Leita í fréttum mbl.is

Víxlar & Tékkar !

Alger verkleysa stjórnmálamannanna viđ ađ auka peningamagn í umferđ verđur til ţess ađ gamall mađur fer ađ hugsa til baka.

Hvernig var ţetta nú í gamla daga ?

Mađur var ungur og gifti sig og fór ađ eignast krakka. Allir voru skítblánkir. Fullorđiđ fólk taldist efnađ ef ţađ bjó í eigin íbúđ. Ríkt fólk átti kannske 3 íbúđir sem ţađ leigđi út. Stórríkt fólk átti fleiri íbúđir og leigđu út.

Mađur ţurfti ađ byggja. Hvernig ? Húsnćđislán voru veitt á fokhelt sem námu 1/3 af byggingakostnađi. Hvađan átti restin ađ koma ? Ţađ var til nokkuđ sem hét eigin vinna. Menn unnu aukavinnudag eftir sinn venjulega viđ ađ slá upp, skafa timbur, steypa, múra. Sumir áttu ömmur og afa sem gátu lánađ lítilrćđi af sparifé sínu. Sumir ţekktu mann í J. Ţorláksson & Norđmann og gátu fengiđ klósett og vask útá krít. Menn keyptu steypu á víxli sem menn börđust svo viđ ađ framlengja og borga af. Menn skrifuđu líka gúmmítékka fram í tímann til ađ kaupa byggingavörur. Ţađ voru allskyns höfđingjar til eins og Snorri í Húsasmiđjunni sem voru hreinir velgjörđamenn fátćklinganna í vandrćđum ţeirra.

Ţađ gekk allt hagkerfiđ á ţví sem fólkiđ gerđi sjálft. Ekki pólitísku bankarnir. Jóhann Hafstein var einstakur í hópi bankastjóra, hann veitti aumingjunum stundum smávíxla. Flestir hinna fleygđu manni yfirleitt samstundis út.

Viđ vorum í steypubísnessnum frćndurnir. Helmingurinn  gekk á víxlum og gúmmítékkum. Eilíft basl og vesen. Útborgunardagarnir í hverri viku voru terror og oft stóđ tćpt.  Svo komu gengisfellingarnar og steypubílarnir tvöfölduđust í verđi. Ţegar ţćr voru í ađsigi komu menn međ aleiguna sína í peningum og vildu fá kvittun hjá okkur um ađ ţeir ćttu inni steypu til nćsta árs. Enga ađra tryggingu. Og byggingafélög komu líka međ hrikalegar fjárhćđir og vildu fá bara kvittun fyrir steypuinneign.  Viđ rákum banka međ betri peningum en Jóhannes Nordal í Seđlabankanum. Bara á traustinu.

Nú er eins og enginn geti gert neitt nema horfa upp í rass..... á ríkinu og bíđi eftir ţví ađ ţađ sk....

Fólk skilur ekki hvađ ég er ađ tala um ţegar ég tala um kreppuvíxlana. Ţađ skilur ekki orđiđ traust. Ţađ skilur ekki hagkerfi fólksins eins og ţađ var hérna áđur fyrr. Viđ bara kjöftum um stýrivexti og okurlán bankanna. Skilur ekki ađ ţađ var líf á undan Visa og Júró. Drullusokkarnir 20 eru búnir ađ afsiđa ţjóđina. Ţađ er ekkert skeytt lengur um skömm né heiđur.

Mikiđ af vesaldómnum í dag á uppruna sinn í okkur sjálfum. Viđ trúum ekki á okkur sjálf lengur. Viđ vantreystum hvert öđru svo ađ viđ sitjum heldur heima og grenjum heldur en ađ gera eitthvađ.Enda atvinnuleysisbćtur orđnar svipađar og ţau laun sem bjóđast ţeim verst settu á markađi.

Víxlar og tékkar voru námsgrein í skólum. Viđ lćrđum ađ forvaxta víxla í Gaggó hjá Gunngeiri Péturssyni, ţeim ógleymanlega reikningskennara og valmenni.

Nú veit enginn hvađ víxill er eđa gúmmítékki.

Viđ horfum bara upp í rass ...... ....

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Frábćr pistill hjá ţér Halldór!!!  Kannski er lausnin bara ađ grafa upp gömlu tékkheftin og brenna eđa klippa kreditkortin....

Ómar Bjarki Smárason, 9.4.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir ţetta Ómar Bjarki. Og ekki gleyma banananum yfir Alţingishúsiđ í stađinn fyrir kórónu Aldinborgara.

Halldór Jónsson, 9.4.2009 kl. 16:36

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ţeir gömlu góđu tímar, hvort ég man ţá. Engir aurar til byggingarframkvćmdanna, ţessum ţriđjungi byggingarkostnađar međ húsnćđislánum var ţrískipt; viđ fokhelt, tilbúiđ undir tréverk og síđasti skammturinn hálfu ári eftir íbúđarhćft.

Biliđ var alltaf brúađ međ dýrum skammtímalánum, ađallega rándýrum víxlum.

Úttektarreikningur í byggingavöruverslun bjargađi efniskaupunum sem mánađarlaun hjóna héldu í horfinu, allir frídagar voru nýttir í timbursköfun og naglhreinsun upp ađ fokheldu. Hjónin glerjuđu sjálf sitt hús, slípuđu veggi og gólf, grunnuđu og máluđu og fluttu svo ađ lokum inn á steininn eins og ţađ var kallađ. Hreinlćtis- og eldhústćki höfđu forgang, en innréttingar, hurđir, gólfefni og annađ fínerí tíndist svo smám saman til á nćsta áratug.

Ađ koma sér upp ţaki yfir höfuđiđ var ekki auđvelt, en ljósi punkturinn var ađ húsbyggingin var samvinnuverkefni sem ţjappađi fjölskyldunni saman - börnin tóku ţátt líka.

Ţađ sem eftir stendur í minningunni er ánćgjan yfir vel unnu verki - lyklaafhending ađ fullbúnu húsnćđi á 100% lánum jafnast aldrei á viđ ţađ.

Eins og Tómas sagđi: "Sjáđu tindinn, ţarna fór ég"

Kolbrún Hilmars, 9.4.2009 kl. 19:35

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir ţetta Kolbrún Hilmars,

Mikiđ vildi ég ađ ţú og ţínir líkar gćtu miđlađ einhverju af ţessari reynslu til ungu kynslóđarinnar, ţessarar sem nú er ađ flýja land vegna ráđleysis ţeirra  gömlu og ráđalausu stjórnmálamanna, sem sjá engin úrrćđi nema ađ lemja dauđa hestana í ţeirri von ađ ţeir rísi á fćtur ţeim til dýrđar og fari ađ borga skatta.

Halldór Jónsson, 1.5.2009 kl. 15:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband