Leita í fréttum mbl.is

Þjóð mína vantar tugthús !

Fréttir greindu frá því að þjóð mína vanti tugthús.

Hið opinbera er sagt í miklum vanda. Margt er ekki hægt að gera af nauðsynlegum opinberum frmakvæmdum, það þarf að skera niður á spítölunum, lækka laun lækna og annara hátekjuhópa hjá ríkinu. Nú eða þá bara  að stórhækka kaup forsætisráðherra til að leysa málið. Dæmdir ofbeldisglæpamenn verða að vera í endurhæfingu sinni meðal fólksins þar sem ekkert afplánunarhúsnæði er fyrir hendi.

Er ekki hægt að slá tvær flugur í einu höggi ? Í henni  Ameríku hafa þeir fyrir löngu þróað staðla bæði fyrir byggingar og rekstur tukthúsa. Hér er atvinnuleysi bæði í  byggingariðnaði og þjónustugeiranum. Hér situr framfarasinnuð ríkisstjórn fólksins sem er þekkt fyrir að láta hendur standa fram úr ermum.

Hvernig væri að senda Svavar svarta vestur um haf til að sækja eitt sett af svona gögnum ?  Hvað fjármögnunina varðar getur Eva Joly hugsanlega fundið einhverja peninga hjá útrásarvíkingunum til að bæði að greiða sinn kostnað  og svo þann árangur sem þjóðin væntir af hennar óeigingjarna framlagi. 

Við eigum gnægð fjármálamanna með alþjóðlega reynslu. Sigurjón digri getur kannski veiitt okkur 70 milljón króna lán úr einhverjum séreignarsjóði sínum, Jón Ásgeir kannski útvegað okkur lán með veði í íbúðinni sinni í New York eða bátnum 101 Reykjavík, Björgólfur fengið lán handa okkur hjá einhverjum félögum sem hann þekkir á Tortóla ?  Ég er viss um að allir þessir aðilar og margir fleiri eru boðnir og búnir að hjálpa þegar þjóð minni vantar tugthús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Snjöll hugmynd hjá þér Halldór að fá útrásarpésana til að kosta þetta, enda gæti farið svo að þeir þyrftu að nota aðstöðuna.

Jón Baldur Lorange, 15.6.2009 kl. 11:22

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Halldór,

Fyrr í vetur kastaði ég fram þeirri brilliant hugmynd að gera "kauphöllina" að fangelsi fjárglæfra.  Spegilglerið sem prýðir höllina mætti snúa við, þannig að pöpullinn gæti fylgst með glæframönnum stytta sér stundir við ólsen ólsen og matador spil í framtíðinni.

Það er allavega nóg af húsnæði,  það þarf bara að downgreida það aðeins svo það hæfi starfseminni.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.6.2009 kl. 17:01

3 Smámynd: Sigurður Þór Bjarnason

Sæll, Halldór.

Mætti ég benda á að nú eru um það bil 8000 ókláruð hús (íbúðir) og sum þeirra stórar blokkir.

Mætti ekki setja rimla fyrir gluggana á þeirri sem lengst er komin og leyfa útrásarvíkingunum að dúsa þar og borga byggingaranar?

Þeim til skemmtunar mætti hafa venjulega töskuþjófa og þá sem stela útvörpum úr bílum, svo dæmi séu tekin.

Bless, 

skalaglamm.

Sigurður Þór Bjarnason, 15.6.2009 kl. 21:42

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta öllsömul.

Já Jenný, þeir tækju sig vel út í svona sýningarhöll eins og bogaglerhúsið er. Maður getur bara séð þá dansa go-go á öllum hæðum á bak við spegilglersdýrðina og spilað yrði undir í hátölurum  "those were the days my friend, we thought they never end " eins og Bokassa lét spila fyrir sína menn á fótboltavellinum.

Það væri kannski ráð Sigurður Þór, að fólkið, hvers heimili hefur verið slegin hvað kirfilegust gjaldborg um, reyni að fá inni í einhverju af þessum húsum þegar ríkisbankarnir eru búnir að bera það út.   

Halldór Jónsson, 15.6.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 3420152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband