Leita í fréttum mbl.is

Braskað í BYR !

Nú er ljóst að stofnfjárbraskararnir  í fyrri stjórn BYRs héldu stjórnarmeirihlutanum með  brögðum. Greiddu fulltrúum sínum atkvæði með hlutum Kaupþings í Luxembourg sem þeir voru réttlausir til.

Þegar ríður á að ná almennri sátt um fyrirtækið og fá stofnfjáreigendur til að reyna að bjarga því frá yfirtöku ríkisins verða þeir að geta borið traust til stjórnarinnar. Er nokkur von til þess eftir þessi tíðindi ? 

Ég hef ekki traust á stjórn sem er kjörin með þessum vinnubrögðum. Mér finnst að hún eigi að segja af sér og láta kjósa aftur að afloknum veðköllum til þeirra sem eiga ekki stofnféð sitt lengur. Í stjórninni má enginn sitja sem tengist fortíðinni með einhverjum hætti.

Það myndu áreiðanleg einhverjir finnast  sem vilja fylgja Helga í Góu og leggja fram nýtt stofnfé í  endurreistan BYR. En það gerir auðvitað enginn ef hann veit ekki nema því  verði stolið jafnharðan aftur af  sama genginu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband