21.5.2009 | 18:48
Veiðistjórn í ESB
Joe Borg ,yfirmaður sjávarútvegsmála hjá ESB, lýsir stjórnkerfi fiskveiðimála hjá bandalaginu í grein í Baugstíðindum á uppstigningardag. Hann segir m.a. ;
"Blákaldur veruleikinn er ansi langt frá því að vera sá sem mig dreymir um. Níu af tíu fiskistofnum eru ofveiddir og þriðjungur þeirra er talinn vera i mjög lélegu ástandi......
Stjórnmálamenn hafa látið undan þrýstingi frá sjávarútveginum og látið skammsýn sjónarmið ráða för og jafnvel látið sjónarmið um sjálfbæra nýtingu sem vind um eyru þjóta........ Staðan er því grafalvarleg ... Ef horft er til þess hve eldsneytisverð hefur hækkað mikið í kjölfar óróa á fjármálamörkuðum má jafnvel gera ráð fyrir að sumir muni freistast til að halda áfram að láta undan þrýstingi og taka ákvarðanir sem munu reynast skammgóður vermir. ......"
Greinin enda á neyðarkalli um breytingar á sjávarútvegsstefnu bandalagsins og hann ákallar Íslendinga um að koma með góð ráð.
Það blasir nokkuð við hvernig okkur muni ganga að láta rödd okkar heyrast við hið stóra borð hrossakaupanna í ESB. Ég held að við getum treyst Jóa þessum Borg til að lýsa því hvernig hreppapólitíkin þar muni reynast okkur til að stýra okkar fiskimiðum eftir að við erum komnir undir sjávarútvegsstefnu bandalagsins. Okkur hefur nú gengið svona og svona með stjórnun fiskveiða hér heima þó að við séum einir um hituna.
Trúa menn boðskap kratanna um það, hvernig okkar rödd muni duga til þess að breyta gangi sjávarútvegsmála í ESB ? Mér finnst heldur ólíklegt að að þeir fái inngönguna samþykkta í þjóðaratkvæðagreiðslu þó svo að bitlingatækifæri í Brüssel blasi við óðfúsum kratabossum héðan að heiman. En opinberar sporslur hafa ávallt verið á uppáhaldsmatseðli krataflokka allra landa og mótað stjórnmálastefnur þeirra umfram annað. Slík eru þeirra trúarbrögð og við því er ekkert að segja.
Hitt veldur mér furðu hvernig heilög Jóhanna er orðin mikill Evrópubandalagssinni í seinni tíð. Ég held að þessar skoðanir séu henni frekar áþvingaðar af evrópufanatíkerum í flokknum hennar heldur en eigin sannfæring. Ég hef á tilfinningunni að það sé hálfgerður holhljómur í þessu hjá henni og evróputrú hennar sé minni en margan grunar.
Og þá veltir maður fyrir sér sinnaskiptum Steingríms J. Hvernig hann reynir að koma því að inná milli, að Evrópumálin séu ekki þau mest aðkallandi. Án þess að maður sannfærist um það að hvaða afstöðu hann hefur til væntanlegrar þingsályktunartillögu um aðildarviðræður.
Ég hitti skemmtilegan kall í Sundlauginni í dag. Hann sagðist hafa kosið VG, en sæi eftir því núna. Hann hefði aldrei ætlað með þeim til Brüssel. Ég held að Steingrímur megi nú passa uppá nýju fylgismennina sína betur en hann gerir ef hann ætlar að halda í þá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór:
Ég skil þig ekki alveg? Eftir því sem mér hefur skilist hefur Landssamband íslenskra útgerðarmanna og ESB andstæðingar innan Sjálfstæðisflokksins aðallega verið andsnúnir aðildarviðræðum vegna fiskveiðistefnu ESB?
Stærstu hindruninni - fiskveiðistefnu ESB - hefur því sem næst verið rutt úr vegi!
Við erum farnir að hafa áhrif á stefnu ESB og erum ekki einu sinni komnir í sambandið!
Hvaða sannanir þurfið þið meira?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2009 kl. 20:05
Já, en hvaða stefnu á að "presentera"færum við inn í sæluríkið ESB...?
Er það stefnan sem hefur ríkt í sjávarútvegnum síðustu rúma tvo áratugi.? Með þeim árangri að æðstukoppar þar innan ríkis horfa vonaraugum á íslenska kerfið og árangurinn við stjórnun fiskveiða.
Eða er það óljósar og lítt ígrundaðar hugmyndir þeirrra sem klifa á því að fyrrgreint stjórnkerfi fiskveiða sé handónýtt.
Þar stangast eitt sérkennilega á annars horn. Jú, fyrrgreint stjórnkerfi að sögn handónýtt og hefur engum árangri skilað við verndun fiskistofna. Samt er því haldi fram að nóg sé til af þorski í sjónum og að hægt sé að auka veiðar í þeim stofni um allt að 100 þús. tonn ! (ein af kosningahugmyndum Frjálslyndaflokksins).
Ef fyrrgreint kerfi er að skila okkur árangri, jafnvel með stækkun fiskistofna. Gott ef satt er. Já ef svo er; þarf enginn að halda að við getum haldið þeim stofnum útaf fyrir okkur si svona á galopnum innri markaði værum við komin inn í ESB.
P.Valdimar Guðjónsson, 21.5.2009 kl. 21:24
Örþjóðin Færeyingar nágrannar okkar lá í blóði sínu eftir fjármálahrun fyrir nokkrum árum. Þessi þjóð lifir á nýtingu fiskimiða sinna og hefur gert það um aldir. Þeir eru komnir fyrir vind núna en urðu þó fyrir öðru áfalli. Þeir álpuðust til að taka upp fiskveiðstjórn eftir íslenska kerfinu. Þeir notuðu það í tvö ár og árangurinn varð sá að við blasti hrun í atvinnugreininni.
Þá fengu þeri sér til ráðgjafar íslenskan fiskifræðing Jón Kristjánsson að nafni. Sá hafði verið rekinn frá Hafró vegna þess að hann andmælti þeim vísindum sem þar höfðu fest rætur. Nú hafa Færeyingar náð tökum á fiskveiðistjórn sinni og náð árangri sem þeir þakka þessum ráðgjafa frá Íslandi. Og þeir eru sáttir við sitt kerfi. Og þeir fá martröð þegar þeir hugsa til þessara tveggja ára undir ráðgjöf Hafró.
Nú hefur Jón Kristjánsson bent á einfalda og auðvelda leið til að auka fiskveiðar okkar að mun án þess að innkalla nokkurn kvóta.
Hann mun ekki hljóta áheyrn í eigin landi og má þakka fyrir ef hann sleppur lifandi.
Við eigum nægan fisk í hafinu. En við eigum miklu meira af heimsku á þurru landi.
Það nægir að lesa bloggið í fimm mínútur til að fá það staðfest.
Árni Gunnarsson, 22.5.2009 kl. 00:04
Áhrif Íslands innan ESB yrðu ámóta eða minni en hreppsnefndar Kópaskers á stjórn efnahagsmála hérlendis.
Sigurður Þórðarson, 22.5.2009 kl. 02:48
P.Valdimar Guðjónsson:
Ég er algjörlega sammála þér að ekki er alveg á ljósu hvað Joe Borg, fiskveiðistjóri ESB, á við og það sama gildir einnig um svar Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við tilboði Joe um aðstoð við útfærslu nýrrar fiskveiðistefnu ESB.
Ég held að aðallega tvennt fari fyrir brjóstið á almenningi þegar kemur að kvótakerfinu. Annars vegar er það að kvótinn, sem var gefinn ákveðnum aðilum, sem síðan gátu selt hann eins og hverja aðra eign sína. Hins vegar það sú staðreynd að menn geti ár eftir ár leigt kvótann sinni út og lifað af því eins og kóngar á Spáni eða Florida!
Verði lagfæringar gerðar, sem að einhverju leyti koma í veg fyrir að fólk getið árum saman leigt út kvótann sinn og ef komið yrð á sæmilega stórum leigukvóta, þar sem kvóti yrði leigður af ríkinu til lengri eða skemmri tíma og sem byggðaleigukvóta, tel ég sátt gæti skapast um kerfið. Þetta leysir tvenns konar vanda: vanda þeirra byggðarlaga sem eru kvótalaus og nýliðun í greininni.
Árni:
Hárrétt hjá þér varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið hér á landi að aðalvandamálið er að meginmarkmið kerfisins voru fiskverndunarsjónarmið og því markmiði hefur Hafró ekki náð á 20 árum!
Það hlýtur að sýna að eitthvað er athugavert við þetta "fiskverndunarveiðistjórnunarkerfi"!
Algjörlega sammála síðustu setningunni hjá þér.
Sigurður:
Þú er algjörlega búinn að mynda þér skoðun á þessu máli og nákvæmlega sama hvað aðildarviðræður við ESB leiða í ljós. Við þannig fólk er afskaplega erfitt að rökræða.
Ég veit t.d. ekki hvort ég samþykki eða hafna aðildarsamningi, hreinlega af því að ég veit ekki í dag hvað hann mun innihalda!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.5.2009 kl. 07:13
Guðbjörn, vertu heiðarlegur og viðurkenndu að þú ert harður Evrópusambandsinni. Að öðrum kosti legðirðu þig ekki í líma við að mæra Evrópusambandið á alla kanta. Þig langar í það og það ekkert lítið.
Ég skil hins vegar ekki hvernig þú færð það út að ummæli Joe Borg breyti einhverju fyrir okkur Íslendinga. Hann hefur beðið um ráð, eru það áhrif? Ef einhver biður þig um ráð er það einhver trygging fyrir því að hann fari eftir þeim?? Ég ráðlagði þér hér að ofan að viðurkenna raunverulegar skoðanir þínar í Evrópumálum, þýðir það sjálfkrafa að þú farir eftir því? Hafði Alþingi einhver áhrif frá 1845 til 1871 þegar það var aðeins ráðgefandi fyrir Danakonung um málefni Íslands? Þú hlýtur að vera að gera að gamni þínu félagi :D
Það hefur svo sannarlega ekkert breytzt, að halda öðru fram kallar á gríðarlega auðugt ímyndunarafl.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.5.2009 kl. 10:55
Reyndar er ekki lengur hreppsnefnd á Kópaskeri, Sigurður, heldur heyrir Kópasker nú undir Norðurþing og er stjórnað frá Húsavík. Þeir á Kópaskeri eru að venjast því að vera stýrt úr fjarlægð, sem er kannski góð æfing fyrir fjarstýringu frá Brussel. Kannski var það einmitt það sem Jóhanna var að búa landsbyggðarfólk undir þegar hún í fyrri ráðherratíð sinni á síðustu öld stóð fyrir sameiningu sveitarfélaga.....
Ómar Bjarki Smárason, 22.5.2009 kl. 11:02
Ég efast ekki um að ESB tæki vel á móti okkur og allir væru sáttir og lukkulegir. Til að byrja með.
Það má aldrei gleyma því að innganga þýðir afsal á formlegum yfirráðum. Það afsal gildir ekki bara fram á næsta fiskveiðiár, heldur framvegis. Fram á næstu öld.
Um leið og menn sleppa hendinni af réttinum til forráða yfir eigin velferð eru þeir að taka áhættu. Ef þróunin eftir 25 ár eða 50 ár verður á annan veg en hagsmunir okkar segja til um getur það valdið tjóni sem verður bæði mikið og varanlegt.
Hjó líka eftir þessu í grein Borgs:
"Eftirspurn eftir fiski er meiri en framboð og í dag flytur ESB inn tvo þriðju hluta þess sem neytt er af sjávarafurðum."
Hagsmunir ESB (fiskkaupenda) og Íslands (fiskseljenda) munu eðli málsins samkvæmt verða mjög ólíkir þegar semja á um sjávarútveg. Þar eigum við enga samleið.
Haraldur Hansson, 22.5.2009 kl. 11:51
Takk fyrir plássið á blogginu þínu Halldór. Þetta er bara hin málefnalegasta umræða enda uppleggið þitt ágætt.
Guðbjörn. Ég er sammála þér með þessa vankanta á kerfinu sem þú bendir á. Að geta leigt sinn rétt og haft það "næs" á meðan var frá upphafi bull. Jú, jú útvaldir fengu í upphaf. En þá var þetta skerðing en ekki hlunnindi. Byggt á veiðireynslu sem þá var, ef ég man rétt. Hvernig svosem startið hefði verið framkvæmt, hefði það alltaf verið umdeilt. Hagkvæmnin felst í því að þeir veiða sem kunna og framkvæma á hagkvæman hátt. Það hefði hinsvegar mátt gera hærra undir höfði byggða kvóta og framkvæmd veiðleyfagjalds af hálfu stjórnvalda.
Þrátt fyrir allt dómsdagsrausið og stóryrðin um handónýtt kerfi, þá er aðallega tvennt sem ESB horfir til hér með öfundaraugum..
Þokkalega góð staða fiskistofna þrátt fyrir allt. Reyndar miklu betri en í því stjórnkerfi sem notað er meðal ESB þjóða.
Stærð fiskiskipaflotans á Íslandi. Hún er miklu "réttara stillt" hér heldur en hjá ESB.
Ég endurtek að þetta er ekki gallalaust hjá okkur. Það einfaldlega verður það aldrei meðan þarf að takmarka sókn.
Það er rétt hjá Haraldi að hagsmunir fiskseljenda og fiskkaupenda við samningaborð ESB eru mjög öndverðir.
P.Valdimar Guðjónsson, 22.5.2009 kl. 22:20
Sælir allir,
Ég er upp með mér af öllu því viti sem þið hafið hér fram fært vegna míns upphafspistils.
Ég dreg enga dul á mína afstöðu til ESB, hvort sem það er fiskveiðistjórnun eða eitthvað annað. Það var yfirgnæfandi meirihluti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins andvígur aðild að ESB og ég var einn í þeim hópi. Benedikt Jóhannesson var svo til einn á móti margnum og hefur leitað bandamanna utan flokksins. Því miður. En hann Benedikt trúir á sinn málstað og enginn verður verri fyrir það.
Það eru ekki ESB andstæðingar innan Sjálfstæðisflokksins heldur er það flokkurinn sjálfur að miklum meirihluta til sem hefur svo mikla elsku til þessa lands okkar og sjálfstæðis þess, að hann með yfirgnæfandi meirihluta vill ekki fela það hvorutveggja öðrum þjóðum til varðveislu.
Sjálfstæðisflokkurinn trúir því upp til hópa, að Íslendingar séu manna hæfastir til að hafa forræði allra okkar mála. Og flokkurinn sjálfur hefur aldrei verið lengi fjarlægur þjóðarhjartanu svo mikið er víst.
Það eru uppi mjög misjafnar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins um kvótakerfið og aðrar fiskveiðistjórnunaraðferðir. Ég hef verið í bullandi minnihluta til þessa og ekki fengið neinu breytt. Því er sem er.
Þessi Sjálfstæðisflokkur verður áttræður á þriðjudaginn kemur.
Hann hefur aldrei breytt einum stafkrók í þeirri stefnuskrá sem lögð var fram á stofndegi. Hann hefur aldrei skipt um nafn og breytt sér í sameiningarflokk eða fylkingu.
Hann er bara gamli Sjálfstæðisflokkurinn með kostum og göllum. Opinn fyrir þér og mér. Komdi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja. Berstu fyrir þeim skoðunum sem þú hefur innan flokksins og enginn frýr þér vits né áræðis. En berðu líka virðingu fyrir öðrum skoðunum og hlauptu ekki fyrir borð um leið og blæs á móti. Flokkur er nefnilega aðeins fólkið sem er í honum.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einokaður af einhverjum klíkum eða flokkseigendum eins og andstæðingarnir klifa á vegna ókunnugleika eða í áróðursskyni . Vissulega mælist oft öðrum betur en manni sjálfum og þeir ná því meiri athygli. En þannig er bara lífið.
Ég væri alveg til í að fara leið Jóns Kristjánssonar. Gefa allar veiðar frjálsar um tíma að minnsta kosti. Ég gæti líka hugsað mér að banna ný skip til veiða á sama tíma. Síðan gæti maður séð til.
En fiskurinn væri laus undan veðböndum bankanna og hrognin á Íslandsmiðum í ár myndu lifa það að verða veðbandalaus í fyrsta sinn í hálfan mannsaldur. Kvótagreifar væru horfnir og forræði fólksins yfir fiskimiðunum væru ótvírætt.
Halldór Jónsson, 23.5.2009 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.