Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn séður utan og innanfrá.

Þeir láta oft mest af Ólafi kóngi sem hvorki hafa heyrt hann né séð. Svo var mælt eitt sinn.

Það er mikill fjöldi fólks í þessu landi, sem eru sérfræðingar í Sjálfstæðisflokknum, illu innræti hans og þeim föntum sem þar ráða ríkjum og kújónera alla flokksmenn til hlýðni við sig. Ég skelli stundum uppúr við að lesa spekina. 

Það er klifað á því að Sjálfstæðisflokkurinn sé klofinn í afstöðunni til ESB. Það eru ekki einhver fjöldi ESB andstæðinga innan Sjálfstæðisflokksins sem sætir þar illri meðferð flokkseigendanna. Heldur er það bara flokkurinn sjálfur að miklum meirihluta til sem hefur svo mikla elsku til þessa lands okkar og sjálfstæðis þess, að hann vill ekki fela það hvorutveggja öðrum þjóðum til varðveislu.  Svo einfalt er það.

Sjálfstæðisflokkurinn trúir því upp til hópa, að Íslendingar séu manna hæfastir til að hafa forræði allra okkar mála. Og flokkurinn sjálfur hefur aldrei verið lengi fjarlægur þjóðarhjartanu, svo mikið er víst. Og krötunum er velkomið að fara í þjóðaratkvæði uppá það.

Flokkurinn var líka stofnaður til öflunar og varðveislu sjálfstæðis landsins og ólíklegur til þess á virðulegum aldri að kúvenda í þeirri afstöðu. 

Það eru hinsvegar uppi  mjög misjafnar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins um kvótakerfið og aðrar fiskveiðistjórnunaraðferðir. Ég hef sjálfur verið í bullandi minnihluta til þessa og ekki fengið neinu breytt. Því er sem er. En ég hef mínar skoðanir fyrir því.  Kvótinn hefur unnið mein og bót líka sem ég verð að viðurkenna.  Við höfum eignast heimsfyrirtæki í fiskvinnslu og útgerð. Sem auðvitað svo sitja yfir hvers manns diski og drepa flest niður í kringum sig, jafnvel  með lygum og svikum eins og yfirlýsingin um gulu Gugguna sýndi best. 

Þessi Sjálfstæðisflokkur verður áttræður á þriðjudaginn kemur. Mér skilst að það eigi að gefa kaffi og kleinur í valhöll í tilefni dagsins. Það verður gaman að sjá hvort nokkur þorir að koma.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei breytt einum stafkrók í þeirri stefnuskrá sem  lögð var fram  á stofndegi.  Hann hefur aldrei skipt um nafn og breytt sér í sameiningarflokk eða einhverja nýmóðins fylkingu né farið á einhverju bláu ljósi með öðrum flokkum landið. Hann er bara hann sjálfur.Fór um allt landið í vetur og ræddi ESB við hvern sem vildi það. Gerði Samfylkingin eitthvað mí þá veru ?

Hann er bara gamli Sjálfstæðisflokkurinn með kostum og göllum. Opinn fyrir þér og mér. Komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja. Berstu fyrir þeim skoðunum sem þú hefur innan flokksins og enginn frýr þér vits né áræðis.  En berðu líka virðingu fyrir öðrum skoðunum og hlauptu ekki fyrir borð um leið og blæs á móti. Flokkur er nefnilega aðeins fólkið sem er í honum.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einokaður af einhverjum klíkum eða flokkseigendum eins og andstæðingarnir klifa á vegna ókunnugleika eða í áróðursskyni .

Vissulega mælist oft öðrum betur á málþingi en manni sjálfum og þeir ná því meiri athygli. Auðvitað er maður sjálfur miklu klárari en meirihlutinn á bak við tjöldin.  En því miður vinna  oft heimskra manna ráð og gefast því verr sem fleiri koma saman..

 En þannig er bara lífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

takk minn kæri

mibbó

Bjarni Kjartansson, 23.5.2009 kl. 01:57

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Bwhahahaahahahaahahahahahaahahahahahaahahahahahahaha! Takk fyrir þessa SNILLD - svona skrif á að varðveita um aldur og ævi svo komandi kynslóðir sjái blindnina bókfærða og staðfesta.

Þór Jóhannesson, 23.5.2009 kl. 04:21

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir það Bjarni, þú hefur séð hann að innan.

Þór, þú hlýtur að þekkja flokkinn betur en ég. Hversvegna ert þú ekki í flokksráðinu svona afburða greindur maður ?

Halldór Jónsson, 23.5.2009 kl. 09:03

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Magnaður málflutningur hjá fullorðnum manni - en þú telur þetta e.t.v. ekki heldur vera dæmi um spillingu í Sjáflstæðisflokknum:

http://visir.is/article/20090522/FRETTIR01/996508378

Er þetta ekki bara skítapólitík? Fínt að afgreiða það sem slíkt eins og umræddur bæjar(ó)stjóri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi!

Þór Jóhannesson, 23.5.2009 kl. 09:58

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er sammála honum Þór í því að svona pistil megi jafnvel varðveita lengi, en ekki af sömu ástæðu. "Hið góða sem ég vil gjöri ég ekki en hið vonda sem ég ekki vil, það gjöri ég" sagði postulinn forðum og það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn, já og kannski fleiri pólitíska flokka.

Það er mála sannast að enginn stjórnmálaflokkur er betri né verri en þeir sem í honum eru á hverjum tíma og þó á þetta auðvitað helst við þá sem honum stýra, taka ákvarðanir um pólitíska stefnu og framfylgja henni. Í Sjálfstæðisflokknum hafa þeir gjarnan fundið sér pólitíska samsvörun sem eru kappsamir í viðskiptum og fésýslu og þess vegna hefur flokkurinn af mörgum verið talinn betur til þess fallinn en aðrir slíkir að stýra pólitískum ákvörðunum um efnahagsmál þjóðarinnar.

En svo er talað um flokkseigendafélög. Þetta orð er ljótt og það vekur ugg um eitthvað sem kannski er ekki heiðarlegt um öll efni. Pólitískar ákvarðanir um framkvæmdir fela oft í sér tækifæri fyrir athafnamenn og félög þeim tengd. Þá vaknar jafnan tortryggni, stundum að ástæðulausu en ekki alltaf.

Nú hef ég ekki lesið stefnuskrá flokksins, þessa sem þú vísar til. "Vegurinn til vítis er varðaður góðum áformum" sagði spakur maður. Mér skilst að einn af meginþáttum þessa vegvísis Sjálfstæðisflokksins sé óbilandi trú á frelsi einstaklingsins til athafna. Þetta er góð leiðsögn um pólitískar ákvarðanir og um hana geta allir líklega verið sammála og mín trú er að svo sé. En þessi kennisetning hefur oftar en ekki farið úr böndunum hjá ykkur sjálfstæðismönnum og birtingarmyndin orðið sú að best sé að ákveðnir einstaklingar fái frelsi umfram aðra og má þar segja að nærtækast sé dæmið um umráðin yfir fiskveiðiheimildunum sem að miklu leyti eru nú í eigu auðmanna undir hinum ýmsu afbrigðum háeffa eða eháeffa. En þarna er svo sannarlega ekki við ykkur eina að sakast og flest önnur stjórnmálaöfl virðast deila með ykkur þeirri sök, eða í það minnsta fram til þessa.

Í Sjálfstæðisflokknum hef ég átt marga góða kunningja og vini og seint mun ég halda því fram að hann sé skipaður vondu fólki og spilltu umfram aðra flokka (að ráði).

Við þurfum á Sjálfstæðisflokknum að halda Íslandingar og hann hafði gott af þeirri ráðningu sem hann fékk og átti skilið í síðustu kosningum. Ég treysti því að forysta hans og grasrótin hafi lært af þeim mistökum sem þar urðu orsök.

Ég þekki þig ekki Halldór en góður vinur minn úr Sjálfstæðisflokknum ber þér afar góða sögu sem ég sé ekki ástæðu til að rengja. Ég vona að þú yfirgefir ekki flokkinn þinn og bið þig að gera það ekki. Hann þarf á þér að halda og sem flestum slíkum að minni hyggju. Og vel skipuðum fólki þarf þjóðin á þessum flokki að halda.

En svo vona ég að það sé rétt hjá þér að fylgið við ESB sé ekki orðið hættulega mikið í Sjálfstæðisflokknum. Það væri mikil ógæfa. 

Árni Gunnarsson, 23.5.2009 kl. 11:01

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þakka ykkur fyrir, Halldór og Árni, fyrir spaklega samræðu. Það er notalegt að skríða á fætur á laugardagsmorgni, snæða ríkulegan árbít sem elskurík húsfreyjan hefur tilbúinn, og fá síðan beint í æðakerfið andríka orðræðu manna sem margt hafa lifað og notað ævidagana til að þroska sjálfa sig og aðra.

Tímarnir breytast og mennirnir með. Flokkar vaxa í óvæntar áttir og stundum vaxa þjóðfélögin frá flokkunum. Gamall Framsóknarmaður sem ég ræddi oft við í gamla daga sagði mér að gengi Sjálfstæðisflokksins stæði alltaf í réttu hlutfalli við styrk formannsins.

Þurfti Herkúles ekki að leysa 12 þrautir? Ég held að sá formaður sem nú situr þurfi að takast á við gríðarleg verkefni - að minnsta kosti tólf og líklega fleiri.

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 11:58

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þór Jóhannesson, þú yrðir maður að meiri ef þú upprættir hatrið úr hjarta þínu og lærðir að elska Sjálfstæðisflokkinn.

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 12:00

8 Smámynd: Karl Frank Sigurðsson

Sammála svona pistla á að varðveita. Elska greinin Halldórs sem var birt í blaði Sjálfstæðismanna í Kópavogi 3 október 2008 um hina æðislegu íslensku krónu.

Halldór hvernig væri að birta hana hérna öðrum til fróðleiks.

Karl Frank Sigurðsson, 23.5.2009 kl. 13:31

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Karl, ég man bara ekki hvaða grein þetta var því blaðið er farið i öskutunnuna.

Ég er sammála þér Baldur til hvaða læknisráða þór þarf að grípa ef hann á að geta lifað einhverju innihaldsríku lífi. Ég hef eiginlega áhyggjur af því að hann fari svo mikils á mis ef hann hugsar bara á þessum nótum. 

Árni, stefnuskráin er nú bara þrjár  línur þannig að hún er einföld. Nógu einföld til að hafa staðið af sér alla storma samtímans og isma í áttatíu ár. Þór ætti eiginlega að velta þessu fyrir sér hvernig þetta sé hægt.

Halldór Jónsson, 23.5.2009 kl. 15:04

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Dóra litla, mér líkar vel það sem þú segir um Davíð á þinni síðu.

Halldór Jónsson, 23.5.2009 kl. 15:05

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Sýnishorn af hugarheimi Þórs:

"MBL.IS stundar kranablaðamennsku fyrir auðvaldssinnað eigendur sína hjá LÍÚ - drulluspilling alltaf hreint!!!

Ennþá étur mbl.is skítinn út úr rassgatinu á auðvaldssinum hráan og gleypir með góðu geði án þess að leita fyrir sér frekari heimilda. Kranablaðamennskan á þessum auðvalds- og spillingarmiðli er með öllu óásættanleg en lýsir e.t.v. hversu heimsk þessi þjóð er upp til hópa ef hún sættir sig við svona viðbjóð í fréttafluttningi."

Ég spyr nú hvað er eiginlega viðbjóður. Hversvegna er Mbl. að gera út blogg fyrir svona mann

Halldór Jónsson, 23.5.2009 kl. 15:09

12 Smámynd: Þór Jóhannesson

M.ö.o. ritskoðum alla sem kalla hlutina sínum réttu nöfnum - þar er ykkur rétt lýst.

Þór Jóhannesson, 23.5.2009 kl. 16:06

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þór, þú stundar nú ritskoðun sjálfur á þinni vefsíðu.

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 18:27

14 Smámynd: Þór Jóhannesson

Nei það geri ég ekki - hendi bara út persónumeiðingum og skítkasti í nafngreindar óopinberar persónur.

Þór Jóhannesson, 23.5.2009 kl. 18:55

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér finnst rétta af þér að gera það, Þór. En ekki var hún Júlía með neitt skítkast á síðu þinni, hún var bara á öðru máli - en þú fleygðir henni út og meinaðir henni aðgang. Það var dálítið harkalegt - en þú hefur kannski mýkst eitthvað síðan enda kominn í ríkisstjórn og allur sá pakki.

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 18:59

16 Smámynd: Þór Jóhannesson

Frú Júlía er ekki alsaklaus - en ég viðurkenni að þegar flóðið var sem mest af skítkastinu rétt fyrir kosningar þá var stundum erfitt að halda í við allt saman. Nú hefur vissulega lægt og nánast allir sem fuku á bannlistann komnir af honum aftur.

Þór Jóhannesson, 23.5.2009 kl. 19:06

17 Smámynd: Björn Jónsson

Takk Halldór og aðrir hér á bloggi hans, að undanskyldum Þór Jóhannessyni, honum er ekki viðbjargandi aumingjans manninum.

Björn Jónsson, 23.5.2009 kl. 19:09

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vissulega virði ég þig í hvívetna, Björn Jónsson, en ég leyfi mér að vera á öðru máli - öllum er viðbjargandi. Það eru mannspartar í Þór en hann kýs oft að sýna okkur eitthvað annað en einmitt þá.

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 19:17

19 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þegar auðvaldssinnar vega að presónu minni vex mér einungis ásmeginn. Grátkórinn sem Björn Jónsson og líkir tilheyra vökva sál mína eins og regnið vökvar gróðurinn.

Þór Jóhannesson, 23.5.2009 kl. 19:19

20 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mér hefur nú yfirleitt fundist Björn leggja gott eitt til mála, greindur maður og háttvís - en hann er því miður Manchester United maður og þar af leiðandi ekki húsum hæfur.

Baldur Hermannsson, 23.5.2009 kl. 19:26

21 Smámynd: Halldór Jónsson

Megi sál þín vökvast og spíra Þór minn af mínum auðvaldspenna.

Halldór Jónsson, 23.5.2009 kl. 19:39

22 Smámynd: Karl Frank Sigurðsson

Þú getur alltaf sent tölvupóst á vogar@xdkop.is og fengið blaðið sem kom út

3 október 2008 á pdf (Acrobat Reader) formi.

Karl Frank Sigurðsson, 23.5.2009 kl. 20:22

23 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju gerir þú það ekki ? Ég hef ekki breytt um skoðun á krónunni. Hún er best og mest.

Halldór Jónsson, 23.5.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband