Leita í fréttum mbl.is

Það vantar banka !

Það vantar banka strax til Íslands!

 Það er með ólíkindum ef einhver erlendur aðili vill ekki koma og verzla hér við  Íslendinga  á þessum 17 %okurvöxtum. sem nú eru hæstir í heiminum á Íslandi. Vilja þeir heldur vera heima og lána ekkert á núlli ? Hér er þó hægt að græða.

Þessir ríkisbankaræflar,  sem eru hér eru til einskis gagns, steingeld og peningalaus apparöt,  sem hugsa ekkert um annað en rukka aumingja ,sem ekki geta borgað vegna atvinnuleysis og kyrrstöðu, leysa akkúrat ekki neitt fyrir efnahagslíf landsins.   Það vantar peninga í umferð. Og þá vantar strax ! Og þeir eru til ! Það þarf bara að bjóða þá velkomna. 

Þessi ríkisstjórnarræfill sem nú situr, -"Hvíta Vofan" ,- hefur engin úrræði né tillögur um það hvernig eigi að draga úr atvinnuleysinu eða koma einhverju af stað.  Hún bíður að sögn eftir uppgjöri á gamla svínaríinu. Eins og það geti nú ekki beðið meðan fólkið sveltur.    Eina sem vofunni dettur í hug er að tala um að draga saman ríkisútgjöld um leið og Ömmi hækkar þau  og boða hækkun  skatta á aumingjunum að hætti Indriða og Stefáns.

Algerlega steingeld vinstri vofa sem bara bullar almennt um Shangríla, þar sem einhver félagshyggja á að sitja í öndvegi í stað einhverrar nýfrjálshyggju, hvað sem það nú er.

þAð  vantar peninga í umferð !

Það vantar atvinnulíf !

Það vantar líf !

Það vantar banka !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Erlendur bankamaður sagði við mig um daginn að þeir tækju við sænskum krónum aðeins hjá stórum viðskiptavinum.  Litu ekki við norsku eða dönsku krónunni.  Ef einhver okkar viðskiptavina þarf að hafa viðskipti í DKK eða NOK bendum við á Nordea eða Danske Bank.  Fyrir utan Norðurlöndin versla bankar með USD, EUR, CHF og JPY.  Að bæta öðrum gjaldmiðli við kostar mikla peninga og breytingar á tölvukerfum.  Ef bankar vilja ekki líta við DKK af hverju ættu þeir að líta við ISK sem er í gjörgæslu.  Nei það er ekki til einn erlendu banki sem hefur áhuga á Íslandi. Þó vextir séu 17% þá er SÍ gengið á kr. ekki viðurkennt erlendis og höftin eru ekki beint aðlaðandi. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.3.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki meiri bísness að skipta evru fyrir 220 íslenzkar og lána þær svo út á 17%  heldur en að skipta á 154 ? Kaupa jöklabréf með afföllum og lána þau út ? Það eru allstaðar tækifæri Andri.

Halldór Jónsson, 23.3.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband