2.4.2009 | 12:19
Kreppan í aðsigi ?
Óveðursskýin hrannast upp á himninum. Nú eru atvinnulausir orðnir yfir 18 þúsund talsins og fjölgar stöðugt. Á Alþingi situr ráðlítið fólk og pexar um næsta léttvæg mál til lausnar vandanum. Flausturslegar stjórnarskrárbreytingar, sem ríkisstjórnin ætlar að knýja í gegn gera akkúrat ekkert til lausnar vandanum.
Steingrímur J. undirbýr varanlegar skattahækkanirnar Indriða Þorlákssonar af miklum móð, sem hann ætlar að opinbera eftir kosningar. Hvað Jóhanna er að gera veit ég ekki nema að undirbúa stjórnlagaþing, sem enginn veit hverjir eiga að skipa eða hvað eigi að gera. Þangað verða væntanlega valdir þóknanlegir fulltrúar til að undirbúa stofnun Alþýðulýðveldisins Íslands.
Ekkert, akkúrat ekkert , er verið að gera í þágu fólksins í landinu nema að prenta tvomilljarða af peningum og útbýta til atvinnulausra í gær auk 15 milljarða í Tónlistarhús. 3 ríkisbankar stritast við að rukka inn vanskilaskuldir almennings og nú fer að líða að nauðungaruppboðum og gjaldþrotum heimilanna. Ef á virkilega að hagræða í ríkisrekstri ætti Steingrímur að athuga með að sameina ríkisbankana í einn og bæta þannig myndarlega á atvinnuleysisskrána í niðurskurðaskyni.
Gjaldeyrishöft og spilling útgerðarmanna í framhaldi af þeim, er hinn daglegi veruleiki þjóðarinnar. Ríkisfyrirtækjum fjölgar dag frá degi og 2 % vextir til gælufyrirtækjanna eru helstu efnahagsráðstafanir ráðlausrar ríkisstjórnar Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur, sem landsmenn eiga víst að endurkjósa eins og Sfinxinn útá þögnina eina.
Krónubréfin halda áfram að ógna tilveru þjóðarinnar. Meðan þau bíða þarna er þjóðin og krónan í umsátri. Munum við verða að fara að dæmi Þjóðverja eftir gamla stríðið og setja krónuna á flot ? Borga Jöklabréfin með nýprentuðum 300 krónu dollurum ? Lýsa yfir þjóðargjaldþroti og þarmeð greiðslufalli á erlendar skuldir eins og Icesave í nýrri Eigilstaðasamþykkt ? Leggja krónuna svo niður og taka upp nýja mynt ? Svakaleg tilhugsun ?
Hjalmar Schacht framkvæmdi peningaskipti eftir óðaverðbólguna í Þýzkalandi þegar hann tók upp Rentenmark á genginu 1:10 í veldinu 12 og setti það 1: 4 á móti dollar. Rentumarkið var tryggt með allsherjarveði í öllum ríkiseignum Þýzkalands og landi. Þetta varð sársaukafullt upphaf að endurreisn Þýzkalands eftir Weimarlýðveldið. En hvað átti að gera ? Þetta leiddi endurreisnar stvinnuveganna en auk þess til hervæðingar og þriðjaríkis Hitlers. Þar kom að Hitler rak Hjálmar úr embætti ríkisbankastjóra og var hann því sýknaður af ábyrgð í Nürnberg 1947. Þessi maður skrifaði 26 bækur og er án efa einn merkasti peningamaður allra tíma.
Þjóðarþjófarnir okkar leika lausum hala. Sem breytir engu því ekkert er af þeim að hafa. Þeir nefnilega töpuðu á öllu sem þeir komu nálægt því þeir voru viðskiptafífl en ekki séní eins og þeir þóttust vera. Við borgum bara Evu Joly vel á meðan fyrir að rannsaka þá. En vitum svo líka að íslenzka dómskerfið er algerlega ófært til að fást við flókin mál alþjóðlegra viðskiptajöfra með myndarlega lögfræðingahjörð eins og dæmin sanna. Það ræður víst bara við innbrot í sjoppur eins og Davíð sagði.
Ef við Íslendingar komum ekki neinum framkvæmdum á stað í landinu þá heldur ástandið áfram að versna. Engar framkvæmdir verða án fjármagns. Núverandi spennitreyja peningamála leysir ekki fjárhagsvanda þjóðarinnar, hversu margir Norðmenn sem eru fengnir að Seðlabankanum eða hversu miklir nýir skattar verða lagðir á almenning með blessun AGS.
Í sjónvarpinu í gær lýsti Atli Gíslason yfir því að samhliða bankahruninu á Íslandi hefði orðið lýðræðishrun. Sjaldan er ég sammála þingmönnum VG. En þegar óður skríllinn réðist á þinghúsið og stjórnarráðið og grýtti lögregluna, þá fannst mér lýðræðið og siðmenningin hrynja á Íslandi. Afskræmt heiftarandlit rithöfundarins Hallgríms Helgasonar og framrúðunni hjá Geir Haarde gleymist manni seint. Ég held að það hafi aðeins munað hársbreidd að byltingin hefði tekist um þessar mundir. Alþingi brotnaði saman og við tók sú upplausn sem við búum við í dag.
Eins og nú horfir getur alvarleg kreppa verið í aðsigi. Hungursneyð ættu Íslendingar lílega að geta forðast með fiskimiðum og auðlindum sínum. En ekki get ég séð fyrir allra þær hörmungar sem við okkar geta blasað ef allt heldur áfram á sömu braut og nú stefnir. Ekki kem ég auga á mann á borð við Hjálmar Schacht til þess að vísa okkur veginn fram. Og víst sýnist mér er að hann er ekki að finna innan ríkisstjórnarinnar. Því er linun þjáninga þjóðarinnar ekki í sjónmáli enn. Hvað sem er fimbulfambað um annað í aðdraganda óþarfra skyndikosninganna framundan.
Meðan við dundum okkur í pólitísku þrefi, þá skeður svo sem ekkert alvarlegt. En við verðum hinsvegar að gera okkur ljóst Íslendingar að við eigum ekki þann viðbúnað sem þarf til að fást við alvarlega atburði af svipuðum toga. Því er ekki víst að næst finnist einhver leið útúr þeim vanda sem við verður að glíma, ef kreppan sígur að fyrir alvöru.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 3419867
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Skríll getur auðveldlega staðið saman af heiðvirðum einstaklingum. Saman hlaupa þeir í æði og vinna verk sem þeir myndu ekki vilja kannast við síðar. Það er gaman að kynnast einum "real life grjótkastara" sem ekki skammast sín.
Halldór Jónsson, 2.4.2009 kl. 14:26
Ég minnst orða Pálma Hannessonar rektors míns á Sal eitt sinn þegar Menntlingar höfðu orðið uppvísir af uppþoti í miðbænum. Þá sagði Pálmi með þungri áherzlu að menntamenn mættu aldrei hlaupa saman í múg. Múgurinn væri siðlaus, heimskur og blindur.
Varðandi lýsingu þína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þá geri ég ráð fyrir að þú hafir ekki verið þar í 1900 manna skrílshópnum.
Þú þekkir þá líklega aðra göfugri flokka geri ég ráð fyrir sem þú skammast þín ekki fyrir.
Ég skammast mín hinsvegar ekki fyrir að hafa verið með jafnágætu fólki og var á þessum einum besta landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem ég hef setið. Ég var sérstaklega ánægður með að flokkurinn minn reis undir nafni sínu og kaus að ganga ekki undir ný sambandslög ESB.
En flokkurinn var stofnaður um það að Ísland yrði sjálfstætt þegar sambandslögin væru úti. Því ferli lauk 17.júní 1944 án grjótkasts.
Til viðbótar ætlaði flokkurinn "að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. "
Þetta er sjálfstæðisstefnan í tveimur liðum. Flokkurinn hefur aldrei séð ástæðu til að breyta stafkrók í þessari stefnuyfirlýsingu frá 1929 eða skipta um nafn.
En þinn flokkur ?
Halldór Jónsson, 2.4.2009 kl. 16:14
Góð greining hjá þér Halldór. Við gerum ekkert án fjármagns og við fáum ekkert fjármagn erlendis frá fyrr en við ákveðum hvaða skuldir við ætlum að greiða og hverjar ekki. Aðeins þá geta fjárfestar gert sér grein fyrir því hvort við höfum greiðslugetu til að taka ný lán til atvinnuuppbyggingar. Útlendingar munu aðeins lána okkur meira fjármagn ef þeir eru vissir um að það skili sér í uppbygingu sem gerir okkur betur í stakk búin að greiða þau lán og gömlu lánin. Ekkert fæst fyrir ekkert.
Andri Geir Arinbjarnarson, 2.4.2009 kl. 17:16
Þetta er prýðis pistill hjá þér Halldór!
Þjóðir Evrópu fengu nóg af ruglinu, þjóðverjar jafnt og Ítalir sameinuðust um einn lögeyri, eina mynt, eina peningamálastefnu!
Þetta voru stór lönd og smá og sennilega voru þessar þjóðir, hagfræðingar þeirra og stjórnmálamenn kjánar.
Evran en samt staðreynd og sterk sem aldrei fyrr í því efnahagslega fárviðri sem hefur geysað undanfarna 6 mánuði.
Krónan er ónýt og til einskis nýt!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.4.2009 kl. 22:20
Þetta var stórkostlegt Hilmar ! Heyrirðu raddir ?
Halldór Jónsson, 3.4.2009 kl. 07:39
Ég sé ekki betur en að fylgismaður krists endurborins hafi verið rassskelltur í vitrænni umræðu.
Enda með lélegan málstað að verja.
ThoR-E, 3.4.2009 kl. 13:53
Heill og sæll; Halldór, líka sem aðrir þeir, hverjir geyma hans síðu og brúka !
Halldór og Guðbjörn Tollheimtumaður !
Er ekki hyggilegast; af ykkar ryckti, að þið viðurkennið amlóðahátt og yfirdrepsskap Sjálfstæðisflokkisns, og sverjið ykkur, þar með, frá þessu andskotans miðjumoði ?
Að kalla Sjálfstæðisflokkinn; hægri flokk, er svona álíka vitrænt, og að segja, að Kölski sjálfur, væri Rómar páfi, ágætu drengir.
Þrátt fyrir þá bölvun; hver yfir okkur féll, að Kommúnistar og kratar næðu yfirhöndinni, hér um hríð, að þá eru athafnir Sjálfstæðismanna, undanfarna áratugi, óverjanlegar, með öllu.
Hér; þurfum við sterka Alþýðustjórn : bænda - verkamanna - sjómanna og iðnaðarmanna, að 3/4, rest mætti vera, einhverjir nothæfir fræðingar.
Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.