31.3.2009 | 08:25
Fjölmiðlun verði frjáls á Íslandi !
Ég skal viðurkenna það, að það pirrar mig meira og meira að taka upp Fréttablaðið sem eina prentmiðilinn sem berst til mín á virkum dögum.
Í dag greinir það þó frá því, að erfiðleikar í rekstri neyði það til að taka upp sparnað í dreifingu blaðsins. Eftir sem áður er því komið í hendur yfir 90 þúsund einstaklinga.
Þessi Baugsmiðill, sem dreifir skipulega pólitísku hatri til lesenda sinna, ætti það skilið að þeir sem átta sig á pólitísku og hlutverki Fréttablaðsins, límdu sérstakan miða á bréfalúgur sínar þar sem afþökkuðu blaðið. Legðu þannig sitt lóð á þá vogarskál að hnekkja dreifingu þess sem aftur myndi draga úr auglýsingagildi þess.
Í dag fuðraði ég upp við að lesa leiðara fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann fer hamförum gegn þeirri skoðun meirihluta þjóðarinnar, að hagsmunum Íslands sé best borgið utan ESB. Hann hampar auglýsingum frá sértrúarsöfnuðum og viðskiptablökkum sem einu von Íslands til að ganga undir okið og taka upp evru. Ég hugsaði til baka, að þennan mann hefði ég stutt til áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum gegn Davíð Oddssyni á sínum tíma. Já, tímarnir breytast og mennirnir með.
Í leiðaranum útnefnir Þorsteinn Steingrím Sigfússon, sem leiðarstjörnu landsins í Evrópumálum og peningastefnu landsins. Hann leggur traust sitt á, að Steingrímur og VG nái lendingu í málinu með Samfylkingunni. Þrátt fyrir það að þessir flokkar láti ekkert uppi um áform sín í efnahagsmálum eftir kosningar.
Áframhald leiðarans finnst mér vera svartnættisraus um áframhaldandi kreppu og margra ára atvinnuleysi á Íslandi ef ekki verði farið eftir ráðum skrifarans. Hann klykkir út með því að heimta myndun þjóðarhreyfingar, sem neyði Ísland inní ESB. Ef til vill var það þvílíkt sjálfsálit á ágæti eigin skoðana sem leiddi til þess að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafnaði þvergirðingslund Þorsteins Pálssonar á sínum tíma og kaus Davíð Oddsson í hans stað til að leiða þjóðina til mestu uppgangstíma í hennar sögu.
Að þessu loknu las ég pistil Jónínu Michaelsdóttur um frumkvæði í samskiptum. Ekki er Fréttablaðið albölvað hugsaði ég, þegar maður fær svona grein í stað algengs Evrópuofstækispistils eftir Þorvald Gylfason, eða þá hatursprédikun eftir Guðmund Andra Thorsson, sem oftlega finnast við hliðina á leiðaranum. Hafi Jónína mína þökk fyrir skrifin.
Leiðarasíðuna prýðir svo tilraun Bergsteins til að ófrægja nýjan formann Sjálfstæðisflokksins um skoðanaskipti í Evrópumálum og krefja formann Framsóknarflokksins um iðrun og yfirbót vegna 90 % húsnæðislánanna. Verðug skrif fyrir Fréttablaðið og árétting minnar skoðunar á blaðinu.
Sem sagt, þarna birtist fólki hættan af því að peningavaldið hafi yfirráð yfir svo útbreiddum fjölmiðili eins og Fréttablaðið er. Þarna eru lamdar inn þær skoðanir, sem auðvaldinu eru þóknanlegar og reynt að níða allar aðrar skoðanir niður. Áhrif þess að fjölmiðlalögin voru stöðvuð á sínum tíma birtast þarna enn einu sinni og styrkir þjóðina í alkunnri ást sinni á forsetanum Ólafi Ragnar Grímssyni. En tíminn og skynsemi þjóðarinnar mun að lokum sjá í gegnum þetta moldviðri allt saman um leið og tennurnar detta smám saman úr skolti Baugsófreskjunnar.
Þorsteinn Pálsson gæti ef til vill útskýrt það fyrir okkur, hvernig við tökum upp evru á morgun. Einhverjir vita að evrunni yrði ekki skipt á 160 krónur við það tækifæri. Norski kratinn í Seðlabankanum treystir sér að minnsta kosti ekki til að gefa gjaldeyririnn frjálsan um þessar mundir.Enginn lausn er í sjónmáli hvernig við getum losnað út þeim höftum sem Baugsveldið fyrst og fremst kom okkur í. Og Þorsteinn Pálsson er starfsmaður þessa sama veldis.
Með allri virðingu fyrir Þorsteini Pálssyni þá held ég að hann hafi ekki skýrari Evrópusýn en 1900 landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem höfnuðu ESB aðild. Hann vex ekki sjálfur af því að gera lítið úr skoðnum flokksins og krefjast þess að ný framboð komi fram honum til höfuðs.
Ég er hinsvegar sannfærður um að það væri mjög æskilegt fyrir þjóðina að fá annan prentmiðil innum lúguna hjá sér á morgnana en Fréttablaðið. Ég vildi líka að innlendur fréttaflutningur flytti fréttir sínar með hlutlægari hætti en nú er, þegar hver fréttamaðurinn af öðrum dettur uppí pólitísk störf hjá umbjóðendum sínum og húsbændum til margra ára. .
Ég vildi óska þess að einhver lausn finnist á því að fjölmiðlun yrði aftur frjáls á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Allt satt, gott og rétt. Vonandi skánar Mogginn eitthvað í höndum nýrra eigenda en hann hefur undanfarið minnt mest á gamla Þjóðviljann í pólitískri rétthugsun, að viðbættu Evrópu- blaðri.
Vilhjálmur Eyþórsson, 31.3.2009 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.