Leita í fréttum mbl.is

Afl vort og æra !

Í fréttunum í kvöld er viðtal við konu úr Árbænum. Hún keypti íbúð á 20 milljónir 2007. Hún hefur væntanlega fengið Íbúðalán uppá 16 milljónir en átt 4 milljónir sjálf. Nú skuldar hún 25 milljónir.Íbúðin hefur lækkað niður í 15´milljónir og er auk þess líklega óseljanleg. Þessi kona ætlar að flýja land og til föðurlands Griegs.

Hvernig stendur á því að lánveitandi sem veitir lán útá íbúð gegn 1. veðrétti hefur líka allsherjar veð í afli og æru þessarar konu ? Stóð það í lánsskjölunum ?   Hversvegna er ekki nóg fyrir hann að fá lyklana  og hirða veðandlagið ? Af hverju má hann elta þessa konu til æviloka og jafnvel út yfir gröf og dauða ?

Í Bandaríkjunum tekur lánveitandinn veðandlagið til sín og málinu er lokið ? Hverskonar vitleysa er hér í gangi ? Hvar er nú umhyggja heilagrar Jóhönnu og Skallagríms ?

Það verður að setja hér ný gjaldþrotalög og kaupalög. Endalaus persónuábyrgð lántakanda vegna láns sem tryggt er í fasteign er útí hróa hött.

Við höfum ekki efni á því sem þjóð að hrekja þessa konu og tvö börn hennar úr landi með hótunum um að finna hana í fjöru lífs eða liðna hvar sem hún leitar hælis.

Við erum ekki svona brattir við að ekta Tortólugæjana sem stálu þjóðarauðnum og komust upp með það ! Til þess bilar afl vort og æra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór, Þetta er bara hluti af gamla bændasamfélaginu okkar frá 18. öld.  Við höfum aldrei lagalega séð komist út úr sveitinni og í borgina.  Hugtakið "mortgage" þekkist ekki á Íslandi, þ.e. lán sem er tryggt með fasteign.  Það furðulega við þetta íslenska kerfi er að lánið fylgir húseigninni þegar hún er seld alveg öfugt við það sem gerist í USA eða Bretlandi þar sem lánin eru alltaf gerð upp þegar eigendaskipti verða því fólk greiðir af lánum ekki fasteignir!  Já það er margt skrýtið í gamla íslenska kýrhausnum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.5.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já en Andri,

Fólkið er ekki veðsett við undirskriftina heldur eignin. Er í lagi að hægt sé að láta mislukkuð íbúðakaup konunnar  koma niður á börnunum í sjöunda lið ?  

Halldór Jónsson, 2.5.2009 kl. 20:53

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Til viðbótar Andri,

Lánið er gert upp þegar lánveitandi leysir til sín eignina i USA. En hérna ekki. Lántakinn er veðsettur. Verði hann gjaldþrota og missi eignina í hendur lánveitandans á brot af lánsupphæðinni, fylgir krafan um mismuninn honum áfram. Þetta er ga ga og bí bí kerfi.

Halldór Jónsson, 2.5.2009 kl. 20:57

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Tek undir hvert orð hjá þér. 

Eins og svo margt á Íslandi skortir okkur nákvæmni og visku.  Læt eitt dæmi fylgja sem við getum lært af.  Þegar Svisslendingar gengu í SÞ komust þeir að raun um að þjóðir í SÞ mættu ekki hafa ferhyrndan fána sem, svissneski fáninn er. Eftir þessu hafði enginn tekið og þá þegar voru 2-3 lönd með ferhyrndan fána innan SÞ sem "vissu" ekki af þessum reglum.  Það þurfti að breyta þessum reglum áður en Svisslendingar skrifuðu undir.  Það er ekki sama að veiða fisk og smíða úr! 

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.5.2009 kl. 21:18

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Heyr heyr Hilmar.

Halldór Jónsson, 3.5.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 3418433

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband