Leita í fréttum mbl.is

Frestum afborgunum ?

Í sambandi við vanda heimilanna  þá finnst mér 20 % niðurfelling skulda yfir línuna ekki nægilega ígrunduð leið.

Ef húsnæðislán eru til 20 ára, þá er afborgunin væntanlega 1/20 á ári. Er ekki mögulegt að þeir sem geta sýnt fram á vandræði sín fái afborgunum  2009 í breytt í skuldabréf sem færðist aftur fyrir síðustu afborgun.   Ríkissjóður keypti þetta bréf þannig að skuldareigendur fengju sitt.

Þetta gilti þetta ár og hugsanlega  næstu ár líka líka ef kreppan líður ekki hjá.

 Kostar þetta ekki hugsanlega minna fé og flækir kerfið minna en 20 % flöt niðurfellingin hans Sigmundar Davíðs ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Lánþegar með verðtryggð lán, sem óska eftir greiðslujöfnunarvísitölu fá lækkun á greiðslubryði einhvers staðar á milli 17 og 19% og færast þær greiðslur, sem er frestað aftur fyrir og greiðast síðar. Ef þeir eru með gengistryggð lán þá verður lækkun greiðslubyrði enn meiri. Enn fer greiðslujöfnunarvísitalan lækkandi enda vitkar það til lækkunar þegar aðtvinnuleysi eykst þannig að lækkunin getur orðið enn meiri.

Þessi lausn er því nú þegar til staðar.

Sigurður M Grétarsson, 11.5.2009 kl. 09:11

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Sigurður, svona er maður aftarlega á merinni. En af hverju er þetta ekki meira rætt heldur en 20 % afslátturinn ?

Halldór Jónsson, 11.5.2009 kl. 11:23

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er eina af ástæðunum fyrir því að stjórnvöld ætla að fara í kynnigarátak til að kynna þau úrræði, sem eru í boði að þar á bæ telja menn að fólki sé ekki almennt ljóst hvað er í boði. Við skulum einnig hafa í huga að margir aðilar til dæmis Hagsmunasamtök heimilanna hafa talað mikið niður þessa leið og aðrar, sem einungis gera ráð fyrir frestunum á greiðslum en ekki niðurfellingu skulda. Menn tala mikið um "að lengja í heningarólinni" í því samtandi.

Það er eins og sumir telji ekkert annað en niðurfellingu hluta skulda vera aðstoð við heimilin í greiðsluvanda eða geta talist til "skjaldborgar um heimilin".

Sigurður M Grétarsson, 11.5.2009 kl. 13:24

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ljóst er að enginn leysir vanda þeirra sem hafa hegðað sér óskynsamlega og þá miða ég við eðlilegar aðstæður í efnhagsmálum.

Enda þótt ég geri mér grein fyrir því að mikilvægt er að við eigum starfhæfa banka þá óttast ég að stjórnvöld átti sig ekki nægilega vel á því að fólk með lífsmarki er þó hverju samfélagi mikilvægara en lánastofnanir. Og ég er sannfærður um að þó vel rekin útgerðarfyrirtæki séu íslenskri þjóð mikilvæg þá veit ég að þeim stafa engin hætta af gróskumikilli handfæraútgerð sem lítill vandi er að opna fyrir handa íbúum strandbyggða víðs vegar um landið. Og ég veit- ég sagði veit- að fiskistofnum okkar stafar engin hætta af slíkri starfsemi. Sú hætta gæti aftur á móti skapast ef mörgum ævintýramönnum yrði leyft að gera út 30-40 trillubáta allt umhverfis landið hverjum um sig. Bátarnir eiga að vera í eigu þeirra sem búa á staðnum og róa sjálfir.

Það eru fjölmargar leiðir til að auka grósku og bjartsýni á Íslandi ef við flytjum hugmyndafræði okkar úr einni 20 þúsund starfa lausn.

Ég er sannfærður um að nú sem fyrr stafi okkur mesta hættan af eigin heimsku. 

Árni Gunnarsson, 11.5.2009 kl. 16:27

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hélt einmitt að það þyrfti réttlátara kerfi en 20%. Staðan er svo misjöfn og af svo ólíkum ástæðum. Ég sjálf skulda meir en ég nokkurn tíma sé að ég geti borgað og vil helst vilja lenda aftast á listanum með hjálp, en það hefur ekkert með það að gera að heiðarlegt fólk sem alltaf hefur trúað því sem bankarnir segja og þá er ég mest að hugsa um unga fólkið sem var platað til að allt væri  í lagi og svo var það ekki. Hef áhyggjur af börnum þessa fólks og fólksins sjálfs ,því velgengni barns byggist á velgengni foreldris Ég ætla að taka afleiðingum minna gerða eftir bestu getu en ég sé að unga fólkið með börn verða bara að hafa forgang þó ekki væri nema blessaðrar æskunnar okkar vegna.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2009 kl. 17:10

6 Smámynd: Jón Þorbjörn Hilmarsson

Það gleymist að laun voru vísitölutryggð, en ekki lengur.  Launþegum er hins vegar ætlað að taka á sig launalækkun til viðbótar óverðtryggðum launum.  Ef td bensín hækkar um 50%, úr 100 kr pr líter í 150 þá rýrna ráðstöfunartekjur launþegans/skuldarans vegna þess. Skuldarinn þarf þessu til viðbótar að borga lánveitandanum hluta af hans bensínhækkun.

Ég skil ekki að verið sé að gera „ábyrgðarlausum“ skuldurum greiða. Það verður á endanum að óbreyttu gert út af við þá, bara spurning hvernig, verðbólguójafnvægi launa og lána sér fyrir því.

 Ég hélt að fullorðið fólk áttaði sig á því hvað er um að ræða.  Ef fólk býr í fasteign sinni næstu 40 árinu þá innleysir það aldrei hækkun eignarinnar, þó af verði, það greiðir eingöngu sífellt hærri afborganir og vexti af lánum sínum.  Miðað við mögulega verðbólguþróun næstu 40 á þá nást endar aldrei saman.  Hækkun launa hefur ávallt verið á eftir hækkun kostnaðar.

Verðleiðrétting verðbólgu snýst um það eingöngu hver kemur til með að eiga fasteignir á Íslandi í framtíð. 

Svarið er annars að mínu viti Halldór:  Þetta reddast ekki.  Ekki reyna að segja mér annað.

Jón Þorbjörn Hilmarsson, 11.5.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 3418231

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband