Leita í fréttum mbl.is

Stjórnkænska hjá Steingrími ?

Kannski yfirsést mér um stjórnkænsku Steingríms ? Ef við ætlum ekki að borga þetta Icesave og segðum það beint út núna, myndu helvítin í ESB ráðast á okkur strax, ógilda EFTA samninginn, setja löndunarbann á okkur, halda áfram hryðjuverkalögunum og frysta fyrir okkur alla peninga. Ef við skrifum undir núna og þykjumst vera góðir, þá höfum við sjö ára frið. Þeir halda fíflin þessi að við ætlum að ganga í bandalagið hjá þeim. En það ætlar sér nú ekki minn maður Steingrímur ! 

Eftir sjö ár verður Steingrímur enn við völd. Skíthællinn Gordon Brown löngu gleymdur.  Ísland verður þá ekki í ESBS þori ég að veðja um einum bjór við hvern sem er. Þá getur okkar maður alveg tekið upp málið aftur og sagt: Þetta voru  einhliða nauðungarsamningur sem þið neydduð uppá landið í lægðinni helvítin ykkar og ég borga ekki neitt !. 

Nú ef þetta er eitthvert skítterí sem eftir er eftir sjö ár þegar Landsbankinn hefur verið uppgerður, eins og Sigurjón digri fullyrðir, þá bara borgum við. Den tid den sorg.

Þá er eiginlega það sem ég velti fyrir mér hversvegna vextirnir voru ákveðnir 5.5 % þegar langtíma húsnæðisvextir í Bretlandi eru 2.2%. Einhver leynisamningur um  kommission af þessu  ?  

Við erum kannski ekki með svo slæm spil á hendinni eftir allt ?

Kannski er þetta bara stjórnkænska hjá okkar manni Steingrími ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Þú mátt drekka bjórin strax!  Og njóttu vel!

Auðun Gíslason, 9.6.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

já Steingrímur J er snjall. Kannski á hann eftir að fá þig til að ganga með höfuðið hátt inn í ESB!

Gísli Ingvarsson, 9.6.2009 kl. 14:25

3 identicon

Kannski er þetta annarskonar stjórnkænska. Steingrímur veit að það er hægt að leggja allan andskotann á fólk ef það er gert nógu hægt, í nógu smáum skömmtum og þess er gætt að væntingar vaxi aldrei of mikið.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 16:56

4 identicon

Góður pistill. Ég held að það sé eitthvað í þessu máli sem enn er ekki komið fram og má ekki koma fram. Steingrímur væri ekki að ganga frá þessu nema að vera alveg viss um að þetta sé í lagi.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 19:30

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góð analýsa hjá þér, Halldór.  Auðvitað ætlar Steingrímur hvorki að borga þetta né ganga í ESB, heldur er hann bara að kaupa okkur frið.  Og er ekki samið um þetta í pundum?  Það veður snarfallið gagnvart þeim gjaldmiðli sem við verðum með eftir 7 ár, þannig að þetta verður orðið að engu.  Og eigum við ekki bara að drekka sitt hvort bjórinn....?

Ómar Bjarki Smárason, 9.6.2009 kl. 23:51

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það er bara vonandi að Samfylkingin verði ekki við völd eftir 7.ár.

Ragnar Gunnlaugsson, 10.6.2009 kl. 10:17

7 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Góð hugmynd þetta með bjórinn skál

Ragnar L Benediktsson, 10.6.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3420148

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband