23.4.2009 | 21:35
Evrópudellan.
Þorvaldur Gylfason skrifar eina af áróðursgreinum sínum fyrir Samfylkinguna og ESB í Fréttablaðið í dag. Hann reynir að dulklæða boðskapinn í fræðilega vafninga. en það tekst nú svona misjafnlega að mér finnst.
Ég vildi óska auðvitað að ég gæti skrifað grein í blöð til mótvægis við prófessor dr. Þorvald Gylfason. En ég er víst útlægur úr þessum tveimur dagblöðum sem ég tel standa undir því nafni og verð því að láta mér nægja þessi vesælu bloggskrif mín, sem næsta fáir lesa.
Prófessor Þorvaldur byrjar á því að fella sínar eigin kenningar um nauðsyn Evruupptöku fyrir Íslendinga. Það séu nefnilega ekki sömu aðstæður ríkjandi í öllum löndum sem útiloki þau frá samræmdum efnahagsaðgerðum og komi þannig í veg fyrir eina heimsmynt. En fyrir Íslendinga sé nauðsynlegt að taka upp evru eins og Evrópuþjóðirnar.
Hagvaxtarfasi Íslendinga er gerólíkur Miðevrópuþjóðanna. Þar er viðvarandi atvinnuleysi uppá kannski 12 %. Hér er allt brjálað ef við nálgumst 8 -9 %. Við kunnum ekki á annað en undir 2 % atvinnuleysi.
Evrópuþjóðirnar eru orðnar gamlar. Eftirlaunin eru að sliga þær því það vantar ungt fólk til að borga gamlingjunum. Það eina sem þær geta gert er að flytja inn ungt fólk í þeirri von að þeir vinni fyrir þeim gömlu, Kannski sér prófessorinn þarna góða möguleika í fólksútflutningsiðnaði fyrir hið nýja Ísland, sem hann ætlar að byggja upp með Samfylkingunni, Benedikt Jóhannessyni , Þorsteini Pálssyni og Hallgrími Helgasyni svo einhverjir séu nefndir.
Svo segir Þorvaldur að Bandaríkin verði að láta sér það lynda að dollarinn fljóti og gengi hans sveiflist. Mér dámar við þessi orð.
Í dollaranum eru 100 cent. Hvorki meira né minna. Bandaríkjamönnum er nákvæmlega sama hvað við skiptum dollara fyrir margar evrur eða pund. Hjá þeim er dollarinn 100 cent. Aðrir gjaldmiðlar mega sveiflast eins og þeir vilja um dollarann. Þeirra veröld breytist ekkert við það.
Ef bandaríska efnahagsvélin hnerrar þá fær heimurinn kvef. Niðursveifla á fasteignamarkaðnum í Bandaríkjunum fór um allan heiminn á svipstundu. Þó að Kínverjar eigi gras af dollurum þá er Bandríkjamönum alveg sama. Kína er dvergur miðað við USA, heildar efnahagur Kína jafnast til tveggja fylkja Bandaríkjanna. Það eru nú öll ósköpin.
Mestöll tækni heimsins kemur frá Bandaríkjunum. Þeir eru stærstir og mestir á öllum sviðum Eina heimslögreglan sem við getum byggt á. Evrópa er ómerkileg eftiröpun af stjórnarfari Bandaríkjanna. Íslendingum væri nær að þýða og taka upp stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem er örstutt, heldur en að vera að prumpa á Alþingi um stjórnlagaþing til þess að festa íslenzku stjórnlagavitleysuna okkar í sessi til stórskaða fyrir land og þjóð.
Við Íslendingar eigum að nýta okkar yfirburði yfir hinum þröngsýnu og landluktu Evrópuþjóðum sem stjórna Evrópubandalaginu. Við höfum alla burði til þess að standa þeim miklu framar í lífskjörum og menningu allri. Við verðum að trúa á okkur sjálf og landið okkar og hætta þessari Evrópusíbylju.
Já með þjóðaratkvæði sem allra fyrst svo að maður þurfi ekki sífellt að lesa þessar áróðursgreinar hans Þorvaldar og fleiri spekinga um Evrópudelluna !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór,
Ekki er ég nú sammála þér að Þorvaldur sé með áróður frekar en þú, allir hafa sínar skoðanir og það er bara gott. Hins vegar er ég þér hjartanlega sammála hvað varðar ritskoðun í íslenskum fjölmiðlum. Þar komast ekki aðrir að en útvaldir og fyrir kosningar aðeins innmúraðir.
Andri Geir Arinbjarnarson, 23.4.2009 kl. 22:06
Sæll Andri og takk fyrir innlitið.
Ég tel mig ekki vera með áróður þegar ég skora hann á hólm í þjóðaratkvæðagreiðslu. Er það ?
Halldór Jónsson, 23.4.2009 kl. 22:18
Halldór,
Alveg sammála, þjóðaratkvæði strax. "Why are we waiting" ?
Andri Geir Arinbjarnarson, 23.4.2009 kl. 22:22
"Why are we waiting"
Það eru margir í þjóðum Evrópusambandsins sem hafa beðið í allt að 50 ár erfir að fá að kjósa sig út úr Evrópusambandinu aftur. En það mun því miður aldrei gerast þegar maður hefur einusinni gefið þjóðum ESB kost á að kjósa undan sér lýðræðið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Svona er nú það að missa frá sér lýðræðið. Þá kemur það yfirleitt aldrei aftur. Ef menn vilja ganga í einsflokka samfélag þá er náttúrlega ekki hægt að banna þeim það. En þá á að segja þeim frá því að þeir eru að ganga í Samfylkinguna um alla eilífð.
Þegnum eins-flokka Sovétríkjanna fannst það sama. En þeir voru þó aldrei spurðir að því hvort þeir vildu ganga í Sovétríkin í upphafi. Þeir voru bara innlimaðir. En þeim var, eins og í Evrópusambandinu, aldrei gefinn kostur á að fara út aftur. Þó eru 55% Breta sem vilja segja sig úr Evrópusambandinu aftur. En það verður aldrei leyft því þá hrynja Sovétríkin . . . afsakið. . Evrópusambandið.
En það er eitt sem menn meiga aldrei gleyma. En það er það að allt sem hefur með Evrópusambandið að gera ER PÓLITÍK. Þetta er pólitík og ekki neitt annað. ESB er pólitík. Menn meiga aldrei gleyma því. Annað er ekki heiðarlegt.
Menn verða einnig að muna að evra er pólitísk mynt.
Það er búið að kjósa um þetta í Svíþjóð. Svíar sögðu NEI!
Það er lika búið að kjósa um þetta í Danmörku. Danir sögðu NEI!
En í góðum ESB anda þá er spurt aftur, aftur og aftur. Niður skal þessi þýsk-franska gerfimynt. Niður skal helvítið. Best er að spyrja mikið og fast á meðan það ríkir sem mestur ótti og óvissa meðal þegnanna. Það virkar yfirleitt vel.
En af hverju á að troða þessari mynt ofaní Dani og Svía? Af hverju? Jú, vegna þess að evra er PÓLITÍSK MYNT. Hún hefur EKKERT að gera með hagsstjórn. Ekkert. Það er nefnilega hún sem á að lemja saman Evrópu svo ákvæði Rómarsáttmálans um "æ meir samruna" geti orðið að fullnustu - orðið að UNITED STATES OF EUROPE.
Hví skyldu Danir og Svíar vilja gefa frá sér peninga- og efnahagsstjórn til afdalamanna í mið- og suður Evrópu sem aldrei hafa getað stýrt túkalli með gati án þess að tryllast. Þjóðir sem hafa aldrei megnað að búa til gott og lífvænlegt samfélag úr þeirri verðmætasköpun sem nútíminn sem betur fer hefur fært okkur.
Þess utan þá hefðu Svíar aldrei gengið í ESB ef það hefði ekki verið fyrir hræðslu-áróðurinn þarna þegar bankahrunið varð hjá þeim 1992. Þá var Svíþjóð örðuvísi. En núna heyrist aldrei neitt frá þjóðinni sem hét Svíþjóð. Það heyrist aldrei neitt frá henni á utanríkispólitískum vettvangi lengur. Því Svíþjóð er týnd og tröllum gefið ofaní maga Evrópusambandsins. Palme hlýtur að hrylla sig í gröfinni.
Sjáið þetta hérna video. Þetta er Anders Dam forstjóri Jyske Bank, sem er næst stærsti banki Danmerkur. Hann er að taka evru-áróður forsætisráðherra Danmerkur í gegn. En Anders Fogh er það sem sumir vilja kalla "EU fanatiker".
Niðurstaðan hjá Anders Dam er sú að SVÍÞJÓÐ ÞARF AÐ BORGA MINNA Í VEXTI Á RÍKISSSKULDABRÉFUM EN ÞÝSKALAND. Þetta er svona vegna þess að Svíþjóð stendur fyrir utan þýsk-franska gerfimyntbandalag Evrópusambandsins. Þetta er úr "høring" um evrumálin á vegum danska þingsins. Þetta er ansi athyglisvert og hefur örugglega aldrei heyrst á Íslandi, nema frá mér.
Anders Dam kritiserer regeringen til euro-høring
Kveðjur
PS; muna að það verður aldrei spurt að vissum hlutum í ESB nema einu sinni. Það verður aldrei aftur spurt um neiið. Þessvegna langar mig að benda ykkur á grein mína úr Þjóðmálum frá síðasta hausti. Hún er hér og heitir: Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru?. Einnig langar mig að benda ykkur á að Evruþátttaka lækkar lánshæfni Slóvakíu
Gunnar Rögnvaldsson, 23.4.2009 kl. 23:27
Hvernig stendur á þessum endalausu blekkingjum frá ESB sinnum???Þeir ræða bara um það sem þeir halda að sé gott frá ESB en hvað með allt það slæma sem þessir menn minnast aldrei á.Hvað þurfum við að borga inní ESB?Hvað mun það kosta okkur að missa fiskimiðin?Hvernig mun landbúnaði ganga?Og hvað með orkuna?við fáum senni lega ekki að hafa full yfirráð yfir þessum hlutum.ESB sinnar fariði nú að reyna koma með allt uppá borðið ekki bara aðra hliðina á ESB.Í Svíþjóð og Finnlandi er landbúnaður að hrynja vegna ESB og eina sem bjargar Svíum að vera ekki komnir á hliðina er að þeir voru ekki búnir að taka upp evru.ESB talar um að skerða fiskveiðar vegna ofveiði og hvar halda EBS sinnar að þeir muni þá veiða fiskinn!! auðvitað innan okkar landhelgi og hvað mun það kosta þjóðfélagið þegar flotinn má ekki veiða fisk?Eitt langar mig að vita frá þessum ESB sinnum !!hver borgar þennan fals áróður?varla er samfó að borga þetta úr sínum sjóðum?eða er ESB að dæla hér inn peningum í þennan falsáróður?þetta mætti nú kannski rannsaka!!!!!!!Afhverju er svona viðkvæmt að ræða upptöku DOLLARS sem hentar okkur mun betur held ég....
Marteinn Unnar Heiðarsson, 24.4.2009 kl. 07:58
Sæll Gunnar
Ég er að reyna að skora á þá í þjóðaratkvæði um hvort við eigum að fara í alvöruaðildarviðræður eða ekki. Ég vil slökkva í þessu óraunhæfa bulli sem er í gangi. Baugsveldið stendur á bak við þetta að stórum hluta með eignartökum á m.a. Fréttablaðinu. En í dag keyrir þar um þverbak í áróðrinum. Þar er líka Hallgrímur Helgason mættur til leiks aftur sem er nóg til að fæla margan manninn frá þeim félagsskap sem sá annrs góði maður Benedikt er að reyna að útbreiða.
Hvað finnst þér Gunnar um það sem Marteinn Unnar nefnir um upptöku dollars ? Af hverju er sítuðað um þessa evru sem sísveiflast um dollar ?
Halldór Jónsson, 24.4.2009 kl. 08:22
Sæll Halldór
Að taka upp mynt annarra þjóða er alveg 100% vís leið til efnahagslegs sjálfsmorðs. Þetta eru síðustu örþrifaráð styrjalda- og hyper inflation landa. Það sýnir reynslan okkur. Myntin er hluti af sjálfstæði þjóðarinnar. Aðeins menn, bananalýðveldi, eða styrjaldarhrjáð lönd á barmi taugaáfalls fara út í það að taka upp mynt annarra landa, beint.
Það hefur gefist afskaplega illa og er næstum einungis notað sem millibils ástand. Manstu dollara embargo á Noriega í Nicaragua? Bandaríkin settu stopp á útflutning dollara til Noriega. El Salavdor er í steik og mun sennilega reyna að komast út úr þessu aftur.
Eins og Anders Dam sagði: það jafnast ekkert á við góða hagstjórn. Það hjálpar ekkert að skipta um áfengistegund.
Bæði íslensku og þýsku Zeppelin loftförin voru gölluð viðskiptalíkön. Það er að segja bankamála-Zeppelin-stefna Íslands. Bæði brunnu þau til ösku. Þeir sem stjórnuðu þessum Zeppelin loftförum Íslands voru FÁBJÁNAR !
Sýnist þér ekki vera nóg af vandamálunum í Bandaríkjunum? Eða í Bretlandi, eða í ESB? Er það myntinni þeirra að kenna? Það eru engin vandamál í Ástralíu eða í Kanada.
Þetta með myntina er óendanlega miklu flóknara og dýpra mál en nokkur virðist hafa komið auga á á Íslandi nema Davíð Oddsson.
Að lokum: öll myntbandalög sem byggja ekki á algerum pólitískum samruna inn í eitt stór-pólitískt bandalag mun HRYNJA ! Alltaf. Alltaf. Markaðurinn mun rífa það niður og tæta í tætlur. Myntbandalag Evrópusambandsins mun springa í loft upp. það er 100% öruggt - NEMA, að Evrópusambandið verði eitt ríki með einum seðlabanka, einni ríkisstjórn og einum SAMEIGINLEGUM fjárlögum. Velkominn til United States of Europe.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.4.2009 kl. 08:47
Sæll Gunnar,
Ég er í grunninn sammála þér um flest af þessu sem þú stiklar á. ESB verður aldrei neitt alvöru afl eins og USA. Evran þeirra er líka dauðadæmd svo ólík sem löndin eru.
Verðtryggða krónan er einsdæmi í heiminum meðal gjaldmiðla og hefur yfirburði yfir allan annan pappírspening.
Ísland er hinsvegar á valdi hryðjuverkahópa, sem taka börn í gíslingu ef svo ber undir. Hvernig ætla þessir evruspekingar að tvöfalda kaupið hjá þessum hópum í næstu uppreisnarhrinu ? Ekki geta þeir prentað þær eða gengisfellt. Þjóðin hefur ekki menningarstig til að standa á öðrum myntfæti en bréfkrónunni. Ekki frekar en Zimbabwe sem er með vinstrirgæningjann Mugabe við stjórn.
Michael Hinds er að hrósa sér hér í blöðunum af dollarupptökunni í ElSalvador. Þú hefur einhverjar sögur af því sem gaman væri að heyra.
Halldór Jónsson, 24.4.2009 kl. 11:13
Sæll aftur Halldór
Það er alls ekki hægt að bera saman El Salvador og Ísland. Þetta eru tveir heimar. En dollaravæðing er týpísk "nýlendu lausn". En ég veit ekki mikið um þetta land. Talað er um að áform séu að koma landinu út úr þessu aftur með aðstoð annarra landa í mið Ameríku. Sú saga hefur sveimað. En þetta veit ég ekki fyrir víst.
0) Dollaravæðingin var ekki lýðræðisleg, Bylting að ofan. Borgarastyrjöld þá ný lokið.
1) Helmingur íbúa El Salavdor er undir fátæktarmörkum. Dollaravæðingin hefur ekkert gert fyrir þennan helming
2) Berskjaldaðir fyrir vaxtamálefnum og niðursveiflu hjá BNA og niður og uppsveiflum dollars. Ég hef prófað að reka fyrirtæki í 1% verðbólgu með 11% erlenda stýrivexti. Það var hræðilegt. Hið andstæða er heldur ekki gott.
3) Lélegasti hagvöxtur í Mið-Ameríku síðustu 6 ár.
4) Hafa enga fjármagnslega getu til að örva hagkerfið því þeir eiga enga mynt.
5) Allt bankakerfi þeirra er komið yfir á erlendar hendur, skiljanlega.
6) yfir 30% af tekjum allra íbúa kemur frá ættingjum og vinum sem vinna erlendis og eru neyddir til þess vegna ömurlegs ástands El Salavdor í mörg mörg ár. El Salvador er fátækt land og dollar mun alveg örugglega ekki leysa vandamál þeirra.
Ég get ekki betur séð annað en að NYT sé að gagnrýna meðferð IMF á El Salvador sem á rót sína að rekja til dollaravæðingar landsins
New York Times fyrir klukkutíma síðan:
El Salvador has signed an agreement with the I.M.F. that prevents it from using expansionary fiscal policy — as the United States is now doing — to counter a downturn. Since El Salvador uses the U.S. dollar as its currency, fiscal policy — increased spending or lower taxes — is practically the only tool it has to fight a recession that is practically inevitable as the U.S. economy continues to shrink.
Slóð: First, Reform the I.M.F
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.4.2009 kl. 12:44
Sammála þér að venju en skil ekki af hverju svona fáir lesa bloggið mitt.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 24.4.2009 kl. 17:11
Þetta eru fróðlegar umræður. Það væri hins vegar áhugavert að fá nánari skýringar á fjölmiðlabanni þínu Halldór. Svo skil ég ekki af hverju sjálfstæðismenn lofa Benedikt í bak og fyrir. Manninum sem sætti sig ekki við lýðræðislega niðurstöðu landsfundar og færði andstæðingum flokksins vopn í hendur á ögurstundu. Ég býst við að mynd af honum hangi nú upp á öllum kosningaskrifstofum Samfylkingarinnar.
Leið Sjálfstæðisflokksins í ESB málinu þ.e. að greiða atkvæði um hvort leggja eigi inn umsókn til að ganga ESB á hönd. Það er sjálfsagt og eðlilegt í lýðræðisríki. Þegar það verður lagt fyrir þjóðina þarf að fylgja með þau skilyrði sem umsóknin mun byggjast á. Þetta er grundvallaratriði að það komi fram þegar sótt er um. Annað væri marklaust og það er þetta sem ESB sinnar skilja ekki. Það þarf að vanda vel til atkvæðagreiðslunnar og hugsanlega að gefa fólki val um fleiri en einn kost. Það er síðan tæknilegt úrlausnarefni hvernig best er setja þetta upp svo þetta sé skýrt og gefa skýra niðurstöðu.
Jón Baldur Lorange, 24.4.2009 kl. 17:33
Það vantaði inn í setninguna ,,Leið Sjálfstæðisflokksins í ESB málinu er lýðræðislegasta aðferðin í þessu hitamáli, þ.e að greiða atkvæði um hvort leggja eigi inn umsókn um að ganga ESB á hönd".
Jón Baldur Lorange, 24.4.2009 kl. 17:35
Hilmar minn Hafsteinsson
Ég sé að við eigum óvænt meiri snertifleti í hugsun en ég hélt af fyrri skrifum þínum.
Ég hef lengi haldið því fram að við Íslendingar eigum mun meiri andlegan skyldleika við Vesturheimsfólk en gömlu Evrópu. Við erum miklu líkari Ameríkumönnum en hinum gömlu kóngsríkjum í austri. Mér fannst stórkostlegt að uppgötva að það býr jafnstór íslenzk þjóð og okkar, sem erum undirsátar hans hátignar Ólafs Ragnars Grímssonar, vestanhafs í Manitoba, Norður Dakota og Winnipeg svæðinu. Hugsaðu þér, þarna tala margir íslenzku reiprennandi og hafa aldrei til Íslands komið. Þá varð ég kjaftstopp.
Þetta er ríkasta fólkið þarna því það er duglegt eins og við og skarar framúr. Við eigum alla möguleika á að vera framúr ESB ríkjunum Íslendingar ef við gefumst ekki upp á sjálfum okkur. Leggjum st ekki hundflöt fyrir ESB þó móti blási ,eins og kratarnir gera og núna brot úr Sjálfstæðisflokknum mínum.
Hilmar, við erum Íslendingar og stöndum í lappirnar !
Halldór Jónsson, 25.4.2009 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.