Leita í fréttum mbl.is

Jacta est alea !

sagði Júlíus og fór yfir Rubicon. Nú er framtíðin ráðin í kjörklefanum. Hvernig spilast úr  stöðunni vitum við ekki .

Einhvernvegin finnst mér að íhaldið fari ekki eins illa útúr þessu og kannanirnar hafa sýnt. Mér finnst að margir hafi endurskoðað fyrri afstöðu sína og óttist valdatöku kommanna þrátt fyrir að vilja veita gömlu valdhöfunum ráðningu. Eftir klukkutíma kemur í ljós hvort þetta hugboð mitt er rétt eða ekki.Sé það vitlaust þá sit ég bara uppi með það að vera ekki spámaður í pólitíkk. Og er slétt sama.

En einhvernvegin fer þetta og maður tekur því sem að höndum ber. Verkefnið framundan í þjóðlífinu er erfitt, hver sem við því tekur. En spennandi er það líka. Ég vona að úr þjóðlífinu greiðist og ég fái minni tíma til að skrifa á þetta blogg en ég hef gert fyrir kosningarnar en meiri tíma til að vinna við eitthvað nytsamlegt, sem hefur verið í litlu framboði hjá teiknistéttinni í langan tíma.

 Ég hef nú að vísu haft drjúggaman af að stríða ykkur kommunum á blogginu fyrir kosningarnar en hvað verður um ástæður og tíma eftir kosningarnar  sé ég nú ekki fyrir á þessari stundu. Ég þakka samt öllum sem hafa nennt að æsa sig í að skrifa mér. Margir hafa orðið til að opna augu mín fyrir öðru samhengi hlutanna en ég hélt rétt og þann hátt er það þroskandi að dískútéra  svona við fjöldann.  Og sérstaklega þykir mér vænt um að hafa  upplifað það, að á bak við hrjúft yfirborð sumra kommaskríbentanna leynast ágætlega skynugir menn sem eru mér alls ekki ólíkir um alla hluti. Þannig að þessi bloggheimur er alls ekki sá versti af öllum hugsanlegum heimum eins og hann Birtingur hans Voltaires kynni að hafa orðað það. 

Kannske sljákkar í okkur öllum þessum bloggspekingum eftir þann stóradóm sem kosningar eru. Og þó, maður getur alltaf "sallað á helvítin" sem skilja ekki að maður veit alltaf betur en þeir-eller hur ?

Eigum við bara ekki láta á það reyna. Jacta est alea !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband