28.3.2009 | 08:23
Hvar er yfirbótin ?
Nú spyrja kommúnistarnir hverja formenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks væru að biðja afsökunar á þætti sínum í bankahruninu. Einn spyr í Baugstíðindum hvar yfirbótin sé ? Annar spyr á útvarpi Sögu hvort Geir hafi ekki örugglega verið bara að biðja landfundarfulltrúa afsökunar á því sem miður hefði farið ? Ekki þjóðina sem fórnarlömb.
Henry Ford sagði: ¨Never complain, never explain." Þetta meinti hann fyrir hvern þann sem lendir í fjölmðlafári. Útskýringar og svoleiðis þýða aldrei neitt þar sem fjölmiðlungar oftlega skrumskæla, snúa útúr eða ljúga útfrá þeim orðum sem þeim sýnist.
Sturla Sighvatsson var leiddur á milli höfuðkirkna í Róm og hýddur svo að konur máttu eigi vatni halda að sjá svo fríðan mann svo hart leikinn. Sú yfirbót dugði honum Sturlu enda skammt.
Hvað sem verður um fsökunarbeiðnir þeirra Geirs og Ingibjargar, þá dugar það ekkert .Skrílinn vill fá þeu hengd.
Ætti gamli komminn Jón Baldvin ekki að biðjast afsökunar á að hafa innleitt EES ? Þar byrjaði þetta allt ef grannt er skoðað.
Annars fannst mér merkilegast að heyra Geir lýsa því hvernig stefna Seðlabankans í hávaxtamálum hefði snúist uppí andhverfu sína og leitt til styrkingar krónunnar og innstreymi Jöklabréfanna sem nú halda okkur í skák gjaldeyrishaftanna. Mér finnst þessi staðreynd alltaf hafa blasað við öllum sem vilja sjá. Seðlabankinn klikkaði á að stoppa ekki erlendar lántökur bankanna. það gat hann segir Yngvi Örn að minnsta kosti. Skoði menn svo vaxtastefnuna núna í neikvæðri verðbólgu og gjaldeyrsihöftum eins og nú er !
Það dönsuðu allir í kring um gullkálfinn í góðærinu. Mér fannst Icesave stórsniðugt hjá Landsbankanum . Alveg þangað til að mér er sagt að ég og afkomendurnir eigi að borga. Við flutum öll að feigðarósi.Bara skítánægð.
Geir Haarde þarf ekki að biðja afsökunar á neinu. Hann gerði eins og hann gat Það voru bara alltof mörg fífl, fábjánar og glæpamenn í umferð sem fengu að vaða uppi. Hann, Ingibjörg eða heilög Jóhann, sem í stjórninni saman sátu, brugðust ekki við nógu snemma.
Við erum öll samsek og erum saman um afleiðingarnar, að frátöldum glæpamönnunum.. Það er allt og sumt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
... það er samt eitt öruggt í þessu... ekki vissi ég og ekki vissir þú að við værum í ábyrgð fyrir útrásinni... að við ættum að borga ef illa færi... aldrei hvarflaði það að mér og sama á við um íslensku þjóðina... þetta er nánast eins og ef að nágranni þinn tæki lán, byggði stór og fínt hús með heitum potti og öllu, keyrði um á stórum fínum jeppa og þú hugsaðir; mikið er hann duglegur þessi... en vissir ekki í sakleysi þínu að þú værir ábyrgðamaður á láninu hans.... íslenskur almenningur getur ekki verið samsekur í þessu mál... ég er algjörlega ósammála því...
Brattur, 28.3.2009 kl. 08:48
Rangt Halldór. Geir ÞURFTI að biðja afsökunar og hann gerði það - treglega þó. Það hefur marg oft komið fram að ríkisstjórnin stóð ekki vaktina fyllilega og stóð afar (afar, afar) illa að einkavinavæðingu bankanna. Vegna þessa er heil þjóð í efnahagslegum rústum þeim mestu á síðari tímum vestrænna þjóða.
Hitt er svo annað mál hvort Samfylkingarfólk ætlar að vera múlbundið og stinga hausnum ofan í sandinn og láta eins og þeirra forstufólk sé saklaust. Ætla Ingibjörg Sólrún, Össur og Björgvin - já og heilög Jóhanna - að biðja þjóðina afsökunar?
Guðmundur St Ragnarsson, 28.3.2009 kl. 11:57
Þetta er sorglegt blogg.....Ef vinstri menn eru kommúnistar þá hljóta hægrimenn að vera nasistar. Allavega eiga Nasistar og Henry Ford eitt sameiginlegt...
Einbeittu þér að málefnunum maður
Andrés Kristjánsson, 28.3.2009 kl. 21:28
Geir baðst flokkinn sinn afsökunar á því að hafa samið við Framsóknarflokkinn um 90% húsnæðislán og (ó)dreifða eignaraðild að bönkunum við ríkisvæðinguna - kallast ekki afsökunarbeiðni heldur veruleikafirring.
Gaman að sjá að síðueigandi hugsar ennþá lífið í "kommúnistadrullusokkum" sem eru að berjast gegn "fasistunum". En um leið sorglegt!
Þór Jóhannesson, 28.3.2009 kl. 21:32
Nei Brattur góður, við höfðum ekki hugmynd um að þetta flipp væri á okkar ábyrgð. Samlíking þín er alveg ágæt.
Geir baðst afsökunar á því hvað honum hefði mistekist. Ég skildi það svo að hann væri að tala útfyrir landsfundinn.
Davíð skýrði hinsvegar skilmerkilega frá þætti Össurar, Björgvins, Ingibjargar og Jóhönnu.Ingibjörg tók ekki Össur eða Björgvin með á áríðandi ríkisstjórnarfundi vegna óheiðarleika þeirra og kjöftugheita.
Jóhanna er líklega slíkur´" álfur útúr hól " að hún skildi ekkert af því sem fram fór eða alvarleika málanna. Ætli það hafi nokkuð breyst ? Allavega virðist hún akkúrat ekkert skilja í efnahagsmálum frekar en seðlabankastjóragarmurinn hennar.
Ég læt mér fasistastimpla Andrésar og Þórs í léttu rúmi liggja enda sjálfur aldrei talið mig til ..ista. Veit ekki einu sinni hvort þeir sjálfur verðskulda það að vera kallaðir kommúnistar. Hvað þá drullusokkar sem ég hef aldrei tengt þeirri nafngift því margir af mínum bestu vinum hafa verið sanntrúaðir og góðir kommúnistar og vandaðir menn.
Hinsvegar veit ég ekki hvað Henry Ford og Nasistar áttu sameiginlegt þar sem sá síðarnefndi er seinni tíma maður.
Halldór Jónsson, 29.3.2009 kl. 09:22
Góðan daginn Halldór, ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvaða baráttumál og hvaða stefnu Sjálfstæðisflokkurinn muni kynna núna fyrir kosningarnar...
Ekki getur það verið "Stöðugleiki" því hann er farinn fjandans til... Ekki getur það verið "Að vinstri flokkarnir geti ekki sé um efnahagsmál landsins" því Sjálfstæðiflokkurinn er búinn að sýna að hann getur það alls ekki. Hvað er hægt að gera verr en að setja þjóðina á hausinn eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert, nánast upp á sitt einsdæmi?
Ég er búinn að sjá á skrifum Sjálfstæðismanna núna og eftir málflutninginn á landsfundinum hvaða aðferð á að nota fyrir kosningar;
Sjálfstæðisflokkurinn hefur EKKERT til að bjóða landsmönnum í stöðunni, þess vegna á að fara þá leið að níða andstæðinginn niður... það finnst mér aumur málflutningur... á maður ekki alltaf að komast áfram í lífinu á eigin verðleikum en ekki með því að tala illa um aðra?
Brattur, 29.3.2009 kl. 09:52
Af hverju skrifar Brattur ekki undir nafni ? Er eitthvað að fela ?
Halldór Jónsson, 29.3.2009 kl. 20:07
Ég hef útskýrt það áður á þinni síðu að Brattur er nú bara bloggnafn.
http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/829045/#comments
Engin málefnaumræða?
Brattur, 29.3.2009 kl. 21:22
Jú Brattur, Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt að bjóða fólki nema skattahækkanir, þ.e. 2 % nýjan eignaskatt og staðgreiðsluhlutfallið 47 % í stað þess núverandi.
Hann boðar einstaklings-og atvinnufrelsi í stað ríkisrekstrar, hann vill frjálst bankakerfi en ekki pólitískt stýrða ríkisblanka.
Hann vill ekki ganga í ESB af því hann heitir Sjálfstæðisflokkur og var stofnaður til að ljújka einum sambandslögum við útlent ríki.
Hvernig í veröldinni kemst Brattur að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekkert að bjóða landsmönnum ? Heldur hann virkilega að 1900 landsfundarfulltrúar séu meiri fífl en til dæmis hann sjálfur ?.
Hvernig veit Brattur úti í bæ, sem aldrei hefur komið á fund hjá flokknum, að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að sýna það að hann geti alls ekki stýrt efnahagsmálunum ?
Af hverju veit Brattur að Steingrímur og Jóhanna séu nýji tíminn sem muni leiða þjóðina útúr eyðimörkinni ?
Ég trúi því ekki.
Hvar var Brattur síðustu 17 ár ?Leið honum illa allan þann tíma ? Hafði hann enga vinnu, bara vandamál ? Eða hatar hann bara allt og alla ?
Halldór Jónsson, 29.3.2009 kl. 23:56
Sæll Halldór,
Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn boðið þjóðinni skuldabagga mikinn. Mér sýnist á málflutningnum núna að þið ætlið að fara í gamla skattahræðsluáróðurinn. Þú segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi allt að bjóða nema skattahækkanir. Er það ekki vegna þess að þið hafið nú þegar hækkað skattbyrði Íslendinga með þeim gríðarlegu skuldum sem þjóðin þarf nú að greiða? Það á bara eftir að innheimta.
Þið viljið "Frjálst bankakerfi"... þið komuð "Frjálsu bankakerfi á fyrir örfáum árum... og það kerfi brást gjörsamlega, svo vægt sé til orða tekið.
Varðandi ESB þá er ég ekki enn með það á hreinu hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill... hann talar mjög óskýrt í þeim efnum og er greinilega klofinn í afstöðunni til ESB.
Ég kalla engan mann fífl, það má hver hafa sína skoðun. En það má líka takast á um skoðanir án þess að vera með svívirðingar.
Ég er ekki búinn að gera upp hug minn hvað ég kýs í vor... nema að það verður örugglega ekki Sjálfstæðisflokkurinn og undanskot hans; Frjálslyndi flokkurinn... og heldur ekki gamla útibúið Framsókn.
Já, Steingrími og Jóhönnu treysti ég til að stjórna landinu af festu, heiðarleika og réttsýni þar sem hagur fólksins verður settur í 1. sætið.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú stjórnað í 18 ár og stært sig af góðærinu sem er allt honum að þakka segja menn á þeim bænum... en þegar hann svo rústar efnahagnum þá er það öllum öðrum að kenna... ég hefði örugglega haft vinnu þessi ár þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið til... það hefði örugglega verið góðæri þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið til... en ég er ekki svo viss um að efnahagshrunið hefði orðið svo stórt sem varð ef að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið til...
Nú hriktir í stoðum gamla einveldisins, ungt fólk lítur ekki við flokknum... er nema von að það sé skjálfti í ykkar herbúðum?
Að lokum Halldór, engan hata ég þó ég sé ósammála þér og mér líður dásamlega vel, sáttur við tilveruna og hamingjusamur. Ég hef sterka réttlætiskennd og vona að sú misskipting auðs sem hefur verð við lýði á Íslandi síðustu árin heyri sögunni til. Einnig að öll spilling verði upprætt... t.d. að þeir verði ráðnir hæstaréttadómarar sem hafa til þess getu og þekkingu en ekki þeir sem eru vinir ráðherrana sem ráða þá.
Eitt alveg í blálokin; Þú varst að skjóta á mig fyrir að nota nafnið Brattur (þó ég heiti Gísli Gíslason).
Ég sé í höfundaupplýsingunum um þig að HALLSTEINN EHF er ábyrgðarmaður á síðunni þinni.
Treystir þú þér ekki til að ábyrgjast skrif þín sjálfur?
Brattur, 30.3.2009 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.