Leita í fréttum mbl.is

Vaxtaflón.

ÉG man alltaf eftir því þegar Sverrir Hermannsson  kallaði Finn Ingólfsson vaxtaflónið. Nú Finnur var ekki meira flón en það að hann náði að verða milljarðamæringur á því að ná Samvinnutryggingum af Landsbankanum og slapp billega með það og hefur vit á að láta lítið fara fyrir sér.  Sverrir var hinsvegar rekinn fyrir kjaftinn og að reyna að passa aurana fyrir Finni og Ólafi í Samskip.

Hálft þjóðfélagið  stendur á öndinni útaf því hvort einhverjir stýrivextir séu þetta eða hitt. Hvort vextir séu of háir. Ég veit að þeir fórnarlömb breytilegra vaxta eiga bágt þegar bankarnir keyra upp vextina án ástæðu.  En svona er að vera flón, maður verður alltaf látinn gjalda þess.

En almennt eiga menn ekki að hugsa svona mikið um vexti. Vextir lamennt  eiga að fara eftir vaxtalögmáli Sveins heitins B. Valfells. En það hljóðaði  svo:

"Vextir eiga að vera svo háir sem til eru fífl að borga."

Einfalt og skiljanlegt. Þetta nefnilega gildir um ótalmargt annað í lífinu. 'i rauninni lífsspeki eins og margt annað sem hann sagði sá mikli maður. 

Einstaklingurinn verður að eiga val. Ef hann á ekki val þá er hann uppá náð og miskunn bófans kominn. Og bófinn lætur alltaf kné fylgja kviði. Þess vegna verða menn alltaf að hugsa fyrst og fremst um það, að leggjast ekki uppá náð og miskunn bófans. Og hann er að finna í flestum musterum Mammons.  Flærðarlegur og smjaðrandi meðan fíflið gengur í gildruna en tekur svo niður grímuna þegar kaupin eru gerð.  Þá er oft of seint að iðrast.

Því flestir eru bara flón. Vaxtaflón eða bara venjuleg flón.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband