21.6.2009 | 12:06
Ný gjaldþrotalög strax !
Ég var ekki einn um það að horfa agndofa á hann Bjarna rífa húsið og jarða bílinn. Pollrólegur sagði hann okkur að konan og börnin væru farin af landi brott. Hann bjóst við að fara á eftir þeim þegar hann hefði staðið fyrir máli sínu og tekið út refsinguna.
Málsbætur hans voru fruntaleg framkoma bankaþjónanna við hann sem einstakling. Hann átti ekki að fá silkihanskameðferðina sem stóru bankaglæpamennirnir hafa unnvörpum fengið. Þarna var ekki séra Jón á ferðinni. Hann skyldi hengdur öðrum til eftirbreytni.
Hvað biði hans hér að óbreyttu ? Brennimerktur sem gjaldþrota einstaklingur geturðu ekkert hér á landi. Hann kaus að hefna sín á kerfinu og gjalda fyrir það.
Einn meginþáttur í krafti bandarísks efnahagslífs eru gjaldþrotalög þeirra. Sá sem verður gjaldþrota er gerður upp og málið er búið. Samuel Goodyear varð víst sjösinnum gjaldþrota áður en dekkin lukkuðust hjá honum. Hér á landi hefði hann aldrei risið upp aftur eftir fyrsta fallíttið.
Í Bandaríkjunum skilarðu lyklinum að húsinu þínu til bankans þegar þú getur ekki borgað. Málið er búið. Hérna ertu eltur persónulega útfyrir gröf og dauða við sömu aðstæður. Þú sem einstaklingur ert veðandlagið sjálfur þegar þú færð lán með tryggingu í húseigninni, seljist hún fyrir minna en skuldinni nemur á uppboðinu.
Hlutafélag fer á hausinn eins og þau sem stóru braskararnir notuðu í bankahlutabréfakaupunum og málið er búið. Hvítabirnan er áfram hvít.Einstaklingur á Íslandi sleppur hinsvegar aldrei frá sínu gjaldþroti. Svartur er svartur áfram. Bjarni á sér ekki viðreisnar von.
Þetta er svínarí og verður að afleggja. Einstaklingur getur orðið gjaldþrota af ýmsum jafnvel óviljandi ástæðum . Það verður að gera upp dæmið við hann og síðan búið mál. Nýr einstaklingur verður að fá að verða til og fá tækifæri til að verða að fullgildum þjóðfélagsþegni aftur. Uppreisn æru eins og ýmisr hafa fengið.
Hefur þjóðin efni á að hrekja þá úr landi sem hafa orðið gjaldþrota vegna þess að lánin urðu skyndilega miklu hærri en verðmætið sem þau voru tryggð í ? Þeir sem missa íbúðina sína fyrir þriðjung skuldarinnar verða hundeltir til enda veraldar. Fái þeir sér launavinnu er skatturinn kominn við aðra útborgun og hirðir allt. Lögfræðingar halda við kröfum í það endalausa. Þú verður að vinna svart eða ekki. Ég hef oft staðið frammi fyrir slíkum vandamálum góðra manna sem var verið að hrekja í eyðimerkurgöngu. Þetta var svo ómanneskjulegt hvað þessum mönnum var boðið uppá að maðu gleymir því aldrei.
Eiga ekki allir að fá annað tækifæri í lífinu ? Þessu jánka flestir stjórnmálamenn en gera svo ekkert í því. Samkvæmt íslenskri gjaldþrotahefð er slíkt ekki mögulegt. Þú ert brennimerktur til lífstíðar og hundeltur. Bjarni sleppur aldrei.
Það er aldrei brýnna en núna að taka þessi mál upp núna og án þess að binda sig í einhverjar kratískar Evrópuhefðir. Fólk verður að fá að verða fólk aftur. Gjaldþrot er gjaldþrot og málinu er lokið. Uppfrá því á enginn neina kröfu á manninn vegna fortíðarinnar. Hún er uppgerð þarmeð. Allir vita auðvitað að maðurinn efur áður orðið gjaldþrota. En þetta er maður með hreint borð og nýjar áætlanir eru aðeins frá nýjum tíma.
Við höfum ekki efni á þessu vitlausa fyrirkomulagi lengur.
Ný gjaldþrotalög strax !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Orð í tíma töluð. Þessu verður að breyta strax.
Bjarni Þór Hafsteinsson, 21.6.2009 kl. 12:16
Fyrir ári síðan hefði ég ekki verið sammála þér en maður verður að hugsa alla hluti upp á nýtt. Þetta er skelfilegt ástand sem er að halda innreið sína.
Sigurður Þórðarson, 21.6.2009 kl. 13:14
Já, ástandið sem fyrri stjórnir, embættismannakerfið og síðast en ekki síst glæpamenn innan bankakerfisins hafa búið til er skelfilegt. Ég persónulega hef fulla samúð og skilning á aðgerðum Bjarna. Ein kjaftasagan sem ég hef heyrt er að stjórn Frjálsa Fjárfestingabankans hafi þegar verið búin að ákveða hver fengi að kaupa húsið af þeim á spottprís og Bjarni myndi borga mismunin eða vera gjaldþrota ella. Það var víst einhver yfirmaður innan bankans. Enda ekki á hverjum degi sem nýtt einbýlishús á Álftanesi fæst fyrir hálfvirði eða minna en það. En sumsé það er bara kjaftasaga....
Ekki yrði maður nú hissa þó einhverjir fleiri gripu til sömu eða svipaðra aðgerða, þeir sem ekki hafa tök á að redda sér gröfu geta jú alltaf keypt sér eldspýtur, verst hvað helv bensínið er orðið dýrt...:)
En hér verður ekki breytt neinum lögum um gjaldþrot. Stjórnmálamenn, sama úr hvaða flokki þeir koma, hafa greinilega ákveðið að við, lýðurinn, skulum borga þennan brúsa, hvað sem tautar. Skjaldborg um heimilin og fyrirtækin er einhver ömurlegasti frasi sem íslenskir stjórnmálamenn hafa tekið sér í munn síðan hér byggðist land. Hvar er sú skjaldborg?? Mín húsnæðislán hafa hækkað um einhverjar 3 milljónir síðan í október og er ég þó svo lánsamur að vera með íslenskt lán á bestu vöxtum. En verðbæturnar sjá um að mylja af mér það litla sem ég átti í þessu húsi smátt og smátt...
Af hverju hafa verðbæturnar ekki verið teknar úr sambandi?? Jú, það þarf að vernda þjófafélög sem ganga undir því sameiginlega nafni lífeyrissjóðir. Sömu lífeyrissjóðir og spiluðu póker með peningana OKKAR á verðbréfamörkuðum. Sömu lífeyrissjóðir og borga framkvæmdastjórum 2 millur á mánuði, plús bíl plús önnur hlunnindi. Sömu lífeyrissjóðir og senda ógreidd iðgjöld í Intrum með tilheyrandi vöxtum og kostnaði þegar sjálfstæðir atvinnurekendur eins og ég verða atvinnulausir og geta ekki staðið í skilum. Ætli þeir geri mig ekki gjaldþrota fyrir þá skuld, mín eigin iðgjöld í sjóðin sem sjóðurinn hirðir svo þegar ég hrekk uppaf?? Þá vildi ég frekar hafa Hells Angels hér á landi heldur en lífeyrissjóðina, HA er þó ekkert sérstaklega að þykjast vera heiðarlegir....
Nostradamus, 21.6.2009 kl. 14:05
Hvað segirðu Svanborg,
Hver lagði þetta frumvarp fram ? Það er þá kannski einhver með viti á þini eftir allt ?
Halldór Jónsson, 21.6.2009 kl. 19:00
Það er nú til of mikils mælst að Alþingi ráði fram úr þessu, Halldór. Þetta hlýtur að þurfa að fara í gengum skoðun og samþykki hagsmunatengslanet fjölskyldutegngdra lögfræðistofa áður en gefið verður leyfi fyrir svona grundvallarbreytingum á þjóðfélaginu. Og á hverju ættu svo lögfræðingar og innheimtufyrirtæki að lifa ef ekki mætti lengur ganga á lítilmagnan og rýja hann inn að skinninu....? Séra Jónarnir eru ekki nógu margir til að halda uppi þessum stéttum!!! En þetta er gott innlegg hjá þér að vanda.
Ómar Bjarki Smárason, 21.6.2009 kl. 20:31
Mér finnst þetta mjög gott innlegg og í ljósi atburða undanfarinna mánaða þá veltir maður fyrir sér framhaldið en skynsamlegt er að hugsa um ,,worst case scenario'' við óvenjulegar aðstæður sem nú eru uppi og margt bendir til þess að muni versna. Við þurfum sem samfélag að spyrja okkur siðferðislegra spurninga eins og til dæmis hvort að endurskoða eigi gjaldþrotalögin eins og þú Halldór skrifar um en einnig þarf að skoða það hvort það sé eðlilegt í samanburði við norðurlöndin að lögfræðingar og innheimtufélög séu tryggð með verkefni annað veifið í 10 ár eftir að einstaklingur sé gjaldþrota í þeim tilgangi að reyna að ná í meiri peninga. Er friðhelgi einkalífsins og mannréttindi framseljanleg 10 ár fram í tímann. Gjaldþrot með réttu ætti að klára með punktstöðu sem kröfuhöfum hentar innan ákveðins tímaramma. Það eina sem gerist við það að gefa kröfuhöfum (lögfræðistofum og innheimtuaðilum) ævilangt skotleyfi er það að viðkomandi sem verður gjaldþrota kemur ekki virkur inn í atvinnulífið að nýju og fer jafnvel að vinna svart og skilar jafnvel mun minna til skattsins eða jafnvel flýr land. Það er margt að skoða í þessu samhengi.
Mál málanna og akkílesarhællinn er sá að auðvaldið hvert sem það er hefur ekki pláss né vilja fyrir siðfræði 101 þegar kemur að peningum.
Davíð Tryggvason (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 20:57
Þörf ábending Halldór, eins og þú hefur bent á áður. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu í dag þarf að breyta þessum lögum án tafar, eins og þú bendir réttilega á. Þetta hefði átt að vera hluti af skjaldborginni sem átti að reisa utan um heimilin í landinu. Við skulum hér með lýsa eftir þessari skjaldborg því fáir virðast hafa fundið fyrir henni sem þurfa sárlega á henni að halda. Núverandi gjaldþrotalög og meðferð á fjölskyldum, sem lenda í vandræðum, er ómanneskjuleg og leiðir til landflótta.
Ríkisstjórnin þarf að gefa út afdráttarlausa yfirlýsingu, eins og Franklin D. Roosevelt gerði í kreppunni miklu, að allar fjölskyldur eigi sér athvarf á heimilum sínum á þessum erfiðu tímum. Enginn verði borinn út á guð og gaddinn.
Jón Baldur Lorange, 21.6.2009 kl. 21:31
Þetta er misskilningur með skjaldborgina, þetta er GJALDBORG utan um heimilin.
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 22:04
Gjaldþrota maður er ekki glæpamaður. Gjaldþrotalög landsins sem leyfa það að fólk sé hundelt til dauðadags gera gjaldþrota menn nánast að glæpamönnum. Og ef skatturinn hundeltir gjaldþrota fólk líka og gerir það þannig útlægt frá heiðarlegri vinnu, m.ö.o. þvingar fólk í óloglega svarta vinnu, er þetta enn verra en ég vissi. Bara ógeðlsegt mannréttindabrot. Þó fá glæpamenn uppreisn æru eftir fangelsisvist.
Elle_, 24.6.2009 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.