Leita í fréttum mbl.is

Tveir ungir menn og kreppan.

Ég hitti þá áðan, tvo unga menn í kreppunni. Þeir sögðu báðir að kreppan fyrir þeim  væri mest hugarástand.  Þeir ætluðu bara að gera eitthvað í því.

Annar er smiður og ætlar að smíða sumarhús fyrir hinn sem er rafvirki. Þeir ætla að hafa skiptivinnu þannig að atvinnnulítill  smiðurinn smíðar núna en á inni rafvirkjun hjá hinum. Ég gamli kallinn fæ að teikna eitthvað fyrir þá sem ég fæ einhvern tímann eitthvað gott fyrir.   Annars hef ég hvort sem er ekkert að teikna og það er mun skárra að gera eitthvað en ekki neitt.

Þarna fara þeir að framleiða verðmæti,  sem ekki yrðu til annars. Þeir treysta hvor öðrum. Þeir eru að vísu frændur og vinir, en aðferð þeirra er hin sama og ég hef verið að reyna að útskýra þegar ég hef talað um kreppuvíxilinn, sem enginn vill skilja.   Án traustsins til hvors annars og áræðis þessara ungu manna væri ekki verið að smíða neitt sumarhús.  Þótt rafvirkjaverkefnið sé  ekki allt í augsýn ennþá,  þá  trúa þeir því að það komi í kjölfarið.   Auðvitað verður erfitt að ná sér í efnið því hvergi fæst lán í banka. En þeir láta svoleiðis krepputal ekki á sig fá. Það reddast segja þeir.

Hvað er ekki hægt að gera um land allt á þennan hátt ? Segja kreppunni stríð á hendur eins og þessir ungu menn gera. 

Ég trúi því, að það sé hægt að gera margt til að brjótast útúr þeirri  kreppu hugarfarsins, sem hér ríkir.  Til þess þarf bjartsýnt ungt fólk, sem lætur  ekki kveða sig í kútinn með  væli og voli.  Þrátt fyrir það, að helsti   boðskapur gömlu og gráu stjórnarmyndunarleiðtoganna sé meiri skattlagning á minnkandi atvinnutekjur, þá er til fólk í landinu sem lætur ekki deigan síga.

Það er þetta unga fólk sem mun reisa við þjóðarhaginn. Ekki kommúnistarnir  í Stjórnarráðinu, kjaftaskarnir á þinginu  eða kerfiskurfarnir  í ríkisbönkunum sem bara rukka. 

Það eru svona  kraftmiklir Íslendingur, - Bjartur í Sumarhúsum-,  sem láta ekki bugast þótt móti blási, sem gefa þessari þjóð  von um betri tíð með blóm í haga.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta eru auðvitað einfaldar lausnir og hafa gefist vel, jafnvel þegar engin kreppa ríkti í landinu. Svona byggðu margir sín íbúðarhús úti á landsbyggðinni á fimmta og sjötta áratugnum. Og steypan var hrærð á höndum og ekið í mótin á hjólbörum. Góðir vinir og vandamenn létu vinnu sina af hendi án endurgjalds og nutu svo góðs af sjálfir síðar með einum og öðrum hætti. Þarna sköpuðust verðmæti en auðvitað skapaði þetta sáralítinn hagvöxt opinberlega.

Árni Gunnarsson, 4.5.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Árni

Já, það er alþekkt um öll Vesturlönd að svonefnt neðanjarðarhagkerfi er grunnurinn að hinni opinberu hagsæld. Eins og þú nefndir fóru þessar íbúðir sem fólkið byggði í fasteignaskrá og urðu að skattstofni. Inn í hagvaxtartölur.  Ef þetta fólk hefði bara beðið eftir 100 % lánum hefði það aldrei eignast íbúð. Af hverju vilt þú hafa það svoleiðis frekar en þannig?

Ég held að öll starfsemi skapi hagsæld. Ef ég fæ átvinnulausan málara til að mála uppá víxil frekar en hann sé á bótunum heima, þá er það hagvöxtur. Ef ég stími á bílinn þinn þá er það hagvöxtur. Hann myndast af hreyfingu fólksins.

Halldór Jónsson, 4.5.2009 kl. 07:50

3 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

en hver borgar tekjuskatt.  Ertu þá að segja að menn eigi að stunda víxlvinnur.  Ég sel þér brauð úr búðinni minni en þú borgar það með fiskinum sem þú veiðir, annar borgar með því að kenna barninu mínu og sá þriðji lætur mig hafa mjólkurvörur.  Eða á þetta bara við um iðnaðarmenn.

Sigurður F. Sigurðarson, 4.5.2009 kl. 16:11

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er leiðinlegt ef þú heldur að þarna sé svindl á ferðinni. Það er ekki. Þetta eru heiðarlegir menn meða vsk númer og allt er uppi á borðinu. Það er alveg óþarfi af þér að vera með svona dylgjur. En þú ert kannske vanari slíkum viðskiptum en við.

Halldór Jónsson, 4.5.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband