Leita í fréttum mbl.is

Volksrepublik Island !

VEB Hekla hf. VEB Kaupþing hf. VEB Landsbanki hf. VEB Islandsbanki hf. VEB Securitas hf. VEB Plastprent hf. VEB Steypustöðin hf. VEB Straumur hf.  VEB Fons. VEB....

Er einhver svo gamall að hann muni hvað VEB þýddi ?

Man nokkur eftir kaupstefnunum í Leipzig í Austur Þýzkalandi ? Deutsche Demokratische Republik til aðgreiningar frá kapitalistaríkinu Bundesrepublik Deutschland. Sem var svo mikið fasistaríki að það þurfti að reisa Berlínarmúrinn til að hemja flóttamannastrauminn þaðan yfir til DDR !

Í Leipzig hitti maður VEB fyrirtækin sem Íslendingar áttu að kaupa af iðnaðarvöru. Olíuforstjórarnir voru í Moskvu að skrifa undir vöruskiptasamninga um síld á móti olíu og Pobedabílum.

Munrinn á VEB fyrirtæki og öðrum voru að hin fyrrnefndu voru í þjóðareign. Eign Volkskrepublik Deutschland, DDR. Volkseigener Betrieb. Fyrirtæki í eign fólksins. Merkilegt að maður hitti yfirleitt ekki sama forstjórann árið eftir, hinn var farinn og enginn hafði heyrt hans getið. Mann grunaði  að hann hafði gerst svikari við alþýðuna og flúið vestur.

Nú fjölgar íslenzkum fyrirtækjum fólksins dag frá degi. Steingrímur ætlar að stofna sérstakt félag til að halda utanum öll þessi fyrirtæki. VEB Steypustöðin sér um að ekki verði verslað við BM Vallá, sem er í eigu kapítalistans Víglundar Þorsteinssonar og sonar hans. Það er bara tímaspursmál hvenær þeir gefast upp og fyrirtækið fer til Steingríms. VEB Hekla auglýsir nýja bíla. Hin umboðin er hætt að auglýsa.

Átta menn sig ekki á því hvert stefnir  hér á landi ?  Fólk er búið að kjósa þetta yfir sig. Þegar stefnan er rétt þarf ekki neina stjórnarandstöðu sögðu kommarnir við mig í Stuttgart á þessum VEB-árum og  marséruðu sem  íslenzkir styrkþegar V.Þýzkalands gegn því ríki og með málstað kommúnismans.

Hér þarf líklega ekkert að kjósa aftur úr því að stefnan er loksins rétt. Volksrepublik Island ist endlich da.  Sieg heil.... nei annars, það var áður. Núna er það   Sieg  dem Sozialismus  !

 Es lebe die Volksrepublik Island !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

það ótrúlegasta við þetta er að þegar menn greiddu Sjálfstæðisflokknum og lánabólunni atkvæði sitt ('99 og '03) þá voru þeir í raun að greiða meiri ríkisvæðingu atkvæði sitt.

Eins og von Mises segir þá gerir þessi gífurlegi vöxtur frjármagns í umferð það að verkum að erfitt að reikna hvað er hagkvæmt eða óhagkvæmt.  Óhagkvæmt verður allt í einu hagkvæmt og fjármagni er sóað.  Síðan kemur hin óumflýjanlega kreppa og þá grípur ríkið inn í sem 'bjargvætturinn'.

Þetta handrit er áratuga gamalt.  Þetta hljóta Sjálfstæðismenn að hafa vitað, enda eiga þeir að hafa lesið bækur eftir Ludwig von Mises og sérstaklega bókina 'Leiðin til ánauðar' eftir Hayek.

Lúðvík Júlíusson, 2.5.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skemmtileg pæling, Júlíus. Rifjar upp fyrir mér samtalið við Gunnar Tómasson í Silfrinu.

Hvað er verðmæti? Hvað eru peningar?

Baldur Hermannsson, 2.5.2009 kl. 23:30

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þetta er skelfilegt ágæti Halldór, og sérdeilis ekki það sem lagt var upp með.

En svona endar ..... og byrjar fjandans spillingin ef ærlegt fólk er ekki við taumana, og þá meina ég valdataumana.

Baráttukveðjur

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.5.2009 kl. 05:08

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Man alltaf þegar ég fór í gengum checkpint Charlie frá vestur Berlín til austur Berlínar. Það gleymist seint, en því miður eru varla margir sem muna þetta. Gjaldeyrishöft og vöruskortur var eitt af því sem rifjast upp!

Tek undir þessa færslu hjá þér. Við höfum um tvennt að velja ríkisforsjá og miðstýringu eða markaðsbúskap eins og í nágrannalöndunum. ESB umræðan, því miður, ruglar fólk svolítið í þessu. Pólitískt bankakerfi í eigu ríkisins og hruninn hlutabréfamarkaður mun færa okkur á fyrsta klassa aftur í tímann. Við getum farið að stimpla útlenda passa með IDR og taka 5 evrur í þóknun þegar erlendir ferðamenn koma hingað.!

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.5.2009 kl. 09:20

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Steingrímur, farðu í apótek og kauptu þér meðal við þessu pirrandi pólitíska harðlífi.

Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 17:36

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Steingrímur minn,

þjóðarsáttinm var gerð af Sjálfstæðismanninum Einar Oddi og Guðmundi J. Steingrímur Hermannsson lufsaðist með. Mesta atvinnuskeið sögunnar fylgdi á eftir undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Það er eins og þú gleymir þessum kafla alveg en  einblínir bara á stöðuna í dag eins og hún sé alltogsumt sem skeð hafi á 17 árum. Vorum við ekki báðir á lífi allan þennan tíma ?

Halldór Jónsson, 3.5.2009 kl. 18:23

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Steingrímur, kaupmátturinn hefur vaxið ein 60 % eða meira   síðan þá. Þó hann hafi fallið núna 40 % þá er hann samt miklu betri nú en þá. Þú getur ekki staðið við næst síðustu málsgreinina því hún er röng.

Klúðrið sem þú kallar er ekki Sjálfstæðisflokknum einum að kenna. Ég veit ekki betur en Jóhanna hafi verið í stjórninni og Ingibjörg Sólrún líka, þegar allt fór til andskotans. Þó að Davíð hafi verið í Seðlabankanum, þá getur þú ekki kennt honum um fall Lehmansbræðra. En sú keðjuverkun varð okkur dýrkeypt. Og svo er víst eitthvað sem heitir heimskreppa, sem Sjálfstæðisflokkurinn fann ekki upp. Farðu nú að setja einhverja rifu á þetta pólitíska asklok sem þú hefur fyrir himinn.

Það er eitt af því fáa,   sem ég man til gæfusamlegra verka Ólafs Ragnars er það að hann skyldi bakka með nýgerðan kjarasamning við opinbera starfsmenn, sem var forsenda þess að þjóðarsáttinni yrði komið á. Hann fór sko ekki í þetta með hýrri há, heldur lufsaðist í þetta. En þetta tókst og opinberir starfmenn, eins og landsmenn allir,  fengu miklu meiri kjarabætur á þennan hátt en þeir hefðu ella fengið.

Nú eru flestir búnir að gleyma þessu öllu og vilja núna hver spenna bogann upp fyrir hinn. Ein kynslóð lærir vist aldrei  neitt af annarri

Ég sé ekki hvernig Guðmundur J., sá ágæti vinur minn , gæti talið að sér vegið þegar ég þakka honum þjóðarsáttina frekar en Steingrími Hermannssyni.

Halldór Jónsson, 3.5.2009 kl. 19:29

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Steingrímur,

verður ekki að tala opinberlega vel um banka, bæði Landsbanka sem aðra. Illt umtal nægir til að fjármálakerfi nötri og fari í niðusveiflu, maður talar nú ekki um ef það stendur á brauðfótum.

Nei vissulega er vont að 40 % skuli hverfa og vonandi er það tímabundið. Ég dreg ekki úr þeirri skoðun minni að ástandið er alvarlegt og hef aldrei sagt annað. En ég vil hvetja fólk til dáða og viðspyrnu, sbr. bloggið mitt um ungu mennina.

Já hann Guðmundur minn blessaður J, hann var ágætlega víðsýnn maður og kunni á flestu skil. Mér fannst við oft hafa líkan skilning á hlutunum og gátum oftast rætt vel saman. Við bárum báðir virðingu fyrir hinum vinnandi manni og vildum báðir bæta hans hag og hjálpuðumst stundum að í þá veru. Hans mun ég ávallt minnast með hlýhug og virðingu.

Halldór Jónsson, 3.5.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband