvæði kastað á litlu flokkanna er atkvæði kastað á glæ. 

Valið snýst um vinstri stjórn eða ekki.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Halldór,

Bjarni jr. hefur gert hosur sínar grænar fyrir evru og ESB-aðild og því verður að treysta á að Kristján Þór, minn gamli briddsfélagi að norðan, sé maðurinn til þess að leiða flokkinn í komandi kosningum. Ef það gerist ekki, að til formanns veljist einstaklingur, þó ágætur sé um margt, en vill taka upp evru og telur að Ísland eigi að ganga Brussel á hönd, þá mun ég einfaldlega ekki kjósa hann í næstu kostningum. Svo einfalt er nú það.

Ólafur Als, 22.3.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei Ólafur, Bjarni segir einmitt í Fréttablaðinu í dag að hann telji okkar hagsmunum betur borgið utan ESB en innan.Hann vill afstöðu til framtíðarinnar. Mér lseist nú ekki á mummæli hans um afnám verðtryggingar en ég held nú að hann setji nægilega marga varnagla þar hvað lífeyrissjóðina til dæmis snertir. Við skulum lesa viðtalið vel áður en við afgreiðum hann út.

Halldór Jónsson, 22.3.2009 kl. 19:03

3 Smámynd: Ólafur Als

Eitthvað hef ég þá misskilið orð hans í þá veru að evran og möguleg ESB aðlid væri málið - kíki betur á viðtalið til þess að vera viss. Þetta verður að liggja á hreinu. Eins er það með verðtryggingu en það væri glapræði að kasta henni út á næstunni. Við skulum sjá hvernig landsfundurinn afgreiðir Evrópuumræðuna - ef flokkurinn ætlar sér inn í ESB - sem ég stórefast um - er eins og ég segi, sjálfhætt í flokknum.

Ólafur Als, 22.3.2009 kl. 19:35

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já ég er ekki áfram um að fara í ESB og berst á móti því. Maður berst hinsvegar en segir sig ekki úr í fýlu. Flokkurinn þarf á öllum að halda

Halldór Jónsson, 22.3.2009 kl. 20:13

5 Smámynd: Ólafur Als

Halldór, það hefur ekkert með fýlu að gera - enda er flokkurinn ekki stærri en manns eigin sannfæring. Það á við um þig eins og mig.

Ólafur Als, 23.3.2009 kl. 05:41

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Valið stendur um vinstri stjórn, eða einhvernvegin öðruvísi vinstri stjórn.  Til að finna eitthvað annað þarf maður tímavél.  Og farmiða til Hong Kong.

Það grunar mig hinsvegar að sé rétt að evrópusambandið muni fljótlega molna í sundur.  Hagsmunir innan þess eru bara ekkert samræmanlegir.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.3.2009 kl. 10:13

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll.Halldór þú minnist hér á Straumsvíkina væru framkvæmdir nú í gangi þar og hefðu þá byriað um mitt ár 2008 þá væru starfandi um 2000 til 2500 manns í byggingargeira og mannvirkjagerð, framkvæmd upp á 3 til 3.5 milljarða usa$ eða 360 til 420 milljarða ísk.

VG og Samfylkinginn beyttu sér gegn þessari framkvæmd við síðustu kosningar og ég vill minna á að bæði í ræðu og riti sögðu þau að framkvæmdin skilaði inn í þjóarbúinn minna en meðal útrásarfyrirtæki, fyrirtæki af þessum toga væri úrelt eggin skildi öll fara frekar í útrásarkörfuna en nú eru þau búin að úthýsa þeim börnum sínum..

Þó að álverð hafi lækkað og framleiðsla dregist saman víða er svo ekki hjá öllum verksmiðjum, Alcan Ísal annar en sem komið er ekki eftirspurn til byrgja á framleiðslu á vörum sínu,

Staðhæfingar VG og Samfylkingar sem benda í aðra átt varðandi Íslanska álgeirann eru ósannar sélega þegar átt er við ISAL.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 23.3.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3420164

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband