13.5.2009 | 14:08
30 ár í Evruna ?
Jón Valur Jensson tíndi saman eftirfarandi 5 skilyrði Mastricht sáttmálans sem Ísland þarf að uppfylla til að fá að taka upp evruna:
- 1. Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera 3% af landsframleiðslu.
- 2. Skuldir hins opinbera mega ekki vera yfir 60% af landsframleiðslu.
- 3. Verðbólga sé ekki meiri en 1,5% umfram meðaltal í þeim þremur ESB-ríkjum sem hafa minnsta verðbólgu undangengið ár.
- 4. Langtímanafnvextir (á mælikvarða skuldabréfa ríkisins til 10 ára) séu ekki meiri en 2% umfram samsvarandi vexti í þeim þremur aðildarríkjum ESB sem hafa minnsta verðbólgu.
- 5. Að gengi gjaldmiðils umsóknarríkisins hafi ekki sveiflast umfram 15% vikmörk í kringum tiltekið viðmiðunargengi undangengin tvö ár."
Skuldir Ísland eru meira en ein landsframleiðsla. Skv. niðurgreiðsluáætlun ríkisstjórnarinnar verður marki nr. 2 náð um 2040. (Ég sleppi því hér að reyna að tímasetja hvenær hin 5 markmiðin muni nást hjá okkar nýju og fersku ríkisstjórn.)
Vill þá einhver útskýra fyrir mér hvað það hjálpar þessari ríkisstjórn í núverandi gjaldmiðilsþrengingum að drífa í að sækja um aðild núna til þess að fá evruna eftir 30 ár ?
(Það er sjálfsagt lummó að minnast á það að þessi skilyrði voru uppfyllt á Davíðstímanum. Þá datt bara hérumbil engum í hug að sækja um aðild )
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Davíð gerði marga góða hluti eins og allt fólk gerir inn á milli upp í gegnum lífið. Hann bara gekk ekki heill til skógar síðustu árin og er það jafn mikið öðrum að kenna að ekki var gripið inn í og stoppað . það er ekki lummó að minnast á það sem gott hefur gerst í hans tíð. það er lummó að minnast ekki á það sem fólki finnst. Við eigum að laða það hreinasta og besta fram í öllu fólki. Við erum svo heppin að hafa málfrelsi á Íslandi og við eigum að nota það til góðra mála. Staðreyndin er að ekki er séns að ganga í ESB núna eins og staða Íslands er, og persónulega vil ég heldur sjá heiminn sameinast í að leysa vandamálin. Heimurinn er alltaf að minnka og ef við ætlum öll að lifa af vitleysuna verður heimurinn að starfa saman. Obama er byrjaður og við eigum að fylgja góðu fólki í að ná fram góðum samskiptum í heiminum. þannig græða allir. það er liðin tíð að hægt sé að flokka heiminn eitthvað lengur. Sá tími er bara liðinn. Vil sjá að heiðarlegt fólk fái að komast að til að gera allt sem í góðra manna valdi er að bjarga því sem bjargað verður. það er ekki hægt að loka augunum fyrir að ekki er til einföld lausn á vandanum. Mér er sama hvaða flokkur kemur með lausnirnar bara að það sé hægt að nota þær. ég hugsa að ef ég ætti að flokka mig einhverstaðar myndi það vera í hugsjónaflokknum en hann er víst ekki til! það er gott fólk í öllum flokkum og öllum löndum. Jæja ég er víst dálítið vanþroskuð á mörgum sviðum en það verður að hafa það. það mega allir hlægja að mínum heimsku skoðunum. Ég tapa engu á því. Auðæfin mín mælast ekki krónum, evrum, dollurum eða allmenningsáliti. Auðæfin eru í landinu okkar í mat, orku, vatni, hugviti og svo auðvitað og ekki síst í börnunum okkar og barnabörnum, ef við erum svo rík að eiga þau, frændum vinum og öðru fólki sem okkur þykir vænt um. Ég er ekki góð í að útskýra tölur og prósentur en sé samt nokkuð skýrt hvernig heimurinn virkar, og staðan er: það verður auðvitað þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB og skiptir þá ekki máli í hvaða flokki fólk er. Á heimsmælikvarða erum við Íslandsflokkurinn. þú virðist vera í mínum augum lífsreyndur maður og þess vegna vil ég koma skoðunum mínum á framfæri við þig en ekki af því ég sé flokksbundin . Daginn sem við föttum að vinna með eldra fólki með lífsreynslu fara hlutirnir að ganga.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2009 kl. 19:39
Anna mín
Það er gott að heyra í svona jákvæðri manneskju eins og þér sem vilt skoða heiminn útfrá eigin forsendum en ekki alhæfa um alla hluti eins og mörgu fólki hættir til.
Þú segist ekki vera flokksbundin. Það eru margir sem vilja ekki vera í stjórnmálaflokki því þá finnst þeim þeir vera skuldbundnir flokknum og búnir að bendla nafn sitt við allt sem flokkurinn gerir öðruvísi en þeim finnst rétt. Þetta er misskilningur hinn mesti. Flokkar eru lýðræðislegir og stundum verður maður undir og stundum ofaná.
Það er mikil uppspretta lífshamingju að vera félagi í stjórnmálaflokki. Maður eignast svo marga vini og kynnist svo mörgu fólki sem þroskar mann sjálfan og maður hefur líka einhver áhrif sjálfur á þetta fólk líka.
Þú átt endilega að ganga í stjórnmálaflokk Anna, þú hefur góðar skoðanir. Og auðvitað ættirðu helst að ganga í minn flokk því hann er langbestur.
Hafði endilega greinarskil í því sem þú skrifar, þar er miklu erfiðara að lesa langa texta sem ekki hafa greinaskil.
Bestu kveður til þín og takk fyrir innlitin.
Halldór Jónsson, 13.5.2009 kl. 21:08
Steingrímur, bentu okkur á vinstristjórn sem skilað hefur góðum arfi.
Nokkurn tímann heyrt um 130% verðbólgu, lagsi?
Jón Valur Jensson, 13.5.2009 kl. 23:46
Steingrímur minn,
Hvernig leið þér á Davíðstímanum ? Ekki bara betur en núna ?
Við Sjálfstæðismenn komum með þessa tíma aftur handa þér og öðrum, þá getum við kannske passað okkur betur. Líst þér ekki vel á á þá framtíðarsýn ?
Halldór Jónsson, 13.5.2009 kl. 23:58
Það er engin furða að Ísland sé á köldum Klaka með alla þessa vanhæfu vitringa út um allt.
Gjaldmiðill þjóðarinnar er ákveðinn af búðarfólki, ekki ESB. Margar búðir taka á móti krónum, dollurum, dönskum krónum og pundum.
ESB er þegar byrjað að hnykkla vöðvana án þess að hafa efni á því.
Megi hjarðmennska flokkadrátta hvíla í friði. Lifi lýðræðið.
nicejerk, 14.5.2009 kl. 00:54
Þetta er sniðugt hjá þér, Steingrímur, að kenna alltaf "fyrri stjórn" um allt.
Ég sem hélt að frábæru mennirnir í næstu stjórn myndu gera mun betur.
Jón Valur Jensson, 14.5.2009 kl. 01:02
Þú svarar mér ekki Steingrímur um líðan þína, þá og nú ?
Kannt þú ráð gegn öldugangi í efnahagslífi heimsins ?. Getur þú komið í veg fyrir þenslu og samdráttarskeið í heiminum ? Getur þú komið í veg fyrir farsóttir ?
Jón Valur, rökfesta þín bilar ekki frekar en fyrri daginn. Ég bí eftir því að Steingrímur útskýri af hverju vinstri stjórnirnar fara alltaf frá að loknu endurreisnarstarfinu eftir Sjálfstæðisflokkinn.
Halldór Jónsson, 14.5.2009 kl. 07:51
Steingrímur : Þú ert ekki með söguna á hreinu. Jón Valur minnti þig á 130 % verðbólgu vinstri stjórna. Manstu eftir því þegar dráttarvextir voru um 72 % . Sömuleiðis væri þér hollt að minnast húsbréfakerfis heilagrar Jóhönnu, sem var knúið fram með offorsi flugfreyjunnar gegn háværum viðvörunum hagfræðinga um að koma því á koppinn í rólegheitum ? Þetta kostaði húskaupendur og byggjendur um 30 % rýrnun á lánum sínum, fengu oftast ekki nema um 700.000 kr af hverri milljón lánaðri ? Engar smá efnahagslegar hamfarir sem hennar heilagleiki kostaði þetta fólk.
Minnstu þess einnig að engir safna meiri skuldum á skattgreiðendur eða skattpína meira en vinstri stjórnir - þekkt um víða veröld ekkert síður en hér. Fyrsta verk fjármálaráðherrans Geirs Hilmars Haarde sem og Friðriks Sóphussonar og síðast Árna Mathiesen var að byrja að greiða niður skuldir þessara óstjórna, þrátt fyrir lækkun skatta samtímis. Þannig var ríkissjóður tæknilega skuldlaus þegar bankahrunið gekk yfir okkur. Það er að segja erlendar skuldir ríkissjóðs voru lægri en gullfótur okkar sem er nú í hryðjuverkahaldi Gordons hins Brúna, auk innlendrar eignar ríkissjóðs í erlendum gjaldeyri.
Fjármálakrísusérfræðingurinn Andrew Gracie sem Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson kallaði til ráðgjafar í upphafi árs 2008 kynnti líklegt bankahrun í lok febrúar 2008 fyrir bankaráðherra Samspillingarinnar m.a., sem tók ekki til neinna ráðstafana, enda heldur hann enn fast í Kremlarsöguskýringar sinnar að hann hafi ekki verið varaður við.
Minnstu þess einnig minn kæri Steingrímur að ekkert hægir meir á hagkerfi en skatthækkanir auk þess sem þær auka undanskot.
Hvernig hefur leiðsöguhundurinn þinn það Steingrímur ? Áttu fyrir rafhlöðum ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.5.2009 kl. 09:20
Steingrímur minn,
Ósköp er að vita hvað þú heldur að allir hlutir í okkar lífi snúist um hvað þessar ríkisstjórnir gera.
Allt illt kemur yfirleitt frá ríkisstjórnum en fátt gott. Það er hvað við skattgreiðendur höfum að iðja sem skiptir máli og hvað ríkisstjórnir gera ekki .
Nú lepjum við atvinnuleysingjar og ellibelgir dauðann úr skel og höfum ekkert viðfang. Alheimskreppa og inflúensa hvert sem auga er litið.
Þetta ömuleg tilvera og mér líður jafnskítt núna og undir síðustu tveimur ríkisstjórnum og þessari líka, talið frá hruni. Ég held að líðanin muni versna áður en hún batnar ef hún batnar.
Mér leið miklu betur á Davíðstímanum þegar nóg var að gera. Þetta ástand mála er hreint helvíti, höft, kreppa og fáráðlingar við stjórn. Sem sagt allt til andskotans svo þú sért með það á hreinu hvað mér raunverulega finnst.
Halldór Jónsson, 14.5.2009 kl. 15:07
Jú það er rétt að Geir og Ingibjörg settu höftin á eftir hrunið sem sumir segja að Davíð hafi hrundið á stað með vitlausum aðferðum við Glitnisfallíttið. En þar höfðu glæpamenn ruplað og rænt og því lítil löngun hjá neinum að bjarga þeim. En útávið var Glitnir banki sem ekki mátti tala illa um. Illt umtal getur fellt hvaða banka sem er.
Ég er þeirrar skoðunar að það hvernig þeir samt höndluðu það hafi komið af stað Domino effekti sem leiddi til þess að hinir bankarnir hrundu og þá fyrr en annars hefði hugsanlega gerst síðar. En varla ekki komið í veg fyrir hrunið sjálft með alþjóðakreppunni.
Seðlabankinn stýrði ekki rétt að mínu mati þegar hann einblíndi á vextina og krónubréfin en gerði ekkert í að stoppa bankana í erlendum lántökum sem þeir pumpuðu í vöruskiptahallann hérna heima vegna háuvaxtanna og juku á þrýstinginn.
Það voru samt alvöru bankamenn með Davíð í Seðlabankanum og sé skil það ekki ef hann hefur ráðið einn öllu.
Það losnaði um gjaldeyrinn með meira framboði fyrir fyrstu stjórn Davíðs. En það var samt Matti Matt sem leyfði okkur að nota kreditkortin í útlöndum og frjálsa fjármagnsflutninga. Eftir og tilkomu bjórsins það var Ísland nokkurn veginn breytt frá því að vera kommúnista-og paríaríki yfir í tuttugustualdar ríki með viðskiptafrelsi.
Mér finnast mjög margir íslenzkir stjórnmálamenn hafa verið meiri eða minni fáráðlingar vegna heimóttarskapar, enda margir "gervimenntaðir" lögfræðingar með rukkarapróf úr Háskóla Íslands og með asklokið eitt fyrir himinn.
Stórir stjórnmálaleiðtogar hafa verið fágætir. En Davíð var samt einn af þeim meðan hann var uppá sitt besta. En sterkur leiðtogi er oft ófyrirleitinn fantur sem svífst einskis þegar svo ber undir. Sástu ekki myndina hvernig Magga Thatcher glennti sig framan í Heath meðan hún var að grafa undan honum ? Það þarf nefnilega klof til að ríða röftum í pólitík.
Ísland er núna orðið kommúnistaríki með átthagafjötrum og ófrelsi. Skelfilegt ríki örbirgðar og hafta og án efnahagskerfis. Það verður svo lengi enn.
En það birtir einhvern tímann aftur undir forystu Sjálfstæðisflokksins, því sagan segir að þá vegnar þjóðinni best þegar áhrif þess flokks koma að landsstjórninni. En auðvitað er það samt ekki einhlítt, við eigum líka okkar fáráðlinga.
Við áttum góð tvisvar sinnum 7 góð ár með Sjálfstæðisflokknum í stjórn,- ég og þú Steingrímur minn.
Nú taka við 7 mögur ár í eins og var á dögum Móse. Hagsagan gengur nefnilega í sveiflum Þegar ég var í steypunni þá var yfirleitt krepppa og lítil steypu um áratuginn en mest að gera um miðjan hvenær áratug.Gilti alveg frá 1955 til 1995, þá lengdist í góðærinu.
Það ætti því að byrja við að lifna eftir svona 3 ár héðan í frá samkvæmt gamla steypuhagmælinum. Á meðan lærum við hagsýni og sparnað.
Halldór Jónsson, 14.5.2009 kl. 20:46
Var ekki Jóhanna Sigurðardóttir og félagar í stjórn Geirs H. Haarde?
Eða er feluleikur Samfylkingar með þá fortíð sína búin að stimplast svo fast inn í hausinn á þér, Steingrímur, að það hvarflar ekki að þér, að Jóhanna, Ingibjörg, Össur, Björgvin viðskipta- og bankamálaráðherra & Co. hafi borið sína ábyrgð líka?
Jón Valur Jensson, 14.5.2009 kl. 22:33
Herr kollege Steingrímur,
hvar varstu í skóla ?
Ég var búinn að svara því með ríkisstjórnina sem setti á höftin. Það var eins og með manninn sem var staddur í Austurstræti þegar loftvarnaskotið datt í hausinn á honum. Hann hefði átt að vera annarsstaðar.
Auðvitað væri krónan okkar jöfn dönsku krónunni núna í stað þess að vera 1/2000 núna ef ekki hefðu sífellt verið fáráðlingar við efnahagsstjórn á Íslandi. Og því gefast verr heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. Allt þetta samráð við hagsmunasamtök og undanlátssemi við bófafélög gíslingatökufólksins leiddi til ófaranna. Ef og hefði ekki, stoða ekki núna.
Ég held að við báðir Steingrímur hefðum þurft að berjast betur fyrir því sem við töldum réttara og verðum að gera í framtíðinni. Því ef hinir hæfu vilja ekki koma að stjórnmálum þá verður þeim stjórnað af hinum minna hæfu. Þessvegna hef ég varað þig við oftrú þinni á því að þessi ríkisstjórn leysi vandann sem við er að fást.
Það erum við, þú Jón Valur og svo allur mannauður þessa lands sem verður að vinna okkur útúr vandanum. Ríkisstjórnir búa ekkert til nema píslir og álögur. Á Davíðstímanum gátu menn létt álögum af fólkinu og borgað niður skuldir með af tekjum af þenslunni. Þú og ég nutum þess í ríkum mæli þó að innst inni hafi geð borið ugg þegar gengið var hátt.
Hagsældin kemur ekki frá ríkisstjórninni né úr Seðlabankanum.Hún mun koma að utan. Þessvegna verður að endurreisa frjálst fjármálakerfi í landinu sem allra fyrst og reka kommúnismann af höndum okkar.
Til þess treysti ég Sjálfstæðisflokknum best. Og ekki myndi það spilla ef bæði þú Steingrímur og Jón Valur yrðuð þar aktívir liðsmenn. Þar vantar svona upplýsta baráttumenn á sviðið. Þar er vettvangur fyrir ykkur til áhrifa.
Halldór Jónsson, 15.5.2009 kl. 08:22
Nei Herr kollege Steingrímur, þetta var ekki efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins per se heldur hvernig hann sem stjórnarflokkur missti þetta úr böndunum. Þá sá heldur enginn fyrir hvernig þetta myndi enda í svona katastrófu. Ekki ég og hugsanlega ekki þú heldur. Ekki bara Geir heldur öll stjórnin hans með heilagri Jóhönnu meðtalinni.
Menn voru allir árin á undan að tala um áð mýkja hörðu lendinguna sem væri framundan. En það talaði enginn sem ég man eftir um heimskrass. Betri bankar en okkar hrundu þá eins og spilaborgir og Lehmansbræður káluðu okkur endanlega.
Þýðir nokkuð núna að búa til einhvern ein sökudólg. Þetta skeði og þá voru þau Geir og Jóhanna á vaktinni og þar áður Davíð og Halldór með Íraksmálið og það var talað meira um það en þensluna.
Atvinnulífið setti ekki þjóðfélagið á hausinn.Menn unnu og smíðuðu af öllum kröftum. Það var inndælingin af erlendu lánsfé á markaðinn hér sem var hægt að fá á auðveldan hátt í miklum mæli. Bjálfar í erlendum bönkum veittu íslenzkum bjálfum( eða bara bandíttum) auðveldlega ótryggð lán sem þeir íslenzku veittu inná neyzlumarkaðinn okkar. Svo þetta snjallræði að ljúga út sparifé erlendis og láta ábyrgðina skella á íslenzku barnafólki. Já Steingrímur góður, það spiluðu allir með í þessu. Núna þykjast allir geta sagt:I told you so.
Vöruskiptajöfnuðurinn fór hér á hvolf og neyzlufylleríið var kynt af af vaxtamuninum sem Davíð uppástóð að væri til að berjast gegn þenslunni. Þjóðin skipti bara um gjaldmiðil og verslaði í erlendu. Fyrirtæki fóru að gera upp í evrum eða dollurum af þau voru svo fín löngu áður en krassið kom.
Sem sýndi mér að þegar frelsi er á fjármálamarkaði og nóg framboð í heiminum, þá skiptir engu máli hvað myntir við notum í viðskiptum. Því er þetta evrukjaftæði tóm steypa og gengur aldrei upp hérlendis.
Viðskiptafrelsið er það sem við þurfum Steingrímur, ekki komúnismi.
Mér finnst þú ósanngjarn í garð Jóns Vals. hann kemur mér fyrir sjónir sem sannleiksleitandi þó að við deilum engum trúarskoðunum sem eru fátæklegar hjá mér. Og ekki heldur kaus hann sama flokkinn og ég svo mikið er víst. Þið eruð kannski flokksbræður eftir allt ?
Ég vona svo sannarlega að heilög Jóhann og hennar postular leiði okkur ekki í glötun. En ég er ekki viss um að hún geri neitt afgerandi af viti frekar en aðrar vinstri stjórnir hafa gert. Og þá vísa ég aðeins til þess að þær hafa allar gefist upp áður en þeirra tími var kominn. En ég ætla ekkert að reka á eftir henni að svo komnu máli.
Halldór Jónsson, 15.5.2009 kl. 21:01
En Steingrímur,
Var verið að halda atvinnulífinu niðri með því að flytja inn þúsund Kínverja og aðra útlendinga til að byggja virkjunina. Það fékkst ekki nokkur maður innanlands vegna þenslunnar.
Það er rétt að Baugsveldið hamaðist gegn öllum afskiptum af sjálfu sér. Þeir óðu uppi með lögfræðingaher Gests Jónssonar og svínbeygðu dómsvaldið og framkvæmdavaldið í skjóli peninganna, reyndu að múta Dabba með 300 milljónum sem tókst ekki. Hvað skyldi margt hafa tekist ?
Glæpamennirnir allir voru fyrirferðamiklir í þjóðlífinu og kaffærðu pólitíkusana með fjölmiðlum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn átti ekkert málgagn gegn þeim og varð bara undir í stríðinu.
Það er ekki rétt af þér að kenna Sjálfstæðisflokknum um gang mála og þróunina sem hann bara réð ekki við. Ríkisstjórnir verða bara stundum undir í svona stríði eins og Batista á Kúbu tapaði fyrir Mafíunni, yfirvöld í Kólumbíu áttu í basli vegna barónanna .
Hermann Jónasson varð undir í stríði við ASÍ og sagði af sér þó hann væri við völd. Framsóknarflokkurinn hefur starfað óslitið síðan,
Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisleg stofnun. Hann er ekki á valdi einhverra lítilla og ljótra klíkna. Hann er fólkið sem er í honum og velur sér forystu úr þeim hópi.
Þú verður að reyna að skilja eðli stjórnmálaflokka. Það þýðir ekkert að standa svona fyrir utan og henda bara grjóti eins og ábyrgðarlaus götustrákur. Þú getur breytt Sjálfstæðisflokknum , eða öðrum flokkum, með því að reyna að vinna þínum málum fylgis.
Ekki æpa bara úlfur úlfur fyrir utan dyrnar.
Halldór Jónsson, 16.5.2009 kl. 08:41
Hver er prédikarinn ? Veit það einhver ?
Maður sér ekki ábyrgðarmanninng á blogginu hans.
Ekki það að mér líki neitt illa við skrifa hans. En mér finnst að menn eigi ekki að dylja sig á blogginu.
Halldór Jónsson, 17.5.2009 kl. 23:30
Ég dáist að elju þinni Halldór að reyna að kenna fullorðnu fólki hvernig raunveruleikinn virkar.
Held ég sé ekki nógu sterk til að stunda þá kennslu sem þú stundar.
Fólk í dag skilur ekki hvernig fólk áður fyrr þurfti að berjast fyrir öllu.
Tek mig kanski til seinna að reyna að deila reynslu minni í þágu þjóðar en er ekki alveg tilbúin til þess núna meir en hingað til. því ég mæti meiri skilningi hjá útlendingum í mínum diskusjónum. þú hefur nú samt skilið hvað ég er að röfla. Meir en hægt er að segja um marga aðra.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.5.2009 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.